Sunday, April 3, 2011

Týnd

Ekki í orðsins fyllstu samt. Upplifi mig bara eitthvað svo týnda þessa dagana. Kannist þið ekki við það að detta stundum í hugsunina hvað varð af mér? Nei, kannski ekki.

Ég er eitthvað orkulaus. Ég er nefnilega frekar lausheldin á orkuna mína, þ.e ég gef hana auðveldlega frá mér og sit svo eftir eins og undin tuska og skil bara ekkert í því. Sumt fólk er bara einfaldlega orkusugur og svona ykkur að segja þá reyni ég að forðast þannig fólk, því það verður yfirleitt orkumeira í kringum mig ef þið skiljið hvað ég meina. Stundum kann ég samt mjög vel við þetta fólk og finnst frekar leiðinlegt að líða svona.

Stundum smýgur orkan frá mér til fólks sem er bara alls ekki orkusugur, ég bara gleymi að halda í hana. Ég vona bara að fólk noti hana til góðra verka.

Kannski líður mér bara svona af því að ég sakna karlsins míns voða mikið núna. Er orðin hundleið á grasekkju hlutverkinu og ég segi og skrifa að ég gæti ekki hugsað mér það til frambúðar, allavega ekki svona þar sem allt er í lausu lofti venjulega hvenær við hittumst næst.

En það er vor í  lofti, þó hann hafi blásið svoldið kalt í dag og snjókorn fallið. Það er þessi lykt sem boðar vorið að ógleymdum fuglasöngnum.

Planið er að vinna eins og vitleysingur í verkefnum næstu viku og reyna að sjá fyrir endan á þessu helvíti. Svo eftir 13 daga fæ ég að hitta hinn helminginn af mér, eiginmanninn, og það verður ljúft. Ég hlakka til að drekka morgunkaffið með honum, og að skiptast á skoðunum, ræða málin og bara hafa hann nálægt mér. Vonandi fæ ég líka smá sól og hita til að fylla mig orku til að klára endasprettinn í verkefnunum.

P.s
Ef einhver kann ráð til að halda í orkuna sína þá eru þau vel þegin. Ég þarf á henni að halda. Stundum vil ég alveg gefa af orkunni minni en ég vil fá að ráða hverjir fá notið hennar ;)

Ljúfar kveðjur út í vorið.

2 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Þú ert þreytt Íris mín og skal mig ekki undra.Ég kann ekki ráð með orkuna. En kannski þegar lífið er komið í smá ró og sólin komin hærra á loft þá kannski kemur þetta?Svo ég tali nú ekki omm þegar þið Nökkvi náið saman á ný.Knús í hús.

Frú Sigurbjörg said...

Mikið sem ég skil þig Íris! Fyrir það fyrsta er allt á hvolfi í hausnum á mér að hugsa nákvæmlega "hvað varð um mig og allt sem ég ætlaði og ætla enn að gera", og hvað fjarbúð ykkar hjónakorna varðar þá skil ég vel hvað þú saknar hans, ég vil helst ekki sjá á eftir mínum í 3ja daga vinnuferð. Hugsa um það jákvæða og góða í lífinu, það hjálpar mér : ) Það kemur að þínum orkudegi.