Wednesday, April 20, 2011

Skemmtilegir dagar

Við höfum aldeilis haft það notalegt hér hjá heimilisföðurnum. Veðrið hefur leikið við okkur, ekki hægt að segja annað. Fengum rigningu fyrsta daginn en síðan hefur verið mjög gott veður. Ekki sól alveg alla daga en það er líka allt í lagi. Í dag fengum við glampandi sól og hita, fórum upp á Flöyen sem er næst hæsta fjall Bergen og þar er skemmtilegt útivistarsvæði og útsýnisstaður. Þarna uppi var rúmlega 20 stiga hiti og ekki er nú hægt að kvarta yfir svoleiðis dásemd. Síðan röltum við aðeins um miðbæinn og höfðum það huggulegt, já og heimasætan þurfti aðeins að bregða sér í Mollið á Straumey þegar heim var komið.

Hef ekki gert neitt stórkostlegt af mér nema að bjóða upp á léttsaltaðan þorsk í matinn, sem er ekki í frásögur færandi nema ég steikti hann upp úr raspi ;) taldi mig hafa keypt brakandi ný þorskflök í fiskborðinu voða stollt af sjálfri mér. Set hér með nokkrar myndir til gamans.


Selirnir í sædýrasafninu léku listir og voru voða sætir


Köngulærnar voru ekki eins sætar og selirnir en áhugaverðar samt.


Björninn var flottur og mjúkur en alveg steindauður ;)


Mörgæsirnar eru skemmtilegar og gaman að fylgjast með þeim.

Fallegustu börnin

Það var eitthvað smá hægt að sulla og leika sér hér

Rosalega myndarlegur maður

Þessi fær aldrei nóg af því að príla

Hittum þetta tröll uppi á Flöyen, Yrsa harðneitaði að vera með á mynd, fannst það of túristalegt :)

Þetta lét hún nú samt hafa sig út í

Borðuðum nestið og nutum útsýnis yfir Bergen

Svona er nú frúin kát

Verið að fíflast eitthvað

Litli apakötturinn fór létt með þetta og fór alla leið

Sá stóri komst hinsvegar ekki langt

Þessi er úr sædýrasafninu


Hafið það nú huggulegt og njótið páskahelgarinnar.

3 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Þið eruð svo glöð á myndunum:)

Íris said...

Yes we are living in Iceland but moving to Norway this summer.

Frú Sigurbjörg said...

Myndirnar eru æðislega fínar og greinilegt að þið njótið ykkar. Gleðilega páska : )