Enn og aftur eru þau að koma blessuð jólin. Það er einhver ákveðin tilfinning sem fyllir hjartað á aðventu og jólum. Kærleikur held ég þessi tilfinning heiti. Maður sér gleðina í því smáa, sem betur fer segi ég nú bara, og einhvern veginn þykir bara svo vænt um allt og alla. Það er líka ákveðinn söknuður sem treður sér þarna inn, söknuður eftir fólkinu mínu, jólunum hjá mömmu og pabba og samvera með ættingjum og vinum. Sennilega koma bernskujólin alltaf til með að fylgja manni, og það segir líklega margt um það að barnæskan hafi verið góð. Ekki allir svo heppnir að eiga og hafa átt góða barnæsku.
En að öðru, ástin í lífi mínu eiginmaðurinn hefur verið að spurja hvað mig langi í í jólagjöf. Ég hef hugsað fram og tilbaka en ekki dottið niður á neinn hlut sem mig langar í, ég á sem sagt allt sem ég þarf og vantar ekki neitt, og rétt er að gleðjast yfir því. Svo fann ég út hvað mig langaði í, en því miður getur hann ekki gefið mér það því draumurinn er stór.
Alltaf hugsar maður um sjálfan sig og kannski er það eigingjarnt, en mig langar alveg óskaplega mikið í einn verkjalausan dag. Orðið svo langt síðan ég hef átt einn slíkan. Samt er ég ekki með neina svakalega verki og veit að margur finnur MIKIÐ og þá meina ég MIKIÐ meira til en ég. En vá hvað það er lýjandi að finna alltaf til, þó það sé bara smá.
Svo langar mig líka í annað og tengist það vinnu minni, tengist því sem ég hef verið að fást við síðastliðin 22 ár. Það tengist sem sagt umönnun og hjúkrun aldraðra. Ég vildi óska þess að þeir sem stýra fjármagni heimsins, gerðu sér loksins ljóst hve þörfin er mikil í umönnun og hjúkrun aldraðra. Þessi hluti heilbrigðiskerfisins eins og svo margir fleiri er fjársveltur, já líka í ríku landi eins og ég bý í. Það þarf ekki peninga fyrir tækjum og tólum, heldur fjármagni til starfsmannahalds. Við þurfum fleira fólk.
Af hverju þarf fleira fólk spurja líklega margir. Ég segi við þurfum fé til að geta breytt stöðlum um grunnmönnun inn á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Hvers vegna, jú til að geta veitt þessu yndislega gamla fólki, sem hefur unnið baki brotnu öll sín bestu ár til þess að komandi kynslóðir gætu haft það aðeins betra, betru umönnun. Þá er ég ekki að tala um umönnun sem byggist eingöngu hjálp við athafnir daglegs lífs eða líkamlegar þarfir eins og að borða, þrífa sig, ganga og þess háttar, heldur að veita betri og innihaldsríkan hverdag. Ég er að tala um nærveru, snertingu, samveru gera eitthvað annað en bara sitja og horfa út í loftið og bíða eftir næsta matartíma. Í gegnum vinnuna mína, sem og nám mitt hef ég lært að nákvæmlega þetta er svo mikill þáttur, ef ekki mikilvægasti þátturinn í umönnun aldraðra. En því miður er ekki gert ráð fyrir þessum þætti í grunnmönnun inn á stofnunum. Það er bara gert ráð fyrir að það sé nóg fólk á vakt til þess að sinna því allra nauðsynlegasta, koma fólki á fætur, þrífa það, að það nærist, komist á wc nokkuð reglulega og fái svefn. Hljómar ekki vel en þetta er blákaldur veruleiki. Og er líklega þannig á fleiri stöðum.
Auðvitað er það ekki alltaf þannig að við höfum ekki tíma til neins annars en þess allra nauðsynlegasta. Sem betur fer gefst stundum tími til að setjast niður og halda í hönd á einhverjum sem virkilega þarf þess, eða fara í gönguferð með einhverjum í góðu veðri. En það gerist bara allt of sjaldan.
Stundum finnst mér ég alltaf vera að vinna öfugt við það sem ég hef lært, og ég þurfi að stinga þeirri vitneskju, að það sem alzheimer sjúklingur þarf frá mér er góður tími og nærvera, undir stól og reyna að hugsa ekki um hana.
Þegar Gunna á erfiðan dag, og hefur stórar áhyggjur af börnunum sínum (sem í hennar huga eru lítil) sem hún kemst bara engan vegin til og Jón sem telur sig hafa fengið það hlutverk hjá föður sínum að passa húsið, er ekki ánægður með að Stína gengur í hringi í stofunni og færir til hluti og bankar í borðið. Sigga er óskaplega leið og ráfar fram og tilbaka til að reyna að komast út, vegna þess að hún óskar þess eins að komast heim til foreldra sinna, því hún þekkir engan hér og er óörugg. Það er nefnilega þannig að þegar einn íbúinn verður órólegur þá smitar það oftast út frá sér. Þú hefur hreint og beint ekki tíma til að reyna að róa þau, setjast með þeim og halda í hönd, eða fara í gönguferð til að reyna að beina huganum annað. Þú hefur ekki tíma því að Pétur er svo veikur í dag og þarf að hafa stöðugt eftirlit, Guðrún þarf aðstoð á klósettið og lyfin þurfa að gefast á réttum tíma og Rúna og Siggi eiga eftir að fá hádegismatinn sinn og þau geta ekki borðað sjálf. Svo tókstu þér líka tíma til að sinna barnabarni Stínu sem hafði ekki séð ömmu sína í nokkra mánuði og varð fyrir verulegu sjokki þegar hann sá hvað Stínu hafði farið mikið aftur, hún gat ekki lengur tjáð sig með orðum eða skilið það sem sagt var við hana. Svo barnabarninu féllust hendur og bara grét, og þurfti smá hughreystingu. Svo fór líka svo langur tími í að koma Gunnu á fætur og í sturtuna því í dag skildi hún hreinlega ekki hvað við ætluðum að gera, meðtók ekki hvað við sögðum og varð hrædd.
Á svona dögum þá fer maður heim úr vinnunni og finnst maður ekki hafa gert starfi sínu nógu góð skil. Maður veit að maður hefði getað gert svo mikið, mikið betur ef maður bara hefði haft tíma, tíma sem hefði verið hægt að hafa ef það væri bara ein manneskja í viðbót á vaktinni. Þú ferð heim og veist upp á hár að allt sem þú hefur lært að sé gott að nota við svona aðstæður hefði virkað, en þú bara hefur ekki möguleika á að nota nema brotabrot af því vegna tímaskorts og vegna þess að grunnmönnunin er ekki nógu há. Þú veist að Stínu er að fara aftur við ýmsar athafnir daglegs lífs, eins og t.d að klæða sig sjálf eða greiða sér, af því þú hefur ekki tíma til að gefa þér góðan tíma með henni og leiðbeina þannig að þú gerir þetta allt fyrir hana því það er fljótlegra. Það bíða jú nokkrir í viðbót eftir því að komast á fætur og fá morgunmat. Það er ekki góð tilfinning að fara heim úr vinnunni vitandi að það hefði verið svo einfalt að hafa daginn öðruvísi og að gera daginn betri fyrir viðkomandi íbúa.
En ég elska vinnuna mína og þegar manni finnst vel hafa tekist til, íbúarnir hafa flestir átt góðan dag, þér tókst að draga úr vanlíðan konunnar sem var hrædd um börnin sín, þú hafðir tíma til að fara í gönguferð með Stínu sem ráfaði um í stofunni og færði alla hluti úr stað, og gast hjálpað henni að finna rónna og ég gat veitt sorgmæddum aðstandenda huggun og hughreystingu, þá er svo gott að vera til. Sem betur fer upplifi ég marga svona daga, en þeir mættu bara vera svo miklu, miklu fleiri, og það er sárt að vita að það er svo einfalt að fá það til.....en það þarf fjármagn til þess.
Svo ég óska mér betri grunnmönnunar á öll hjúkrunar- og dvalarheimili í heiminum :-) Gamla fólkið okkar á það nefnilega skilið!!!
Þetta var mín hugleiðing á aðventu. Legg ekki meira á ykkur bili ;)
Góðar stundir.
Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Monday, December 16, 2013
Wednesday, October 9, 2013
Uppgefin
Ég virðist orðið bara skrifa hér inn þegar ég þarf að væla smá. En ég þarf einmitt að væla smá núna, kannski bara ágætt að geta skrifað sig frá þessu væli. Svo verðið þið bara að vega og meta hvort þið hafið áhuga á að lesa þetta væl eða ekki, ég varaði ykkur a.m.k við.
Síðan ég skrifaði hér inn síðast hefur leiðin eiginlega bara legið niður á við aftur. Kannski ekki alveg beint niður því ég átti yndislega daga á Íslandi með fjölskyldu og vinum, náði að hvíla mig vel og njóta samvistanna við fólkið mitt. Fóturinn sem hafði verið að plaga mig fyrir sumarfrí náði sér bara nokkuð vel á strik og hætti að angra mig mikið.
Þegar heim kom þá ákvað ég að ég væri frísk og gæti byrjað að stunda mína vinnu án þess að vera að hluta til í veikindaleyfi. Veit það ekki kannski var það bara meiri von og þrjóska en blákaldur veruleiki.
Því að eftir nokkrar vaktir þá var staðreyndin orðin sú að ég átti nánast enga orku í líkamsrækt og göngutúrarnir urðu alltaf styttri og færri. Ég lá eins og slitti hér eftir hverja vakt og leið alltaf eins og ég væri með flensu. Þetta vatt að sjálfsögðu upp á sig, því sama sem engin líkamsrækt þýddi verkir í vöðvana sem þýddi minni orka....svo slæmi hringurinn var byrjaður á ný.
Svo fór ég að fá verki í hæ.fót, í ökklan. Taldi í fyrstu að þetta væri sinaskeiðabólga eins og hefði hrjáð mig í þeim vinstri fyrir sumarfríið. Fór til læknisins sem taldi þetta líka sinaskeiðabólgu og sprautaði mig með kortísóni. Ég kvartaði um orkuleysið og hann taldi mig nú bara geta lagt mig eftir vinnu í smástund og komið mér svo í ræktina, með öðrum orðum "hættu þessu væli kerling". Sagði mér nú samt að vera heima á meðan fóturinn jafnaði sig.
Taldi mig orðna góða í fætinum eftir viku, en eftir 2 vaktir var hann aftur orðinn slæmur og verkurinn eitthvað öðruvísi, virtist meira vera svona eins og bein í bein væri að nuddast saman í ökklanum og ákaflega vont og þreytandi að ganga þannig í 7 tíma í vinnunni. Það fóru líka að koma fram önnur einkenni sem ég hef smá áhyggjur af (stundum er ekki gott að vita lítið um mikið) en ætla ekki að ræða um núna . Ég fór að velta því fyrir mér vegna þessara nýju einkenna hvort það væri kannski bara eitthvað allt annað en vefjagigt að plaga mig eða annað ofan á það. Svo það var ekki bara verkurinn sem nagaði úr mér orku heldur pínu áhyggjur líka.
Ég átti góðar samræður við mína yfirmenn, sem hvetja mig áfram og láta mig alls ekki finna fyrir því að ég sé ómögulegur starfskraftur. Þvert á móti, segjast þær bara vilja að ég nái heilsu og fái úr því skorið hvað sé að angra mig, segjast umfram allt vilja mig í vinnu séu ánægðar með mig og jeremías hvað er gott að heyra það. Mér var boðið að ræða málin við svokallaða heilsuþjónustu sem kommúnan er með, fagaðilar sem aðstoða starfsfólk kommúnunnar með ýmislegt heilsutengt. Ég þáði það með þökkum og hitti yndislegan hjúkrunarfræðing (hjúkrunarfræðingar eru snillingar) sem hjálpaði mér að kortleggja einkennin mín og líðan mína, koma smá skipulagi á hugsanir mínar og sagði mér að ég væri nú ekki alveg að tapa mér ;)
Eftir fund með þessum ágæta hjúkrunarfræðingi hitti ég lækninn minn og hafði meðferðis blað þar sem ég var búin að skrifa niður öll einkenni sem ég hefði áhyggjur af og það sem mér þætti ekki eðlilegt. Mikið einfaldara að fara með þetta niðurskrifað og rétta honum, þá var ekkert sem gleymdist. Hann tók þetta allt alvarlega og ákvað að taka aftur slatta af blóðrannsóknum ásamt nokkrum fleiri rannsóknum og myndatökum svona í það minnsta til að útiloka eða staðfesta einhvern grun. Ég er sátt við þetta og finnst hann loksins hafa hlustað virkilega á mig. Hann komst líka að því að blóðþrýstingurinn var upp úr öllu valdi, held að það hafi nú að hluta til verið stress en ég að fara í sólarhringsblóðþrýstingsmælingu til að meta þetta sem er bara gott mál (maður getur orðið veikari af því að fara til læknis hehehe). Að lokum skoðaði hann fótinn sem enn var með leiðindi og þetta virðist vera eitthvað annað en sinaskeiðabólga, spurning hvort þetta sé kölkun (enda konan orðin háöldruð) á að fara í segulómun til að ath það. Verkur í úlnliðum og fingrum hefur líka verið að ágerast. Það er nú líka jákvætt að nú nálgast tíminn hjá gigtarlækninum óðfluga.......ekki svo langt þangað til í mars.
Svo núna er ég búin að vera heima í eina viku á vottorði í von um að skána í fætinum, svo er ég í viku haustfríi núna. Fóturinn er ágætur ef ég er ekki mikið að nota hann, en versnar um leið og ég geng eitthvað að ráði :( Svo til þess að toppa þetta allt þá byrjaði ég með svipaða verki núna í dag í vi.fætinum aftur...svo ég er HÖLT Á BÁÐUM spurning hvor það geri mig óhalta þá tveir mínusar gera plús er það ekki....
Svo ég veit ekki hvert framhaldið er, á að mæta í vinnu á mánudag en er ekki viss um að geta það.... Er orðin svo leið á þessu leiðinda ástandi. Mig langar bara að geta unnið vinnuna mína og bara verið ég aftur. Finnst eins og einhver ókunnug hafi yfirtekið líkama minn og ég vil bara losna við þessa mannesku mér finnst hún bara ekki skemmtileg og eiginlega bara frekar pirrandi sko......Langar til þess að eiga verkjalausan dag og langar fyrst og fremst í orku. Ótrúlegt hvað það tekur af manni mikla orku að vera orkulaus, já og verkir þó þeir séu ekki miklir, en eru þarna alltaf, þeir éta upp orku.
Svo núna er staðan sú að ég bíð eftir að verða kölluð inn í frekari rannsóknir, sem verður vonandi fljótlega. Já og er alsæl með að tíminn hjá gigtarlækninum nálgast hratt.
Ég reyni eins og ég get að vera jákvæð og held að mér takist það oftast, og lukkist ágætlega að taka Pollýönnu á þetta. Það er heldur ekki langt í fíflaskapinn og að sjá skondnu hliðarnar á málunum. Það hjálpar ótrúlega mikið :)
Jæja þá hef ég komið þessu væli frá mér. Þetta er allt í belg og biðu held ég en það var hreinsandi að losna við þetta á "blað"
Annars óska ég ykkur alls hins besta og munið að njóta haustsins.
Síðan ég skrifaði hér inn síðast hefur leiðin eiginlega bara legið niður á við aftur. Kannski ekki alveg beint niður því ég átti yndislega daga á Íslandi með fjölskyldu og vinum, náði að hvíla mig vel og njóta samvistanna við fólkið mitt. Fóturinn sem hafði verið að plaga mig fyrir sumarfrí náði sér bara nokkuð vel á strik og hætti að angra mig mikið.
Þegar heim kom þá ákvað ég að ég væri frísk og gæti byrjað að stunda mína vinnu án þess að vera að hluta til í veikindaleyfi. Veit það ekki kannski var það bara meiri von og þrjóska en blákaldur veruleiki.
Því að eftir nokkrar vaktir þá var staðreyndin orðin sú að ég átti nánast enga orku í líkamsrækt og göngutúrarnir urðu alltaf styttri og færri. Ég lá eins og slitti hér eftir hverja vakt og leið alltaf eins og ég væri með flensu. Þetta vatt að sjálfsögðu upp á sig, því sama sem engin líkamsrækt þýddi verkir í vöðvana sem þýddi minni orka....svo slæmi hringurinn var byrjaður á ný.
Svo fór ég að fá verki í hæ.fót, í ökklan. Taldi í fyrstu að þetta væri sinaskeiðabólga eins og hefði hrjáð mig í þeim vinstri fyrir sumarfríið. Fór til læknisins sem taldi þetta líka sinaskeiðabólgu og sprautaði mig með kortísóni. Ég kvartaði um orkuleysið og hann taldi mig nú bara geta lagt mig eftir vinnu í smástund og komið mér svo í ræktina, með öðrum orðum "hættu þessu væli kerling". Sagði mér nú samt að vera heima á meðan fóturinn jafnaði sig.
Taldi mig orðna góða í fætinum eftir viku, en eftir 2 vaktir var hann aftur orðinn slæmur og verkurinn eitthvað öðruvísi, virtist meira vera svona eins og bein í bein væri að nuddast saman í ökklanum og ákaflega vont og þreytandi að ganga þannig í 7 tíma í vinnunni. Það fóru líka að koma fram önnur einkenni sem ég hef smá áhyggjur af (stundum er ekki gott að vita lítið um mikið) en ætla ekki að ræða um núna . Ég fór að velta því fyrir mér vegna þessara nýju einkenna hvort það væri kannski bara eitthvað allt annað en vefjagigt að plaga mig eða annað ofan á það. Svo það var ekki bara verkurinn sem nagaði úr mér orku heldur pínu áhyggjur líka.
Ég átti góðar samræður við mína yfirmenn, sem hvetja mig áfram og láta mig alls ekki finna fyrir því að ég sé ómögulegur starfskraftur. Þvert á móti, segjast þær bara vilja að ég nái heilsu og fái úr því skorið hvað sé að angra mig, segjast umfram allt vilja mig í vinnu séu ánægðar með mig og jeremías hvað er gott að heyra það. Mér var boðið að ræða málin við svokallaða heilsuþjónustu sem kommúnan er með, fagaðilar sem aðstoða starfsfólk kommúnunnar með ýmislegt heilsutengt. Ég þáði það með þökkum og hitti yndislegan hjúkrunarfræðing (hjúkrunarfræðingar eru snillingar) sem hjálpaði mér að kortleggja einkennin mín og líðan mína, koma smá skipulagi á hugsanir mínar og sagði mér að ég væri nú ekki alveg að tapa mér ;)
Eftir fund með þessum ágæta hjúkrunarfræðingi hitti ég lækninn minn og hafði meðferðis blað þar sem ég var búin að skrifa niður öll einkenni sem ég hefði áhyggjur af og það sem mér þætti ekki eðlilegt. Mikið einfaldara að fara með þetta niðurskrifað og rétta honum, þá var ekkert sem gleymdist. Hann tók þetta allt alvarlega og ákvað að taka aftur slatta af blóðrannsóknum ásamt nokkrum fleiri rannsóknum og myndatökum svona í það minnsta til að útiloka eða staðfesta einhvern grun. Ég er sátt við þetta og finnst hann loksins hafa hlustað virkilega á mig. Hann komst líka að því að blóðþrýstingurinn var upp úr öllu valdi, held að það hafi nú að hluta til verið stress en ég að fara í sólarhringsblóðþrýstingsmælingu til að meta þetta sem er bara gott mál (maður getur orðið veikari af því að fara til læknis hehehe). Að lokum skoðaði hann fótinn sem enn var með leiðindi og þetta virðist vera eitthvað annað en sinaskeiðabólga, spurning hvort þetta sé kölkun (enda konan orðin háöldruð) á að fara í segulómun til að ath það. Verkur í úlnliðum og fingrum hefur líka verið að ágerast. Það er nú líka jákvætt að nú nálgast tíminn hjá gigtarlækninum óðfluga.......ekki svo langt þangað til í mars.
Svo núna er ég búin að vera heima í eina viku á vottorði í von um að skána í fætinum, svo er ég í viku haustfríi núna. Fóturinn er ágætur ef ég er ekki mikið að nota hann, en versnar um leið og ég geng eitthvað að ráði :( Svo til þess að toppa þetta allt þá byrjaði ég með svipaða verki núna í dag í vi.fætinum aftur...svo ég er HÖLT Á BÁÐUM spurning hvor það geri mig óhalta þá tveir mínusar gera plús er það ekki....
Svo ég veit ekki hvert framhaldið er, á að mæta í vinnu á mánudag en er ekki viss um að geta það.... Er orðin svo leið á þessu leiðinda ástandi. Mig langar bara að geta unnið vinnuna mína og bara verið ég aftur. Finnst eins og einhver ókunnug hafi yfirtekið líkama minn og ég vil bara losna við þessa mannesku mér finnst hún bara ekki skemmtileg og eiginlega bara frekar pirrandi sko......Langar til þess að eiga verkjalausan dag og langar fyrst og fremst í orku. Ótrúlegt hvað það tekur af manni mikla orku að vera orkulaus, já og verkir þó þeir séu ekki miklir, en eru þarna alltaf, þeir éta upp orku.
Svo núna er staðan sú að ég bíð eftir að verða kölluð inn í frekari rannsóknir, sem verður vonandi fljótlega. Já og er alsæl með að tíminn hjá gigtarlækninum nálgast hratt.
Ég reyni eins og ég get að vera jákvæð og held að mér takist það oftast, og lukkist ágætlega að taka Pollýönnu á þetta. Það er heldur ekki langt í fíflaskapinn og að sjá skondnu hliðarnar á málunum. Það hjálpar ótrúlega mikið :)
Jæja þá hef ég komið þessu væli frá mér. Þetta er allt í belg og biðu held ég en það var hreinsandi að losna við þetta á "blað"
Annars óska ég ykkur alls hins besta og munið að njóta haustsins.
Saturday, July 13, 2013
Smá svona.......
Langt síðan ég skrifaði hér síðast.....
Ég hef verið nokkuð dugleg í gönguferðum, ræktinni og tiltekt í mataræðinu (á samt ennþá erfitt með að standast sykursætar freistingar). Orkan mín er samt ekki ennþá komin í það form sem ég óska mér en, þetta potast. Finnst ég samt næstum þurfa fleiri daga í vikuna til að hvílast.....Hljómar einkennilega.. en ég virðist þurfa að hvíla mig fyrir vinnu, eftir vinnu, fyrir ræktina og eftir ræktina svo ef ég á að framkvæma allt sem ég óska mér á einni viku þá þarf ég fleiri hvíldardag í vikuna hehehe. En þetta smá potast, orkan er á uppleið ég finn það og ég virðist nokkurn vegin hafa stjórn á vöðvaverkjunum, finn aðeins fyrir þeim öðru hvoru en þá meira svona "þreytuverkir" ekki þessir slæmu verkir sem ég upplifði í byrjun árs.
Vigtin hefur sigið örlítið niður á við, í kjölfar aukinnar hreyfingar og smá tiltektar í mataræðinu. Ekki hefur hún þó sigið mikið en ég skrifa það á uppbyggingu vöðva ;) Ákvað að fylgjast með sentimetraminkunn líka í þetta sinn svona ef að vigtin væri treg (það er nefnilega svo niðurbrjótandi) og það hafa fokið nokkrir sentimetrar. Fannst ég samt ekkert hafa minnkað þannig lagað, þegar ég fór til að versla mér föt nú um daginn. Það kom mér því skemmtilega á óvart að ég hafði amk minnkað um eitt fatanúmer :)
Var næstum komin að því takmarki að vinna fulla prósentu í vinnunni og farin að gleðjast yfir því að sumarfríið mitt væri alveg að skella á, þegar það kom óvænt bakslag í reikninginn. Eins og einhverjir hafa lesið á fésbókinni þá vaknaði ég í gærmorgun með svona heiftarlega sinaskeiðabólgu í vinstri fæti. Ég átti erfitt með að stíga í fótinn og að reyna að hreyfa tærnar var hreint helvíti. Fékk tíma hjá lækninum mínum sem var fljótur að finna út hvað væri að plaga mig, sprautaði kortísóni í sinina og skipaði mér heim að hvíla mig (sjáið bara þarf fleiri hvíldardaga) og bannaði mér að fara í vinnu, svo "sumarfríið" mitt byrjaði alveg óvart viku fyrr, vinnuveitendum mínum til mikillar ó-gleði. Átti að vinna um helgina sem er virkileg krísuhelgi á vinnustaðnum þar sem gekk erfiðlega að manna vaktir og þurfti að fá inn óvant fólk frá afleysingarþjónustu. Svo ég fann ansi mikið til í samviskunni þegar ég tilkynnti ástand mitt, 600 mg íbúfen sló samt smá á samviskuverkinn en minna á sinaverkinn.
Í dag er staðan sú að ég finn minna til í fætinum og get stigið í hann án þess að kippast öll til af sársauka, hef góðan stuðning af hækju svona til vonar og vara, svo læknirinn virðist hafa hitt á réttan stað með sprautuna blessaður. Ef ekki þá þarf ég að fá aðra eftir 10 daga, en ég held í vonina um að þess þurfi ekki. Finnst verst að geta ekki sinnt gönguferðum og styrktarþjálfun í einhvern tíma, því ef ég kemst ekki reglulega í ræktina þá byrja vöðvaverkirnir að læðast að mér :( Vona að ég þurfi ekki að halda mig frá því of lengi.
Ég hef upplifað það í þessum "veikindum" mínum að það er full vinna að byggja sig upp ef vel á að vera. Væri alveg til í smá lottóvinning, svona um það bil árslaun kannski. Þá tæki ég mér frí frá vinnunni og tæki mér ár í að "laga" mig. Einbeita mér að: styrktar- og þolþjálfun, taka mataræðið algjörlega í gegn, léttast heilan helling og hætta að reykja. Hver veit, kannski rætist óskin...................
Annars er allt gott að frétta af liðinu mínu. Unglingurinn lenti á Íslandi í gær og ætlar að dvelja þar ásamt vini sínum í 10 daga. Heimasætan er að vinna hjá pabba sínum, splæsir, saumar og festir korka eins og herforingi. Í lok næstu viku ætlar hún að skella sér til Englands með kærastanum og tengdaforeldrunum. Sá yngsti dundar sér hér heima og finnst fúlt að fá ekki að vaka allan sólarhringinn þar sem hann er í sumarfríi. Hann er búinn að eignast vin hér í hverfinu, einn sem er nýfluttur hingað og er ári eldri en hann. Þeir leika mikið saman svo það er frábært, verst að þeir eru báðir haldnir sömu tölvuveirunni.
Heimasætan og unglingurinn komust bæði inn í skólana "sína" næsta vetur. En hér er það ekki sjálfgefið að komast áfram 2.veturinn í sama framhaldsskóla, einkunnirnar skipta máli (ert sem betur fer öruggur áfram í sama skólan af 2.ári yfir á 3.ár). Svo þau og foreldrarnir eru alsæl. Unglingurinn heldur áfram á almennri braut og heimasætan fer úr öryggi innflytjendabekksins í venjulegan bekk. Hún valdi sér braut sem heitir Design og handverk, held að það komi til með að eiga vel við hana.
Njótið sumarsins og verið góð hvort við annað.
Ég hef verið nokkuð dugleg í gönguferðum, ræktinni og tiltekt í mataræðinu (á samt ennþá erfitt með að standast sykursætar freistingar). Orkan mín er samt ekki ennþá komin í það form sem ég óska mér en, þetta potast. Finnst ég samt næstum þurfa fleiri daga í vikuna til að hvílast.....Hljómar einkennilega.. en ég virðist þurfa að hvíla mig fyrir vinnu, eftir vinnu, fyrir ræktina og eftir ræktina svo ef ég á að framkvæma allt sem ég óska mér á einni viku þá þarf ég fleiri hvíldardag í vikuna hehehe. En þetta smá potast, orkan er á uppleið ég finn það og ég virðist nokkurn vegin hafa stjórn á vöðvaverkjunum, finn aðeins fyrir þeim öðru hvoru en þá meira svona "þreytuverkir" ekki þessir slæmu verkir sem ég upplifði í byrjun árs.
Vigtin hefur sigið örlítið niður á við, í kjölfar aukinnar hreyfingar og smá tiltektar í mataræðinu. Ekki hefur hún þó sigið mikið en ég skrifa það á uppbyggingu vöðva ;) Ákvað að fylgjast með sentimetraminkunn líka í þetta sinn svona ef að vigtin væri treg (það er nefnilega svo niðurbrjótandi) og það hafa fokið nokkrir sentimetrar. Fannst ég samt ekkert hafa minnkað þannig lagað, þegar ég fór til að versla mér föt nú um daginn. Það kom mér því skemmtilega á óvart að ég hafði amk minnkað um eitt fatanúmer :)
Var næstum komin að því takmarki að vinna fulla prósentu í vinnunni og farin að gleðjast yfir því að sumarfríið mitt væri alveg að skella á, þegar það kom óvænt bakslag í reikninginn. Eins og einhverjir hafa lesið á fésbókinni þá vaknaði ég í gærmorgun með svona heiftarlega sinaskeiðabólgu í vinstri fæti. Ég átti erfitt með að stíga í fótinn og að reyna að hreyfa tærnar var hreint helvíti. Fékk tíma hjá lækninum mínum sem var fljótur að finna út hvað væri að plaga mig, sprautaði kortísóni í sinina og skipaði mér heim að hvíla mig (sjáið bara þarf fleiri hvíldardaga) og bannaði mér að fara í vinnu, svo "sumarfríið" mitt byrjaði alveg óvart viku fyrr, vinnuveitendum mínum til mikillar ó-gleði. Átti að vinna um helgina sem er virkileg krísuhelgi á vinnustaðnum þar sem gekk erfiðlega að manna vaktir og þurfti að fá inn óvant fólk frá afleysingarþjónustu. Svo ég fann ansi mikið til í samviskunni þegar ég tilkynnti ástand mitt, 600 mg íbúfen sló samt smá á samviskuverkinn en minna á sinaverkinn.
Í dag er staðan sú að ég finn minna til í fætinum og get stigið í hann án þess að kippast öll til af sársauka, hef góðan stuðning af hækju svona til vonar og vara, svo læknirinn virðist hafa hitt á réttan stað með sprautuna blessaður. Ef ekki þá þarf ég að fá aðra eftir 10 daga, en ég held í vonina um að þess þurfi ekki. Finnst verst að geta ekki sinnt gönguferðum og styrktarþjálfun í einhvern tíma, því ef ég kemst ekki reglulega í ræktina þá byrja vöðvaverkirnir að læðast að mér :( Vona að ég þurfi ekki að halda mig frá því of lengi.
Ég hef upplifað það í þessum "veikindum" mínum að það er full vinna að byggja sig upp ef vel á að vera. Væri alveg til í smá lottóvinning, svona um það bil árslaun kannski. Þá tæki ég mér frí frá vinnunni og tæki mér ár í að "laga" mig. Einbeita mér að: styrktar- og þolþjálfun, taka mataræðið algjörlega í gegn, léttast heilan helling og hætta að reykja. Hver veit, kannski rætist óskin...................
Annars er allt gott að frétta af liðinu mínu. Unglingurinn lenti á Íslandi í gær og ætlar að dvelja þar ásamt vini sínum í 10 daga. Heimasætan er að vinna hjá pabba sínum, splæsir, saumar og festir korka eins og herforingi. Í lok næstu viku ætlar hún að skella sér til Englands með kærastanum og tengdaforeldrunum. Sá yngsti dundar sér hér heima og finnst fúlt að fá ekki að vaka allan sólarhringinn þar sem hann er í sumarfríi. Hann er búinn að eignast vin hér í hverfinu, einn sem er nýfluttur hingað og er ári eldri en hann. Þeir leika mikið saman svo það er frábært, verst að þeir eru báðir haldnir sömu tölvuveirunni.
Heimasætan og unglingurinn komust bæði inn í skólana "sína" næsta vetur. En hér er það ekki sjálfgefið að komast áfram 2.veturinn í sama framhaldsskóla, einkunnirnar skipta máli (ert sem betur fer öruggur áfram í sama skólan af 2.ári yfir á 3.ár). Svo þau og foreldrarnir eru alsæl. Unglingurinn heldur áfram á almennri braut og heimasætan fer úr öryggi innflytjendabekksins í venjulegan bekk. Hún valdi sér braut sem heitir Design og handverk, held að það komi til með að eiga vel við hana.
Njótið sumarsins og verið góð hvort við annað.
Ég get, vil og skal :) |
Thursday, May 16, 2013
Setti lækninn út af laginu, næstum því!
Jæja nú var komið að mér að setja lækninn út af laginu. Var búin að setja mér það markmið að láta hann ekki tala mig í kaf í dag blessaðan.
Fann það út eftir síðasta tíma að líklega hefði ég aldrei sagt honum almenninlega hvernig gengi. Hvað ég gerði nákvæmlega hjá sjúkraþjálfanum og hver árangurinn væri í raun og veru, þó helvítis vigtin segði eitthvað annað enda markmið mitt að losna við verkina eins og hægt var og ná upp orku til að koma mér í vinnu. Og hitt má koma á eftir, þ.e að létta mig og hætta að reykja, það er jú hluti af því að ná almenninlegri heilsu að takast á við það. En Róm var ekki byggð á einum degi.
Svo ég hlammaði mér niður í stólinn hjá honum bauð góðan dag og tilkynnti honum að þar sem ég hefði farið frá honum síðast með þá tilfinningu að honum finndist ég ekki gera nóg í mínum málum og þess vegna vildi ég að hann hlustaði á mig núna. Ég ætlaði að segja honum nákvæmlega hvað ég væri búin að gera og hvaða árangri ég væri búin að ná þó vigtin sigi ekki niður á við ennþá. Hann varð pínu hvumsa svo ég sagði að ég reiknaði ekki með því að hann hefði bara ætlað að vera leiðinlegur þetta væri partur af vinnunni hans en nú vildi ég bara fá að tjá mig almenninlega, því mér finndist ég bara búin að vera fjandi dugleg.
Að sjálfsögðu gat manngreyið ekki annað en hlustað á mig eftir þessa ræðu :) Og þegar ég sagði honum hvar nákvæmlega ég væri stödd í þjálfuninni og ferlinu þá varð hann nú bara hissa og ánægður með mig karlanginn.
Ég gerði hann nú samt ekki alveg kjaftstopp því hann sendi mig út með miða með nafni á bók um lágkolvetnafæði. Hann rétti mér miðann og sagði þú ÁTT að kaupa þessa bók!! Ætli sé ekki best að ég hlýði því þó ég sé ekki endilega mjög spennt fyrir því, en það er eflaust margt gott þar sem vert er að tileinka sér í betri matarvenjum.
Ég hlýðna stúlkan fór í bókabúðina og athugaði með bókina sem var ekki til. En ég lét panta hana fyrir mig.
Er ánægð með sjálfa mig, ég stóð með sjálfri mér. Og það er eitthvað svo gott að segja nákvæmlega frá því hvar ég er stödd í þjálfuninni, það gerir það eitthvað svo áþreifanlegt að ég er búin að gera góða hluti þar.
Góðar stundir
Fann það út eftir síðasta tíma að líklega hefði ég aldrei sagt honum almenninlega hvernig gengi. Hvað ég gerði nákvæmlega hjá sjúkraþjálfanum og hver árangurinn væri í raun og veru, þó helvítis vigtin segði eitthvað annað enda markmið mitt að losna við verkina eins og hægt var og ná upp orku til að koma mér í vinnu. Og hitt má koma á eftir, þ.e að létta mig og hætta að reykja, það er jú hluti af því að ná almenninlegri heilsu að takast á við það. En Róm var ekki byggð á einum degi.
Svo ég hlammaði mér niður í stólinn hjá honum bauð góðan dag og tilkynnti honum að þar sem ég hefði farið frá honum síðast með þá tilfinningu að honum finndist ég ekki gera nóg í mínum málum og þess vegna vildi ég að hann hlustaði á mig núna. Ég ætlaði að segja honum nákvæmlega hvað ég væri búin að gera og hvaða árangri ég væri búin að ná þó vigtin sigi ekki niður á við ennþá. Hann varð pínu hvumsa svo ég sagði að ég reiknaði ekki með því að hann hefði bara ætlað að vera leiðinlegur þetta væri partur af vinnunni hans en nú vildi ég bara fá að tjá mig almenninlega, því mér finndist ég bara búin að vera fjandi dugleg.
Að sjálfsögðu gat manngreyið ekki annað en hlustað á mig eftir þessa ræðu :) Og þegar ég sagði honum hvar nákvæmlega ég væri stödd í þjálfuninni og ferlinu þá varð hann nú bara hissa og ánægður með mig karlanginn.
Ég gerði hann nú samt ekki alveg kjaftstopp því hann sendi mig út með miða með nafni á bók um lágkolvetnafæði. Hann rétti mér miðann og sagði þú ÁTT að kaupa þessa bók!! Ætli sé ekki best að ég hlýði því þó ég sé ekki endilega mjög spennt fyrir því, en það er eflaust margt gott þar sem vert er að tileinka sér í betri matarvenjum.
Ég hlýðna stúlkan fór í bókabúðina og athugaði með bókina sem var ekki til. En ég lét panta hana fyrir mig.
Er ánægð með sjálfa mig, ég stóð með sjálfri mér. Og það er eitthvað svo gott að segja nákvæmlega frá því hvar ég er stödd í þjálfuninni, það gerir það eitthvað svo áþreifanlegt að ég er búin að gera góða hluti þar.
Góðar stundir
Wednesday, May 15, 2013
Girði mig í brók
Kvaddi sjúkraþjálfaran minn í morgunn. Síðasti tíminn hjá henni búinn og komið að því að ég haldi út í heiminn (lesist líkamsræktarstöðvar), girði mig í brók og standi á eigin fótum. Það verður erfiðara að halda sér við efnið þegar enginn stendur við hliðina á manni og hvetur mann áfram. En ég SKAL, GET og VIL.
Ég fæ með mér nokkurs konar tilvísun frá sjúkraþjálfanum. Þar sem hún segir hvað ég er að fást við og hvert takmarkið er. Svo mér skilst að ég fái smá stuðning þarna í byrjun.
Tók mig til og mældi ummál hinna ýmsu líkamshluta ásamt því að stíga á minn erkióvin vigtina. Nú ætla ég að vera dugleg að fylgjast með sjálfri mér ;)
Góðar stundir
Thursday, May 9, 2013
Minnistæður dagur fyrir 19 árum
9.maí 1994 er mér ákaflega minnistæður. Þann dag eignaðist ég bróðurson. Ég hef eignast 4 systkinabörn eftir það og þau eru öll með tölu kríli (sum ekki svo mikil kríli enn) sem mér þykir ákaflega vænt um og fæðingardagar þeirra allra eru minnisstæðir. Án þess að ég vilji gera upp á milli þeirra þá varð dagurinn fyrir 19 árum þegar hann Gísli Tjörvi fæddist mér alveg sérstaklega minnistæður. Líklega vegna þess að ég var stödd í sama húsi og hann fæddist í og fékk að sjá hann alveg splunkunýjan. Hér um bil jafn nýjan og börnin mín voru þegar ég leit þau augum í fyrsta sinn (vegna þess að ég þurfti alltaf að vera með smá vesen í mínum fæðingum en það er önnur saga).
Drengurinn fæddist á fæðingarheimili Skjólgarðs á Höfn í Hornafirði. En fæðingarheimilið var í kjallaranum á hjúkrunarheimilinu sem var vinnustaður minn. Þegar ég mætti til vinnu þennan morgun þá vissi ég að það voru merkilegir hlutir að gerast í kjallaranum. Móðuramma Gísla Tjörva var líka í vinnu á sama stað þennan morgunn og ég hef það á tilfinningunni að það hafi ekki endilega verið svo mikið gagn af okkur tveim þennan morguninn. Spennan var mikil og ferðirnar í kjallaran, til að kanna stöðu mála, ófáar.
Mér fannst ég heppin að geta gefið tilvonandi foreldrum faðmlag og sagt við þau hvetjandi orð áður en aðalátökin hæfust. Þetta var svoldið merkileg upplifun, að reyna að vinna vinnuna mína á meðan ég vissi af bróður mínum og mágkonu þarna í kjallaranum (nánast undir fótum mínum) að upplifa stærstu stund lífs síns. Ég hafði sjálf eignast mitt fyrsta barn 9 mánuðum áður og fæðingin gekk frekar brösulega, ekki síst fyrir stelpuskottið mitt (sem ég fékk ekki að halda á í fyrsta sinn fyrr en daginn eftir að hún kom í heiminn) svo kannski voru tilfinningarnar sem ég upplifði þarna miklu sterkari fyrir vikið.
Ég var með fiðrildi í maganum, ég hafði svolitlar áhyggjur af gangi mála í kjallaranum, var allt í lagi, gekk allt vel. En mest var ég þó að fara á límingunum af spenningi og tilhlökkun. Það var erfitt að vera með hugan við vinnuna, vægast sagt. Ég hugsa stundum um það á þessum degi, hvað aumingja tilvonandi amman sem var að vinna með mér gekk í gegnum þennan morgunn fyrir 19 árum, hún hefur líklega verið töluvert stressaðri en ég yfir þessu og spenningurinn enn meiri.
Svo kom að því að við fengum að vita að drengur væri fæddur í kjallaranum. Ég held að ég hafi nú leyft ömmunni að kíkja á drenginn og nýbökuðu foreldrana fyrst ;) En allavega man ég að ég stóð í herbergi fyrir framan fæðingarstofuna spennt að fá að sjá hann, þegar nýbakaður faðirinn, litli bróðir minn sem ekki hafði náð 18 ára aldri, kom fram og við féllumst í faðma. Án allra orða fann ég fyrir spennufalli hans og léttinum í faðmlaginu og gleðinni og hamingjunni í tárunum sem trilluðu niður kinnar hans. Ég gat ekki heldur haldið aftur af tárunum, tilfinningarnar sem fylltu herbergið voru sterkar.
Svo fékk ég að sjá litla fallega undrið sem lá í fangi nýbakaðrar móður. Hann var yndislegur, eins og við mátti búast. Það var svo dásamlegt að fá að upplifa það nákvæmlega svona að verða föðursystir. Fá að upplifa allar þessar sterku og dásamlegu tilfinningar sem tengjast fæðingu barns svona beint í æð. Fá að taka utan um nýbakaða foreldra í tilfinningarússíbananum. Ég kem líklega aldrei til með að gleyma þessum degi, man hann svo ótrúlega vel.
Innilega til hamingju með daginn Gísli Tjörvi, Bjössi og Hrafnhildur.
Við systkinin þrjú með barnahópinn okkar. Yndisleg öll þessi börn og ákaflega vel heppnuð eintök hvert og eitt. |
Tuesday, May 7, 2013
Ráð frá mágkonu
Ákvað að fara eftir ráðum minnar góðu mágkonu Hrafnhildar og tala fallega við sjálfa mig. Svo ég settist niður og hugsaði um hvað ég væri búin að gera til að koma mér á réttan kjöl og ákvað að ég væri bara búin að vera ansi dugleg.
Svo hvað hef ég verið að gera. Jú ég er komin úr því að komast hreinlega ekki upp stigan heima hjá mér (þegar ég var sem "veikust") og í það að ganga 2-3 kílómetra 4-7 sinnum í viku og styrktarþjálfun 3 sinnum í viku!! Já og ég fer í vinnu sirka 2 daga í viku. Þetta er nú bara þó nokkuð til að vera stolt af og ánægð með. Ég er með yndislega unga konu sem sjúkraþjálfara og hún hefur hvatt mig og hjálpað mér mikið. Hún gerði fyrir mig prógramm með styrktaræfingum sem ég get líka gert heima, fer til hennar 1-2 sinnum í viku og en geri æfingarnar heima þess á milli til að þetta telji 3 skipti í viku.
Ég viðurkenni að ég hef ekki orku í mikið meira en þetta. Þannig að í augnablikinu fer lítið fyrir mömmunni, eiginkonunni og áhugamálaranum. Ég sé nú samt til þess að allir fái að borða ;)
Ég finn virkilega að styrktarþjálfunin skilar sínu og vöðvaverkirnir eru minni fyrir vikið. Það er hvatning til að gera æfingarnar og lýsir því kannski best að ég geri æfingarnar heima.
Að koma sér út í göngu hefur stundum verið fjáranum erfiðara, ekki akkúrat það sem manni langar að gera þegar maður finnur til í lærum, lendum, kálfum eða bara hreinlega undir ilinni. Stundum hefur hvert skref verið ansi erfitt. Þrjóskan, hundurinn og fallegt umhverfi hafa þó komið mér í gegnum þetta og ekki síst komið mér af stað. Því það er oft erfiðast að koma sér út um dyrnar.
En maður verður sko ekki svikinn af að ganga hér í
þessu fallega umhverfi. Það er sko bæði nærandi fyrir
sál og líkama. Það sem er best er að ég finn að þessar gönguferðir sem og styrktarþjálfunin eru hægt og sígandi að verða partur af rútínunni og ég er farin að upplifa þörfina fyrir nákvæmlega þetta, þá er allt á réttri leið held ég.
Held meira að segja að ég sé að verða tilbúin til að koma mér inn í líkamsræktarstöð og sjúkraþjálfinn ætlar að aðstoða mig með að útbúa prógramm fyrir mig með hliðsjón af styrktarþjálfun og því að léttast.
Svo jú ég er búin að vera helv.. dugleg. Þó svo tölurnar á vigtinni hafi ekki silast niður á við. Jafnvel þó ég komist ekki ennþá framhjá sælgætishillunum í búðinni án þess að freistast. Þó ég reyki rettu af áfergju eftir góðan göngutúr. Þetta kemur smátt og smátt með stuttum, hægum, ákveðnum skrefum, slatta af þrjósku og vilja til að ná heilsu og orku. Vilja til að eiga orku til að vera mamma, eiginkona, áhugamálari og bara ég sjálf. Vilja til að gera svo margt skemmtilegt.
Mesti stuðningurinn kemur frá mínum góða manni. Hann er kletturinn minn. Hann brosir bara þó að konan sé gjörsamlega orkulaus og eigi lítið til að gefa af sér, þó líf hennar snúist aðalega um það að koma sér út í göngutúr og mæta í vinnu. Hann hvetur mig áfram og síðast en ekki síst þá horfir hann þannig á mig að mér finnst ég æðisleg, og það er ekki svo lítið. Ég til mig lukkunnar pamfíl að hafa hann í lífi mínu.
Ég er bara búin að vera fjári dugleg og er ánægð með það.
Góðar stundir
Svo hvað hef ég verið að gera. Jú ég er komin úr því að komast hreinlega ekki upp stigan heima hjá mér (þegar ég var sem "veikust") og í það að ganga 2-3 kílómetra 4-7 sinnum í viku og styrktarþjálfun 3 sinnum í viku!! Já og ég fer í vinnu sirka 2 daga í viku. Þetta er nú bara þó nokkuð til að vera stolt af og ánægð með. Ég er með yndislega unga konu sem sjúkraþjálfara og hún hefur hvatt mig og hjálpað mér mikið. Hún gerði fyrir mig prógramm með styrktaræfingum sem ég get líka gert heima, fer til hennar 1-2 sinnum í viku og en geri æfingarnar heima þess á milli til að þetta telji 3 skipti í viku.
Ég viðurkenni að ég hef ekki orku í mikið meira en þetta. Þannig að í augnablikinu fer lítið fyrir mömmunni, eiginkonunni og áhugamálaranum. Ég sé nú samt til þess að allir fái að borða ;)
Ég finn virkilega að styrktarþjálfunin skilar sínu og vöðvaverkirnir eru minni fyrir vikið. Það er hvatning til að gera æfingarnar og lýsir því kannski best að ég geri æfingarnar heima.
Að koma sér út í göngu hefur stundum verið fjáranum erfiðara, ekki akkúrat það sem manni langar að gera þegar maður finnur til í lærum, lendum, kálfum eða bara hreinlega undir ilinni. Stundum hefur hvert skref verið ansi erfitt. Þrjóskan, hundurinn og fallegt umhverfi hafa þó komið mér í gegnum þetta og ekki síst komið mér af stað. Því það er oft erfiðast að koma sér út um dyrnar.
En maður verður sko ekki svikinn af að ganga hér í
þessu fallega umhverfi. Það er sko bæði nærandi fyrir
sál og líkama. Það sem er best er að ég finn að þessar gönguferðir sem og styrktarþjálfunin eru hægt og sígandi að verða partur af rútínunni og ég er farin að upplifa þörfina fyrir nákvæmlega þetta, þá er allt á réttri leið held ég.
Held meira að segja að ég sé að verða tilbúin til að koma mér inn í líkamsræktarstöð og sjúkraþjálfinn ætlar að aðstoða mig með að útbúa prógramm fyrir mig með hliðsjón af styrktarþjálfun og því að léttast.
Svo jú ég er búin að vera helv.. dugleg. Þó svo tölurnar á vigtinni hafi ekki silast niður á við. Jafnvel þó ég komist ekki ennþá framhjá sælgætishillunum í búðinni án þess að freistast. Þó ég reyki rettu af áfergju eftir góðan göngutúr. Þetta kemur smátt og smátt með stuttum, hægum, ákveðnum skrefum, slatta af þrjósku og vilja til að ná heilsu og orku. Vilja til að eiga orku til að vera mamma, eiginkona, áhugamálari og bara ég sjálf. Vilja til að gera svo margt skemmtilegt.
Mesti stuðningurinn kemur frá mínum góða manni. Hann er kletturinn minn. Hann brosir bara þó að konan sé gjörsamlega orkulaus og eigi lítið til að gefa af sér, þó líf hennar snúist aðalega um það að koma sér út í göngutúr og mæta í vinnu. Hann hvetur mig áfram og síðast en ekki síst þá horfir hann þannig á mig að mér finnst ég æðisleg, og það er ekki svo lítið. Ég til mig lukkunnar pamfíl að hafa hann í lífi mínu.
Ég er bara búin að vera fjári dugleg og er ánægð með það.
Góðar stundir
Monday, May 6, 2013
Plan um að hafa plön
Ég hef þurft að hitta heimilislækninn minn alltof oft undanfarið. Svo oft að ég er næstum orðin leið á honum blessuðum. Hann er reyndar dálítið kómískur karakter svo ég get nú alltaf glott út í annað eftir að hafa verið hjá honum.
Málið er að ég er enn að vinna mig upp úr veikindunum/áfallinu/kastinu (eða hvað maður á að kalla þetta leiðinda ástand), er ennþá ekki farin að vinna mín 70%. Vinn c.a 40% og er á læknisvottorði hin 30%. Vegna þessa þarf ég að hitta lækninn reglulega, sem er vel, til þess að endurmeta stöðuna. En það felst vanalega í því að ég segi honum hvernig gengur í sjúkraþjálfun og vinnunni, já og bara hvernig gengur að takast á við hverdaginn. Ég vil nú reyna að fá fram hans mat á stöðunni líka, hvað hann telji að sé gott að gera í stöðunni og hvort ég eigi að prófa að vinna meira eða hvort það sé vitleysa. Hann hinsvegar hefur stuttan tíma til að ræða málin (15-20 mín á sjúkling) svo honum finnst ágætt (eða næstum því ágætt) að ég segi honum hvað ég haldi að ég geti í sambandi við vinnuna. Þjálfun er víst mikilvæg og nánast eina meðferðin við vefjagigt (ef ég er með vefjagigt) svo skilaboðin sem ég fæ frá sjúkraþjálfanum og lækninum eru þau að ég þarf að eiga orku afgangs fyrir þjálfunina (ég finn vel að þjálfunin er að gera mjög mikið fyrir mig). Svo doktornum finnst ágætt ef ég segi bara hvað mér finnst. Undanfarið hefur hann átt það til að skella á mig erfiðum spurningum svona rétt í lok tímans, spurningum sem setja mig pínu út af laginu stundum.
Núna síðast henti hann mér á vigtina, rétt í lok tímans og því er nú andskotans ver og miður að hún hafði ekki sigið niður á við um gramm síðan í janúar helvísk. Svo spurði hann hvaða plön hefur þú varðandi það að léttast. Ég hinn týpíski átfíkill, var næstum stokkinn á hann í þeim eina tilgangi að lúskra á honum allhressilega. Andskotinn var að manninum, mín einu plön undanfarið hafa verið að stunda þjálfunina hjá sjúkrþjálfanum og gera æfingarnar heima sem hún hefur kennt mér, ásamt því að fara í göngutúra (nánast á hverjum degi) og koma mér í það ástand að geta mætt í vinnu sómasamlega. Já, og vera mamma og eiginkona og allt það. Svo þó að ég viti að ég þarf að léttast um tugi kílóa (og hefði þurft þess fyrir löngu síðan) og að það mun bara bæta ástand mitt þá hef ég ekki akkúrat verið að hugsa um það nákvæmlega núna.
Í stað þess að segja nákvæmlega þetta við aumingja lækninn (sem ég veit að bara vill vel) þá muldraði ég ofan í bringuna á mér að ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað og ég vissi líka vel hvað.......Mér láðist hinsvegar að segja manninum að ég væri gasalega ánægð með sjálfa mig ef plön mín um að komast fram hjá nammihillunni í búðinni án þess að fylla körfuna af gotteríi (sem ég æti svo flýti áður en ég kæmi heim svo ég þyrfti ekki að gefa með mér) gengju eftir.
Týpísk ég að geta ekki staðið með sjálfri mér og sagt að ég væri bara það mikill fíkill að nákvæmlega núna væri nóg fyrir mig að takast á við það að koma þjálfun og hreyfingu inn í rútínuna mína og þegar það væri orðið sjálfsagt fyrir mig gæti ég tekist á við hitt. Nei, nei, muldraði bara ég veit, ég veit. Svo svona til að toppa daginn þá hélt hann áfram að vinna vinnuna sína og fór að ræða reykingar og hvaða plön ég hafði varðandi þær.....................Nei hættu nú alveg hugsaði ég og blótaði í huganum, þurfti hann nú endilega að vinna vinnuna sína extra vel í dag. Hann bauð mér aðstoð sína í að hætta en sagði í leiðinni þú verður að vera tilbúin og upplögð. Svo í staðinn fyrir að segja mig langar að verða frísk, léttast og hætta að reykja en ég bara get ekki tekist á við það allt í einu, því þá gefst ég upp og tekst ekkert af þessu. Þá sagði ég, má ég hugsa málið þar til við hittumst næst.....
Manngreyið var bara að vinna sína vinnu, nákvæmlega eins og hann á að gera (var einmitt búin að vera að velta því fyrir mér af hverju hann væri ekkert búinn að spurja út í reykingar). Ég strunsaði hinsvegar fúl út frá honum og vildi bara vera látin í friði með mína vankanta og lesti. Týpískur fíkill jamm,jamm.
Ég hef hugsað mikið og veit að ég get ekki tekist á við þetta allt á einu bretti. Ég þarf að byrja á einu í einu og ná nokkuð góðum tökum á því áður en ég helli mér í það næsta. Ég dauðskammast mín líka fyrir það að vera REYKJANDI HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Í YFIRVIGT, það er eitthvað sem bara passar ekki.
Svo nú hef ég ákveðið að vera með plön um plön þegar ég mæti hjá honum næst.
Fyrsta mál á dagskrá er að koma þjálfuninni/hreyfingunni í góða rútínu, er á góðri leið með það. Er með æðislega sjúkraþjálfara sem hefur leiðbeint mér vel og núna þegar ég tel mig tilbúna að fara að þjálfa í líkamsræktarstöð þá hefur hún boðist til að fara með mér fyrsta daginn og koma mér af stað. Ætlar að leiðbeina mér með æfingarnar sem ég nota núna, þ.e búa til prógramm fyrir mig með það í huga að léttast líka ekki bara styrkjast.
Annað mál á dagskrá. Er sem sagt að takast á við mataræðið eða aðalega sykur og sætindafíkn. Mataræðið er í sjálfu sér ekki svo slæmt. Þarf aðeins að taka til í narti og þessari sykurfíkn. Og vonandi þegar þjálfun og það leggst saman að byrja að léttast.
Þriðja mál á dagskrá, þegar annað er komið nokkuð vel í gang (vonandi í haust) verður að þyggja aðstoðina frá mínum velviljaða heimilislækni (sem vinnur vinnuna sína) við að hætta að reykja.
Fjórða mál á dagskrá var eiginlega að verða hávaxin en sá fram á að það gæti orðið andsk.. erfitt og tímafrekt svo ég felli þau plön út af dagskrá.
Mér finnst þessi plön mín um að hafa plön bara hljóma nokkuð vel og þessi plön um plön líta sæmilega út á prenti. Svo var partur af plönunum að gaspra þessu út yfir alheim sem væri kannski ákveðið aðhald í að standa við plönuð plön.
Góðar stundir.
Bestu kveðjur frá reykjandi hjúkrunarfræðingi í yfirvigt, sem stefnir á að verða "bara" hjúkrunarfræðingur í fyllingu tímans.
Málið er að ég er enn að vinna mig upp úr veikindunum/áfallinu/kastinu (eða hvað maður á að kalla þetta leiðinda ástand), er ennþá ekki farin að vinna mín 70%. Vinn c.a 40% og er á læknisvottorði hin 30%. Vegna þessa þarf ég að hitta lækninn reglulega, sem er vel, til þess að endurmeta stöðuna. En það felst vanalega í því að ég segi honum hvernig gengur í sjúkraþjálfun og vinnunni, já og bara hvernig gengur að takast á við hverdaginn. Ég vil nú reyna að fá fram hans mat á stöðunni líka, hvað hann telji að sé gott að gera í stöðunni og hvort ég eigi að prófa að vinna meira eða hvort það sé vitleysa. Hann hinsvegar hefur stuttan tíma til að ræða málin (15-20 mín á sjúkling) svo honum finnst ágætt (eða næstum því ágætt) að ég segi honum hvað ég haldi að ég geti í sambandi við vinnuna. Þjálfun er víst mikilvæg og nánast eina meðferðin við vefjagigt (ef ég er með vefjagigt) svo skilaboðin sem ég fæ frá sjúkraþjálfanum og lækninum eru þau að ég þarf að eiga orku afgangs fyrir þjálfunina (ég finn vel að þjálfunin er að gera mjög mikið fyrir mig). Svo doktornum finnst ágætt ef ég segi bara hvað mér finnst. Undanfarið hefur hann átt það til að skella á mig erfiðum spurningum svona rétt í lok tímans, spurningum sem setja mig pínu út af laginu stundum.
Núna síðast henti hann mér á vigtina, rétt í lok tímans og því er nú andskotans ver og miður að hún hafði ekki sigið niður á við um gramm síðan í janúar helvísk. Svo spurði hann hvaða plön hefur þú varðandi það að léttast. Ég hinn týpíski átfíkill, var næstum stokkinn á hann í þeim eina tilgangi að lúskra á honum allhressilega. Andskotinn var að manninum, mín einu plön undanfarið hafa verið að stunda þjálfunina hjá sjúkrþjálfanum og gera æfingarnar heima sem hún hefur kennt mér, ásamt því að fara í göngutúra (nánast á hverjum degi) og koma mér í það ástand að geta mætt í vinnu sómasamlega. Já, og vera mamma og eiginkona og allt það. Svo þó að ég viti að ég þarf að léttast um tugi kílóa (og hefði þurft þess fyrir löngu síðan) og að það mun bara bæta ástand mitt þá hef ég ekki akkúrat verið að hugsa um það nákvæmlega núna.
Í stað þess að segja nákvæmlega þetta við aumingja lækninn (sem ég veit að bara vill vel) þá muldraði ég ofan í bringuna á mér að ég vissi að ég þyrfti að gera eitthvað og ég vissi líka vel hvað.......Mér láðist hinsvegar að segja manninum að ég væri gasalega ánægð með sjálfa mig ef plön mín um að komast fram hjá nammihillunni í búðinni án þess að fylla körfuna af gotteríi (sem ég æti svo flýti áður en ég kæmi heim svo ég þyrfti ekki að gefa með mér) gengju eftir.
Týpísk ég að geta ekki staðið með sjálfri mér og sagt að ég væri bara það mikill fíkill að nákvæmlega núna væri nóg fyrir mig að takast á við það að koma þjálfun og hreyfingu inn í rútínuna mína og þegar það væri orðið sjálfsagt fyrir mig gæti ég tekist á við hitt. Nei, nei, muldraði bara ég veit, ég veit. Svo svona til að toppa daginn þá hélt hann áfram að vinna vinnuna sína og fór að ræða reykingar og hvaða plön ég hafði varðandi þær.....................Nei hættu nú alveg hugsaði ég og blótaði í huganum, þurfti hann nú endilega að vinna vinnuna sína extra vel í dag. Hann bauð mér aðstoð sína í að hætta en sagði í leiðinni þú verður að vera tilbúin og upplögð. Svo í staðinn fyrir að segja mig langar að verða frísk, léttast og hætta að reykja en ég bara get ekki tekist á við það allt í einu, því þá gefst ég upp og tekst ekkert af þessu. Þá sagði ég, má ég hugsa málið þar til við hittumst næst.....
Manngreyið var bara að vinna sína vinnu, nákvæmlega eins og hann á að gera (var einmitt búin að vera að velta því fyrir mér af hverju hann væri ekkert búinn að spurja út í reykingar). Ég strunsaði hinsvegar fúl út frá honum og vildi bara vera látin í friði með mína vankanta og lesti. Týpískur fíkill jamm,jamm.
Ég hef hugsað mikið og veit að ég get ekki tekist á við þetta allt á einu bretti. Ég þarf að byrja á einu í einu og ná nokkuð góðum tökum á því áður en ég helli mér í það næsta. Ég dauðskammast mín líka fyrir það að vera REYKJANDI HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Í YFIRVIGT, það er eitthvað sem bara passar ekki.
Svo nú hef ég ákveðið að vera með plön um plön þegar ég mæti hjá honum næst.
Fyrsta mál á dagskrá er að koma þjálfuninni/hreyfingunni í góða rútínu, er á góðri leið með það. Er með æðislega sjúkraþjálfara sem hefur leiðbeint mér vel og núna þegar ég tel mig tilbúna að fara að þjálfa í líkamsræktarstöð þá hefur hún boðist til að fara með mér fyrsta daginn og koma mér af stað. Ætlar að leiðbeina mér með æfingarnar sem ég nota núna, þ.e búa til prógramm fyrir mig með það í huga að léttast líka ekki bara styrkjast.
Annað mál á dagskrá. Er sem sagt að takast á við mataræðið eða aðalega sykur og sætindafíkn. Mataræðið er í sjálfu sér ekki svo slæmt. Þarf aðeins að taka til í narti og þessari sykurfíkn. Og vonandi þegar þjálfun og það leggst saman að byrja að léttast.
Þriðja mál á dagskrá, þegar annað er komið nokkuð vel í gang (vonandi í haust) verður að þyggja aðstoðina frá mínum velviljaða heimilislækni (sem vinnur vinnuna sína) við að hætta að reykja.
Fjórða mál á dagskrá var eiginlega að verða hávaxin en sá fram á að það gæti orðið andsk.. erfitt og tímafrekt svo ég felli þau plön út af dagskrá.
Mér finnst þessi plön mín um að hafa plön bara hljóma nokkuð vel og þessi plön um plön líta sæmilega út á prenti. Svo var partur af plönunum að gaspra þessu út yfir alheim sem væri kannski ákveðið aðhald í að standa við plönuð plön.
Góðar stundir.
Bestu kveðjur frá reykjandi hjúkrunarfræðingi í yfirvigt, sem stefnir á að verða "bara" hjúkrunarfræðingur í fyllingu tímans.
Saturday, February 23, 2013
Vonbrigði
Ég fór full eftirvæntingar í vinnuna á fimmtudaginn. Fyrsti vinnudagur eftir að vera búin að vera frá vinnu í næstum 4 vikur. Hlakkaði til að hitta íbúa hjúkrunarheimilisins og samstarfsfólk mitt. Hlakkaði til að verða til gagns. Það er nefnilega eitthvað við það að vinna, að vera til gagns, sem maður kannski uppgötvar enn betur þegar maður getur ekki unnið.
Ég get svo sem viðurkennt að ég fann að skrokkurinn var ekki fullkomlega eins og hann á að sér að vera og þó ég væri full eftirvæntingar þá var þarna smá kvíði einhver staðar í felum á bak við eftirvæntinguna.
Eins og venjulega var mikið að gera, og eiginlega extra mikið að gera þar sem einn íbúinn var lasinn. Þar sem starfsfólkið var á meiri þönum en venjulega þá verða íbúarnir órólegir. Þannig að vaktin varð þannig að ég settist ekki niður fyrr en kl 21:30 til að skrifa rapport, sorrý ég lýg því, ég náði að setjast niður í c.a 5 mín um 20:30 til þess að borða rúnstykkið mitt.
Þegar vaktin var búin, þá varð ég að kyngja því að ég væri líklega ekki að fara á fullt í mitt 70% stöðugildi. Ég var bara búin á því og þegar leið á kvöldið og nóttina var skrokkurinn undirlagður af verkjum. Ég varð svekt, sár, og kannski mest reið.
Eftir svefnlitla nótt fór ég á fund með deildarstjóranum mínum og við komumst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að það væri sennilega lítið vit í því að ég reyndi að tækla þessa 70% vinnu, svo á mánudag þá á ég tíma hjá heimilislækninum og það er spurning hvað kemur út úr þeim fundi. Hvort ég verði í veikindaleyfi að hluta, þ.e vinn kannski 30-40% af stöðunni minni og verði í veikindaleyfi restina í einhvern tíma eða hvort ég verði bara að lúffa og bíta í það súra að ég geti þetta ekki.
Ég er bara ekki tilbúin að kyngja því að ég geti ekki unnið vinnuna sem ég elska. Ég vil trúa því að ég verði betri í skrokknum og geti haldið þessu áfram.
Ég er að reyna að vera jákvæð og ég held meira að segja að mér takist það að mestu leiti. Stundum hefur það samt verið fjandi erfitt og neikvæðnin hellist yfir mig. Það er bara ótrúlegt hvað verkir geta dregið úr manni alla orku. Ég hef átt verkjalausa daga og það er gott, líka næstum verkjalausa daga og svo daga þar sem verkirnir víkja ekki frá mér. Þetta er kannski ekki óbærilegir verkir, en þeir eru þarna alltaf og veita engan grið.
Kannski það sé lýsandi fyrir hvernig mér hefur liðið, þá hef ég ekki gert rassgat í þessar vikur sem ég hef verið heima. Ég hef ekki tekið upp pensil og málað mynd, ég hef ekki saumað. Ég kláraði reyndar lopapeysuna mína. Ég hef farið út að ganga, nánast á hverjum degi og lítið annað.
Það jákvæða er að ég get nýtt mér þessa reynslu í hjúkrun. Held að það sé bara gott fyrir þá sem annast sjúka að hafa upplifað það að vera veikur og finna til.
Þó að ég hafi þurft að tuða smá og skrifa mig frá pirringnum þá þýðir það ekki að ég ætli að gefast upp, alls ekki. Ég er Íslendingur og bít á jaxlinn og þrjóskast áfram, eða nei, kannski var ég búin að gera það of lengi og er þess vegna í þessari stöðu sem ég er í núna. Allt í lagi, en ég gefst ekki upp, ætla að vinna í mínum málum. Læra að takast á við þetta og lifa lífinu brosandi út að eyrum. Hlutirnir gætu verið verri, ekki satt.
Hætt að væla.
Njótið andartaksins og alls þess sem góða sem í kringum ykkur er. Njótið þess að vera til núna. Við vitum aldrei hvenær lífið tekur u-beygju og ég held að allt það góða og skemmtilega sem maður hefur upplifað ásamt öllu því sem maður hefur áorkað geri mann hæfari til að takast á við u-beygjurnar. Já og ekki gleyma að fjölskylda og vinir eru stór þáttur af lífinu og algjörlega ómissandi að vera í góðu sambandi við fólkið sitt.
Góðar stundir.
Ég get svo sem viðurkennt að ég fann að skrokkurinn var ekki fullkomlega eins og hann á að sér að vera og þó ég væri full eftirvæntingar þá var þarna smá kvíði einhver staðar í felum á bak við eftirvæntinguna.
Eins og venjulega var mikið að gera, og eiginlega extra mikið að gera þar sem einn íbúinn var lasinn. Þar sem starfsfólkið var á meiri þönum en venjulega þá verða íbúarnir órólegir. Þannig að vaktin varð þannig að ég settist ekki niður fyrr en kl 21:30 til að skrifa rapport, sorrý ég lýg því, ég náði að setjast niður í c.a 5 mín um 20:30 til þess að borða rúnstykkið mitt.
Þegar vaktin var búin, þá varð ég að kyngja því að ég væri líklega ekki að fara á fullt í mitt 70% stöðugildi. Ég var bara búin á því og þegar leið á kvöldið og nóttina var skrokkurinn undirlagður af verkjum. Ég varð svekt, sár, og kannski mest reið.
Eftir svefnlitla nótt fór ég á fund með deildarstjóranum mínum og við komumst sameiginlega að þeirri niðurstöðu að það væri sennilega lítið vit í því að ég reyndi að tækla þessa 70% vinnu, svo á mánudag þá á ég tíma hjá heimilislækninum og það er spurning hvað kemur út úr þeim fundi. Hvort ég verði í veikindaleyfi að hluta, þ.e vinn kannski 30-40% af stöðunni minni og verði í veikindaleyfi restina í einhvern tíma eða hvort ég verði bara að lúffa og bíta í það súra að ég geti þetta ekki.
Ég er bara ekki tilbúin að kyngja því að ég geti ekki unnið vinnuna sem ég elska. Ég vil trúa því að ég verði betri í skrokknum og geti haldið þessu áfram.
Ég er að reyna að vera jákvæð og ég held meira að segja að mér takist það að mestu leiti. Stundum hefur það samt verið fjandi erfitt og neikvæðnin hellist yfir mig. Það er bara ótrúlegt hvað verkir geta dregið úr manni alla orku. Ég hef átt verkjalausa daga og það er gott, líka næstum verkjalausa daga og svo daga þar sem verkirnir víkja ekki frá mér. Þetta er kannski ekki óbærilegir verkir, en þeir eru þarna alltaf og veita engan grið.
Kannski það sé lýsandi fyrir hvernig mér hefur liðið, þá hef ég ekki gert rassgat í þessar vikur sem ég hef verið heima. Ég hef ekki tekið upp pensil og málað mynd, ég hef ekki saumað. Ég kláraði reyndar lopapeysuna mína. Ég hef farið út að ganga, nánast á hverjum degi og lítið annað.
Það jákvæða er að ég get nýtt mér þessa reynslu í hjúkrun. Held að það sé bara gott fyrir þá sem annast sjúka að hafa upplifað það að vera veikur og finna til.
Þó að ég hafi þurft að tuða smá og skrifa mig frá pirringnum þá þýðir það ekki að ég ætli að gefast upp, alls ekki. Ég er Íslendingur og bít á jaxlinn og þrjóskast áfram, eða nei, kannski var ég búin að gera það of lengi og er þess vegna í þessari stöðu sem ég er í núna. Allt í lagi, en ég gefst ekki upp, ætla að vinna í mínum málum. Læra að takast á við þetta og lifa lífinu brosandi út að eyrum. Hlutirnir gætu verið verri, ekki satt.
Hætt að væla.
Njótið andartaksins og alls þess sem góða sem í kringum ykkur er. Njótið þess að vera til núna. Við vitum aldrei hvenær lífið tekur u-beygju og ég held að allt það góða og skemmtilega sem maður hefur upplifað ásamt öllu því sem maður hefur áorkað geri mann hæfari til að takast á við u-beygjurnar. Já og ekki gleyma að fjölskylda og vinir eru stór þáttur af lífinu og algjörlega ómissandi að vera í góðu sambandi við fólkið sitt.
Góðar stundir.
Saturday, February 2, 2013
Þegar skrokkurinn segir stopp fer hugurinn á fullt
Svona áður en ég kem að því sem fyrirsögnin vísar til þá ætla ég að kynna ykkur fyrir Tuma.
Tumi flutti til okkar 18.janúar, vegna ofnæmis sem kom upp hjá fyrrverandi eigendum. Tumi er alveg sérstaklega prúður og góður hundur. Hann hefur heldur betur fangað hjörtu okkar nýju fósturfjölskyldunnar.
En nú að því sem fyrirsögnin vísar til. Ég er búin að vera frá vinnu síðastliðna viku vegna þess að líkaminn hefur verið í hálfgerðu verkfalli. Ég hef verið orkulaus og með verki um allan skrokk, svo dagarnir hafa eiginlega bara farið í það að sitja og stara út í loftið, þannig lagað séð. Tumi hefur þó séð til þess að ég hef farið í göngutúra hér um bil á hverjum degi. Án hans hefði ég sennilega myglað. Það hefur þó verið þannig að það hefur þurft átök til að koma mér út en mikið ofboðslega hefur það verið gott fyrir líkama og sál þó ég hafi ekki átt orku í neitt meira það sem eftir var dags. Hugsa samt að Tuma hafi ekki fundist þessir göngutúrar neitt sérlega skemmtilegir enda hefur frúin farið yfir á hraða skjaldbökunnar, en hann hefur verið ótrúlega þolinmóður og skilningsríkur við mig blessaður.
Í þessu aðgerðarleysi hefur hugurinn verið á flugi. Óhjákvæmilega hef ég velt því fyrir mér hvað sé eiginlega í gangi með mig, hvort ástandið komi til með að skána, hvort grunur minn og læknisins sé réttur að það sé vefjagigt sem plagar mig. Hvort ég hreinlega eigi eftir að halda það út í vinnunni minni, þar sem líkamlegt álag er þó nokkuð eða hvort ég þurfi að fara að velta fyrir mér öðru starfsumhverfi. Ég fæ hnút í magan við þá tilhugsun. Ég hef þó sérstaklega mikinn áhuga á sárum og gæti vel hugsað mér að starfa eitthvað á þeim vettvangi en þá þyrfti ég að öllum líkindum að sækja vinnu inn í Bergen og eyða ansi löngum tíma í umferðarteppu á hverjum degi, finnst það voða lítið freistandi.
Hugurinn hefur líka sent mig inn í heim dagdrauma. Mig hefur dreymt um jarðskika, niður við sjó, krúttlegt hús og góða hlöðu eða útihús. Jebb ég er ekkert að grínast. Sé fyrir mér gallerí í hlöðunni/útihúsinu, aðstöðu til að mála og sauma, jafnvel selja og kynna íslenska hönnun. Kannski selja gistingu, þegar ég nenni ;)
Hver veit kannski rætist draumurinn einn góðan veðurdag. Það kostar ekkert að láta sig dreyma.
Góðar stundir
Subscribe to:
Posts (Atom)