Jæja þá er fríið búið, ég og krakkarnir höldum til Íslands á morgun. Fljúgum frá Bergen rúmlega 10 í fyrramálið. Dagarnir hér hafa verið ljúfir. Notalegar og umfram allt skemmtilegar samverustundir með eiginmanni og börnum, það er ómetanlegt.
Á Íslandi tekur við sama brjálæðið og áður, verkefnavinna og launavinna. Lokaverkefnisskil eru 12.maí og það er nokkuð langt í land ennþá. Ég verð bara að vona að börnin hafi fengið nóga samveru við móður sína því ég reikna ekki með að þau sjái mikið af henni næstu vikur. Þetta verður púsl, þar sem mamma og pabbi eru ekki heima og heimasætan í vinnu. En þetta reddast einhvern veginn, það gerir það alltaf.
Mér finnst skrítið að segja þetta en mig langar ekki heim. Hér hafa dagarnir liðið í algjöru áhyggjuleysi og tómri gleði, nenni ekki í pússlið og álagið aftur. En ekkert væl, ef ég ætla að útskrifast þá þarf að spíta í lófana og hana nú. Heim vil ek, að klára það sem þarf að klára......
Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Friday, April 22, 2011
Wednesday, April 20, 2011
Skemmtilegir dagar
Við höfum aldeilis haft það notalegt hér hjá heimilisföðurnum. Veðrið hefur leikið við okkur, ekki hægt að segja annað. Fengum rigningu fyrsta daginn en síðan hefur verið mjög gott veður. Ekki sól alveg alla daga en það er líka allt í lagi. Í dag fengum við glampandi sól og hita, fórum upp á Flöyen sem er næst hæsta fjall Bergen og þar er skemmtilegt útivistarsvæði og útsýnisstaður. Þarna uppi var rúmlega 20 stiga hiti og ekki er nú hægt að kvarta yfir svoleiðis dásemd. Síðan röltum við aðeins um miðbæinn og höfðum það huggulegt, já og heimasætan þurfti aðeins að bregða sér í Mollið á Straumey þegar heim var komið.
Hef ekki gert neitt stórkostlegt af mér nema að bjóða upp á léttsaltaðan þorsk í matinn, sem er ekki í frásögur færandi nema ég steikti hann upp úr raspi ;) taldi mig hafa keypt brakandi ný þorskflök í fiskborðinu voða stollt af sjálfri mér. Set hér með nokkrar myndir til gamans.
Hafið það nú huggulegt og njótið páskahelgarinnar.
Hef ekki gert neitt stórkostlegt af mér nema að bjóða upp á léttsaltaðan þorsk í matinn, sem er ekki í frásögur færandi nema ég steikti hann upp úr raspi ;) taldi mig hafa keypt brakandi ný þorskflök í fiskborðinu voða stollt af sjálfri mér. Set hér með nokkrar myndir til gamans.
Selirnir í sædýrasafninu léku listir og voru voða sætir
Köngulærnar voru ekki eins sætar og selirnir en áhugaverðar samt.
Björninn var flottur og mjúkur en alveg steindauður ;)
Mörgæsirnar eru skemmtilegar og gaman að fylgjast með þeim.
Fallegustu börnin
Það var eitthvað smá hægt að sulla og leika sér hér
Rosalega myndarlegur maður
Þessi fær aldrei nóg af því að príla
Hittum þetta tröll uppi á Flöyen, Yrsa harðneitaði að vera með á mynd, fannst það of túristalegt :)
Þetta lét hún nú samt hafa sig út í
Borðuðum nestið og nutum útsýnis yfir Bergen
Svona er nú frúin kát
Verið að fíflast eitthvað
Litli apakötturinn fór létt með þetta og fór alla leið
Sá stóri komst hinsvegar ekki langt
Þessi er úr sædýrasafninu
Sunday, April 17, 2011
Sædýrasafnið
Eyddum deginum í sædýrasafninu. Gott að geta dundað sér við að skoða litfagra fiska, já og líka ófrýnilega, svona í riginingunni. Selirnir voru flottir og léku listir sínar fyrir okkur. Mörgæsirnar voru líka voða sætar. Verst fannst okkur að hluti safnsins er lokaður vegna breytinga eða viðhalds en þá er líka ástæða til að kíkja þangað aftur ;) Fáfni Frey fannst mjög asnalegt að sjá bæði apa og köngulær á þessu sædýrasafni, fannst þetta bara mjög kjánalegt þar sem ekki er um sædýr að ræða. Annars var hann aðalega í því að leita að spurningum um allt safn, það var einhver leikur í gangi og átti að finna spurningar hingað og þangað um safnið og svara þeim, svo á að draga úr réttum svörum einhvern tíma um páskana held ég. Okkur gekk ágætlega að skilja spurningarnar og sæmilega að svara ;)
Á leiðinni í sædýrasafnið fórum við í gegnum sex jarðgöng og var peyinn sem venjulega er spenntur fyrir jarðgöngum farinn að segja "nei, ekki aftur" :)
Á heimleiðinni bauð Nökkvi okkur smá rúnt til að sýna Darra Snæ golfvöllinn og æfingasvæðið. Darra Snæ leist ágætlega á en heimasætunni fannst þessir vegir bara alls ekki boðlegir, svona einbreiðir og í allavega sikk,sakki bæði upp og niður í móti. Reglulega heyrðist að þetta væri klikkun ;)
Eldri börnin hafa mikið rætt um gæludýraeign í dag. Yrsu Líf langar í hund og loðinn kött og Nemo og Dóru fiska. Darra Snæ langar hins vegar í gælubroddgölt sem á að heita Brjánn!! Nökkvi fór með þessi gæludýrasjúku í gönguferð í kvöld en því miður rákust þau ekki á Brján. Annars svona ykkur að segja þá held ég að gæludýradagar mínir séu taldir fyrir fullt og allt.
Heimasætunni þyrstir í að skoða í búðir, lánsupphæð hefur reyndar ekki verið ákveðin, en ætli sé ekki rétt að svala búðarþorsta hennar eitthvað á morgun.
Vona að við fáum blíðu á morgun. Ekki það að bleika regnhlífin fer mér bara vel sko en er alveg til í að gefa henni frí í nokkra daga ;)
Ha det bra.......
Á leiðinni í sædýrasafnið fórum við í gegnum sex jarðgöng og var peyinn sem venjulega er spenntur fyrir jarðgöngum farinn að segja "nei, ekki aftur" :)
Á heimleiðinni bauð Nökkvi okkur smá rúnt til að sýna Darra Snæ golfvöllinn og æfingasvæðið. Darra Snæ leist ágætlega á en heimasætunni fannst þessir vegir bara alls ekki boðlegir, svona einbreiðir og í allavega sikk,sakki bæði upp og niður í móti. Reglulega heyrðist að þetta væri klikkun ;)
Eldri börnin hafa mikið rætt um gæludýraeign í dag. Yrsu Líf langar í hund og loðinn kött og Nemo og Dóru fiska. Darra Snæ langar hins vegar í gælubroddgölt sem á að heita Brjánn!! Nökkvi fór með þessi gæludýrasjúku í gönguferð í kvöld en því miður rákust þau ekki á Brján. Annars svona ykkur að segja þá held ég að gæludýradagar mínir séu taldir fyrir fullt og allt.
Heimasætunni þyrstir í að skoða í búðir, lánsupphæð hefur reyndar ekki verið ákveðin, en ætli sé ekki rétt að svala búðarþorsta hennar eitthvað á morgun.
Vona að við fáum blíðu á morgun. Ekki það að bleika regnhlífin fer mér bara vel sko en er alveg til í að gefa henni frí í nokkra daga ;)
Ha det bra.......
Á leið í Noregsheimsókn
Við krakkarnir ásamt tengdamömmu lögðum af stað frá Höfn til Reykjavíkur á föstudagsmorgun í leiðindaveðri. Ferðin til Reykjavíkur gekk ljómandi vel. Skiluðum tengdamömmu af okkur og héldum svo í pizzaveislu til mömmu og pabba á Sólvallagötuna. Þegar leið að háttatíma var spennan farin að magnast hjá þeim yngsta og honum gekk ekkert voðalega vel að sofna, sofnaði ekki fyrr en rúmlega miðnætti. Klukkan fjögur var liðið ræst til að leggja af stað í langferð.
Í Keflavík komst ég að því að það er ekkert sniðugt að leggja upp í langferð og eiga ekki kreditkort, ég gat sem sagt ekki fundið stæði fyrir bílinn því ég átti ekki kreditkort til að borga fyrir stæðið. Maginn fór í hnút þar sem ég var búin að henda krökkunum út með farangurinn og þarna rúntaði ég um hring eftir hring, frábært! Ég endaði á því að skilja bílinn eftir þar sem maður affermir bílana, og vonaði bara að bílageymsluaðilarnir hirtu hann þar en ekki löggan (svona ykkur að segja þá gekk það eftir).
Smá stress svona í upphafi var alls ekki ávísun á það sem koma skildi. Það gekk allt ljómandi vel eftir þetta, Yrsa þurfti reyndar að sjá á eftir ilmvatninu sínu í ruslið í öryggiseftirlitinu og öll öryggishlið sem ég átti eftir að fara í gegnum píptu hátt og snjallt á mig. Ástæðan var brjóstahaldarinn minn, spurning um að vera bara með allt frjálst á leiðinni heim. Einnig komst ég að því að ég er minni pæja en ég hélt og reynslunni ríkari mun ég ekki þramma um flugstöðvarbyggingar í hælaháum skóm framar.
Fyrsti áfangi var rúmlega 2. klst flug til Osló. Afþreyingakerfið stytti Fáfni Frey stundir á leiðinni, þetta er algjör snilld. Ég var búin að heyra að ég gæti ekki notað eigin headphones í þetta heldur þyrfti að kaupa í vélinni, en það er rugl það er vel hægt. Við komumst stórslysalaust í gegnum tollinn fengum okkur smá að borða og kíktum aðeins út í sólina sem skein glatt í höfuðborg Noregs. Ég var búin að hafa áhyggjur af því að ég mundi villast í flugstöðinni en það voru óþarfa áhyggjur, ekkert mál að finna innanlandsflugið og tékka sig inn. Þegar við vorum komin í gegnum öryggiseftirlitið var ekki laust við að ég andaði léttar því ég var með svakalegt magn af gjaldeyri í handtöskunni og var búin að óttast að menn vildu fá einhverjar skýringar á þessu magni af peningum, héldu kannski að ég væri eiturlyfjasali eða eitthvað, sá fyrir mér gúmmíhanska smella á hendi..................
Flugið til Bergen tók 40 mín. Við hliðina á okkur sat íslensk kona sem spjallaði mikið, hún spilar í Sinfóníunni og var ennþá hugfanginn eftir að hafa spilað í Hörpunni. Spjallið stytti okkur mínúturnar sem liðu hratt og áður en við vissum af vorum við komin í fangið á Nökkva, og mikið var það ljúft.
Bergen tók á móti okkur með rigningu og bóndinn var búinn að kaupa bleika regnhlíf handa frúnni sinni (held reyndar að hann hafi bara langað í hana sjálfum). Fáfni Frey fannst merkilegt að á leiðinni "heim" keyrðum við í gegnum fjögur jarðgöng. Á leiðinni upp í hverfi höfðu eldri börnin orð á því að þetta væri bara eins og að keyra upp í Lón (Stafafellsfjöll) nema vegurinn væri bara malbikaður.
Okkur líst ljómandi vel á íbúðina og börnin búin að eigna sér herbergi. Við tékkuðum líka á mollinu þegar við fórum að kaupa í matinn og heimasætan varð hugfangin og er búin að leggja inn umsókn hjá foreldrunum um lán.
Sunnudagsmorgun tók á móti okkur með grenjandi rigningu, sem er þó nokkurn vegin lóðrétt sem er vissulega kostur. Veðurspáin lofar hins vegar blíðu í næstu daga og ég vona svo sannarlega að hún standi við það. Við hjónin erum að kubba með þeim yngsta og bíða eftir að eldri börnin vakni. Erum jafnvel að spá í að kíkja í Sædýrasafnið í dag. En umfram allt ætlum við bara að njóta þess að vera saman.
Hafið það gott, það ætla ég að gera.
Í Keflavík komst ég að því að það er ekkert sniðugt að leggja upp í langferð og eiga ekki kreditkort, ég gat sem sagt ekki fundið stæði fyrir bílinn því ég átti ekki kreditkort til að borga fyrir stæðið. Maginn fór í hnút þar sem ég var búin að henda krökkunum út með farangurinn og þarna rúntaði ég um hring eftir hring, frábært! Ég endaði á því að skilja bílinn eftir þar sem maður affermir bílana, og vonaði bara að bílageymsluaðilarnir hirtu hann þar en ekki löggan (svona ykkur að segja þá gekk það eftir).
Smá stress svona í upphafi var alls ekki ávísun á það sem koma skildi. Það gekk allt ljómandi vel eftir þetta, Yrsa þurfti reyndar að sjá á eftir ilmvatninu sínu í ruslið í öryggiseftirlitinu og öll öryggishlið sem ég átti eftir að fara í gegnum píptu hátt og snjallt á mig. Ástæðan var brjóstahaldarinn minn, spurning um að vera bara með allt frjálst á leiðinni heim. Einnig komst ég að því að ég er minni pæja en ég hélt og reynslunni ríkari mun ég ekki þramma um flugstöðvarbyggingar í hælaháum skóm framar.
Fyrsti áfangi var rúmlega 2. klst flug til Osló. Afþreyingakerfið stytti Fáfni Frey stundir á leiðinni, þetta er algjör snilld. Ég var búin að heyra að ég gæti ekki notað eigin headphones í þetta heldur þyrfti að kaupa í vélinni, en það er rugl það er vel hægt. Við komumst stórslysalaust í gegnum tollinn fengum okkur smá að borða og kíktum aðeins út í sólina sem skein glatt í höfuðborg Noregs. Ég var búin að hafa áhyggjur af því að ég mundi villast í flugstöðinni en það voru óþarfa áhyggjur, ekkert mál að finna innanlandsflugið og tékka sig inn. Þegar við vorum komin í gegnum öryggiseftirlitið var ekki laust við að ég andaði léttar því ég var með svakalegt magn af gjaldeyri í handtöskunni og var búin að óttast að menn vildu fá einhverjar skýringar á þessu magni af peningum, héldu kannski að ég væri eiturlyfjasali eða eitthvað, sá fyrir mér gúmmíhanska smella á hendi..................
Flugið til Bergen tók 40 mín. Við hliðina á okkur sat íslensk kona sem spjallaði mikið, hún spilar í Sinfóníunni og var ennþá hugfanginn eftir að hafa spilað í Hörpunni. Spjallið stytti okkur mínúturnar sem liðu hratt og áður en við vissum af vorum við komin í fangið á Nökkva, og mikið var það ljúft.
Bergen tók á móti okkur með rigningu og bóndinn var búinn að kaupa bleika regnhlíf handa frúnni sinni (held reyndar að hann hafi bara langað í hana sjálfum). Fáfni Frey fannst merkilegt að á leiðinni "heim" keyrðum við í gegnum fjögur jarðgöng. Á leiðinni upp í hverfi höfðu eldri börnin orð á því að þetta væri bara eins og að keyra upp í Lón (Stafafellsfjöll) nema vegurinn væri bara malbikaður.
Okkur líst ljómandi vel á íbúðina og börnin búin að eigna sér herbergi. Við tékkuðum líka á mollinu þegar við fórum að kaupa í matinn og heimasætan varð hugfangin og er búin að leggja inn umsókn hjá foreldrunum um lán.
Sunnudagsmorgun tók á móti okkur með grenjandi rigningu, sem er þó nokkurn vegin lóðrétt sem er vissulega kostur. Veðurspáin lofar hins vegar blíðu í næstu daga og ég vona svo sannarlega að hún standi við það. Við hjónin erum að kubba með þeim yngsta og bíða eftir að eldri börnin vakni. Erum jafnvel að spá í að kíkja í Sædýrasafnið í dag. En umfram allt ætlum við bara að njóta þess að vera saman.
Hafið það gott, það ætla ég að gera.
Sunday, April 3, 2011
Týnd
Ekki í orðsins fyllstu samt. Upplifi mig bara eitthvað svo týnda þessa dagana. Kannist þið ekki við það að detta stundum í hugsunina hvað varð af mér? Nei, kannski ekki.
Ég er eitthvað orkulaus. Ég er nefnilega frekar lausheldin á orkuna mína, þ.e ég gef hana auðveldlega frá mér og sit svo eftir eins og undin tuska og skil bara ekkert í því. Sumt fólk er bara einfaldlega orkusugur og svona ykkur að segja þá reyni ég að forðast þannig fólk, því það verður yfirleitt orkumeira í kringum mig ef þið skiljið hvað ég meina. Stundum kann ég samt mjög vel við þetta fólk og finnst frekar leiðinlegt að líða svona.
Stundum smýgur orkan frá mér til fólks sem er bara alls ekki orkusugur, ég bara gleymi að halda í hana. Ég vona bara að fólk noti hana til góðra verka.
Kannski líður mér bara svona af því að ég sakna karlsins míns voða mikið núna. Er orðin hundleið á grasekkju hlutverkinu og ég segi og skrifa að ég gæti ekki hugsað mér það til frambúðar, allavega ekki svona þar sem allt er í lausu lofti venjulega hvenær við hittumst næst.
En það er vor í lofti, þó hann hafi blásið svoldið kalt í dag og snjókorn fallið. Það er þessi lykt sem boðar vorið að ógleymdum fuglasöngnum.
Planið er að vinna eins og vitleysingur í verkefnum næstu viku og reyna að sjá fyrir endan á þessu helvíti. Svo eftir 13 daga fæ ég að hitta hinn helminginn af mér, eiginmanninn, og það verður ljúft. Ég hlakka til að drekka morgunkaffið með honum, og að skiptast á skoðunum, ræða málin og bara hafa hann nálægt mér. Vonandi fæ ég líka smá sól og hita til að fylla mig orku til að klára endasprettinn í verkefnunum.
P.s
Ef einhver kann ráð til að halda í orkuna sína þá eru þau vel þegin. Ég þarf á henni að halda. Stundum vil ég alveg gefa af orkunni minni en ég vil fá að ráða hverjir fá notið hennar ;)
Ljúfar kveðjur út í vorið.
Ég er eitthvað orkulaus. Ég er nefnilega frekar lausheldin á orkuna mína, þ.e ég gef hana auðveldlega frá mér og sit svo eftir eins og undin tuska og skil bara ekkert í því. Sumt fólk er bara einfaldlega orkusugur og svona ykkur að segja þá reyni ég að forðast þannig fólk, því það verður yfirleitt orkumeira í kringum mig ef þið skiljið hvað ég meina. Stundum kann ég samt mjög vel við þetta fólk og finnst frekar leiðinlegt að líða svona.
Stundum smýgur orkan frá mér til fólks sem er bara alls ekki orkusugur, ég bara gleymi að halda í hana. Ég vona bara að fólk noti hana til góðra verka.
Kannski líður mér bara svona af því að ég sakna karlsins míns voða mikið núna. Er orðin hundleið á grasekkju hlutverkinu og ég segi og skrifa að ég gæti ekki hugsað mér það til frambúðar, allavega ekki svona þar sem allt er í lausu lofti venjulega hvenær við hittumst næst.
En það er vor í lofti, þó hann hafi blásið svoldið kalt í dag og snjókorn fallið. Það er þessi lykt sem boðar vorið að ógleymdum fuglasöngnum.
Planið er að vinna eins og vitleysingur í verkefnum næstu viku og reyna að sjá fyrir endan á þessu helvíti. Svo eftir 13 daga fæ ég að hitta hinn helminginn af mér, eiginmanninn, og það verður ljúft. Ég hlakka til að drekka morgunkaffið með honum, og að skiptast á skoðunum, ræða málin og bara hafa hann nálægt mér. Vonandi fæ ég líka smá sól og hita til að fylla mig orku til að klára endasprettinn í verkefnunum.
P.s
Ef einhver kann ráð til að halda í orkuna sína þá eru þau vel þegin. Ég þarf á henni að halda. Stundum vil ég alveg gefa af orkunni minni en ég vil fá að ráða hverjir fá notið hennar ;)
Ljúfar kveðjur út í vorið.
Subscribe to:
Posts (Atom)