Wednesday, July 20, 2011

Af hverju eru bangsar svona mikilvægir fyrir börn?

Spurði Fáfnir Freyr pabba sinn að þegar þeir voru að pakka niður dótinu hans fyrir flutninginn. Þessi spurning er alveg efni í heimspekilega umræðu. Við höfum aðeins velt þessu fyrir okkur en ekki komist að neinu algildu svari. Ástæðurnar eru sjálfsagt jafn margar og börn heimsins, en skemmtileg pæling samt.

Við höfum það bara notalegt hér og dundum okkur við að skemmta hvort öðru. Ég held að allar fjölskyldur hefðu gott af því að flytja í svona bláókunnugt umhverfi. Við höfum allavega eytt meiri tíma saman við allskonar iðju þessar tvær vikur heldur en allt síðasta ár (kannski ýkjur og þó). Áður voru allir að bardúsa sitt með sínum vinum hver í sínu horni en núna höfum við bara hvort annað og höfum verið að gera margt skemmtilegt saman. Skrítið samt að það þurfi flutning milli landa til þess, kannski hefur þetta verið eitthvað öðruvísi hjá okkur en öðrum en ég held samt að það sé það sama uppi á teningnum í þessum efnum hjá mörgum.

Þó að mér finnist þessi tími og samvera yndisleg þá var það líka alveg kærkomið að fá gesti í gær og spjalla við fullorðið fólk, maður hefur líka ákveðna þörf fyrir það. Hingað til okkar komu íslensk hjón sem búa hérna rétt hjá okkur og Nökkvi hefur verið í sambandi við. Hjón sem pikkuðu í okkur þegar við vorum í mollinu, í heimsókn minni hér í september, og spurðu hvort þau hefðu heyrt rétt að við værum íslendingar. Þannig byrjaði sá kunningsskapur.

Eiginmaður minn hefur þó nokkuð dásamað hvað umferðin hér gengur smurt og það sé enginn æsingur í mönnum. Mér hefur nú samt tekist að láta flauta á mig þrisvar sinnum á þessum tveimur vikum. Spurning hvort ég sé algjör ökuníðingur eða misheppnaður bílstjóri...........................tölum ekki meira um það ;)

Nú er ég að yfirfara gögnin og panta ný svo ég geti sótt um starfsleyfi hér. Ég hélt að leyfið frá landlækni myndi duga en mér er sagt að það sé vissara að fá frá landlækni vottorð um starfsleyfi (það er hægt að gera hlutina ótrúlega flókna). Þegar ég er komin með það í hendurnar þá get ég farið að senda inn þessa umsókn svo nú er spurning um að fara að svipast um eftir vinnu. Annars er ég ekkert stressuð og nýt þess að vera í fríi og hafa það náðugt með strákunum mínum. Hafði alveg orðið þörf á smá fríi ég finn það, gott að geta hugsað um ekki neitt eða þannig og vaknað inn í dag þar sem ekkert mjög aðkallandi bíður eftir manni.

Við höfum það sem sagt bara fínt og allir eru nokkuð jákvæðir, þó ég finni að þetta sé erfitt fyrir suma, en það var líka búist við því. Nú vantar bara heimasætuna til að fullkomna þetta, finnst hálf skrítið að hafa hana ekki hér hjá okkur.

Hafið það sem best rýjurnar mínar þar til næst.

P.s
Verið ófeimin að kommenta, forvitninni í mér finnst gaman að vita hverjir líta hér við. Svo yljar það að fá smá kveðju að heiman.

10 comments:

Inga Rún said...

Fyrsta innlit :)

kollatjorva said...

gott að heyra að ykkur líður vel og njóttu þess að hafa ekkert að gera nema það sem þú vilt gera :)
Knúsaðu kallana þína
kv
Kolla

Svava Bjarna said...

Gott að sjá hvað þið eruð ánægð og já það þarf stundum að fara langt í burtu. Við Siggi höfum lært mikið af því og það dýrmætasta er að við höfum kynnst fjölskyldum okkar betur eftir að við fluttum út. Margir hafa komið og dvalið hjá okkur og sumir lengi og aðrir skemur. Við vorum ekki í svo góðu sambandi við suma þegar við bjuggum á Íslandi. Nú annað er líka mikilvægt og það eru rólegheitin og ég sé að þið eruð í sveitinni eins og við. Fullt af möguleikum fyrir þig Íris sem hjúkrunarfræðingur, mér skilst að það vanti hjúkrunarfræðinga og starfsfólk innan heilbrigiðsgeirans. Nú svo kynnist þið hvort öðru einkar vel. Vona að ykkur gangi vel með allt í öllu. Bestu kveðjur frá okkur í dk.

Amalía Ragna said...

Gott að heyra að allt gengur vel,flottar myndir sem þú tokst,virðist vera mjög notalegur staður og íbúðin fín.Það má segja að þetta sé svipað og þegar við fluttum í nesin, ég vissi varla hvar þessi staður var og hafði aldrei komið þangað,að vísu var ekki töluð norska :).Gangi ykkur vel,kveðja úr nesjunum.

Anonymous said...

Sæl frænka mín. Gaman að heyra að allt gengur vel. Haltu áfram að njóta þín og skrifa hérna :) Alltaf gaman að lesa bloggin þín. Knús í hús frá okkur í Hafnarfirðinum

Anonymous said...

Hæ frænka ;) Gott að allt gengur vel og að þið hafið það gott. Gaman að lesa ;) Kær kveðja og knús í hús frá Hildi ;))

Anonymous said...

Gaman að fylgjast með ykkur, ég kíki alltaf reglulega hérna inn. Njótiði lífsins. Kv Björg :)

Hrafnhildur Halldórsdóttir said...

Ég hugsa mikið til ykkar og gott að heyra að allt gengur vel. Ég gæfi mikið fyrir það þessa dagana að geta verið með fjölskyldunni að leika mér, vakna á morgnanna og hugsa bara hvað eigum við að gera skemmitlegt í dag. Njóttu þess vel og vandlega á meðan það varir. Bið að heilsa öllum.

Heiða Björk said...

Þú átt það sko alveg inni að vera fullt í fríi og hangsa með gaurunum þínum, njóttu þess bara á meðan varir.
Stuðkveðjur til Noregs :)

Anonymous said...

Sæl Íris, gaman að fá að fylgjast með ykkur. Er einmitt að nýta fríið mitt í mömmó með ungunum mínum í útilegunni. Njóttu frísins þíns þetta er búinn að vera harður sprettur undanfarið. Bestu kveðjur frá ungunum mínum þó aðallega Jönu til Fáfnis. Knús yfir hafið :-)