Saturday, December 29, 2012

Að gera ekki neitt.

Ég las nú nýlega pistil eftir unga konu, sem sagði frá því að hún hefði enga löngun til að heimsækja "heimabæinn" sinn. Bæinn sem hún ólst upp í. Hún sagðist ávalt fyllast kvíða þegar hún þyrfti þangað, kvíða fyrir því að hitta jafnaldrana og fleiri. Kvíða vegna þess að henni leið aldrei vel þar, varð fyrir einelti af því að hún passaði ekki inn í ramman. Var ekki í rétta vinahópnum, klæddist ekki réttu fötunum og guð má vita hvað.

Eftir að hafa lesið þennan pistil fór ég að hugsa um hluti sem ég hef svo sem oft hugsað um áður. En ég veit að það eru svo ótrúlega margir, alltof margir, sem upplifa nákvæmlega þetta sem þessi unga kona lýsti. Fólk sem ég þekki persónulega, sumir standa mér nærri, aðrir ekki. Fólk sem ég þekki ekki neitt, en hef haft afspurnir af, lýsir nákvæmlega þessu. Oft er þetta fólk, sem einmitt "fittaði" ekki inn í kassan. Átti ekki réttu vinina, var ekki í náðinni hjá "elítunni", var alltaf "barið" niður. Fékk ekki að njóta sín og virkilega trúði að það væri einskis virði. Margt af þessu fólki, fór ekki að blómstra fyrr en það flutti burt, fékk að vera í friði, fékk að vera sá einstaklingur sem það vildi vera án afskipta og ónota "elítunnar". Þessir einstaklingar sem margir töldu að aldrei yrðu neitt, blómstruðu og náðu langt þegar þeir komust undan niðurbrotinu.

Ég hef velt því fyrir mér hvort að nákvæmlega þetta sé meira viðloðandi við lítil bæjarfélög. Það er að einstaklingar fá ekki að blómstra ef þeir passa ekki inn í kassan, það sé erfiðara að falla í náðina hjá "elítunni". Mér finnst svo margar af þeim sögum sem maður les um einelti einmitt gerast í litlum bæjarfélögum. Ég er samt ekki að lasta lítil bæjarfélög, alls ekki. Mér finnst frábært að hafa alist upp á slíkum stað og vil helst búa á þannig stað, en það er kannski erfiðara að vera "öðruvísi".

Ég hugsa til baka, og því miður veit ég um þó nokkra einstaklinga á mínum aldri, já og á öllum aldursskeiðum, sem hafa upplifað að vera "barðir" niður, ekki fengið að njóta sín. Einstaklinga sem hefur ábyggilega liðið hörmulega sín uppvaxtarár. Einstaklinga sem finnst þeir ekkert hafa að sækja í heimabæinn sinn, fyllast kvíða við að koma þangað. Ég gæti meira að segja nafngreint marga og ég er viss um að það eru margir sem vita um hverja ég er að hugsa. Sem betur fer hafa margir þessara einstaklinga blómstrað þegar þeir fluttust úr heimabænum, og það kemur kannski ekki á óvart að þeir hafa heldur ekkert endilega sést oft á þeim slóðum eftir að þeir hleyptu heimdraganum.

Mér finnst verst að hugsa til þess að ég hef líklega tekið þátt í því að margir þeirra fengu ekki að blómstra. Tekið þátt með því að horfa fram hjá því að þessir einstaklingar fengju ekki að vera með, voru "barðir" niður. Hef jafnvel kannski sagt eitthvað ljótt eða horft í aðra átt þegar ég hefði akkúrat átt að segja eitthvað gott og segja hingað og ekki lengra, manneskjan á rétt á sér þó hún kannski fitti ekki inn í þann ramma sem "elítan" hefur samþykkt. Hvort ég gerði það ómeðvitað eða meðvitað er ég ekki viss um ennþá, en kannski var maður hræddur við viðbrögð "elítunnar", hræddur við að vera hent út úr kassanum heilaga, hrædd við að vera útskúfuð. Ég er eflaust í sömu sporum og margir aðrir sem hugsa ég hefði getað gert eitthvað, hefði getað gert líf þessara einstaklinga betra, bara ef ég hefði valið að gera eitthvað annað en ekki neitt.

Ég vona að ég fái kannski einhvern tíma tækifæri til að biðjast afsökunar þó það sé alltof seint.

Af hverju er til svona mikil illska í mannskepnunni, hvað fáum við út úr því með því að upphefja sjálfan okkur á kostnað annarra? Af hverju þurfa allir að passa í sama kassan?

Ef við værum öll eins og með sömu skoðanir, spáið í það hvað heimurinn og lífið væri litbrigðalaust.

Berum virðingu fyrir hvort öðru.

Góðar stundir.

Tuesday, December 4, 2012

Stolt

Heimasætan skrifaði eftirfarandi status á facebook síðuna sína í dag

"held ég sé algjörlega búin að týna sjálfri mér, eða kannski "gömlu" mér ... þarf nánast aldrei að taka með mér neina heimavinnu úr skólanum, því ég klára verkefnin í skólanum, ég meira að segja býðst til þess að taka með mér einhverja heimavinnu, rúllaði upp stærðfræði verkefni um daginn, hef aldrei nokkurntímann skilið stærðfræði, kennararnir eru farnir að hafa áhyggjur af því að verkefnin séu of létt, því að ég er svo fljót að klára þau og núna er ég víst nemendaráðinu í skólanum ..... finnst ég ekki alveg vera ég sjálf einmitt núna ..."

Þetta fyllti hjarta mitt svo mikilli gleði og tárin spruttu fram. Stelpuskottið er búin að strefa og erfiða í gegnum alla skólagönguna. Ekki látið mikið á sér bera og lítið beðið um hjálp og þess vegna verið hálf ósýnileg kannski. Ég viðurkenni að það var ekki alltaf auðvelt að reyna að hjálpa henni, því hún vildi helst ekkert ræða það hvar hún þyrfti aðstoð. Það er ekki auðvelt að ganga í gegnum skólakerfið og finnast maður ekkert skilja og ekki ná að gera neitt rétt, stundum hefur róðurinn verið þungur.

En það kom að því að hún blómstraði, kannski tekur tíma fyrir hana að venjast þessari nýju sér ;) en ég held að henni líki ágætlega við hana.

Ég er svo stolt af stelpunni minni.

Góðar stundir

Thursday, November 29, 2012

Það er nefnilega það

Mér hefur verið boðið í aðventukaffi til ungrar konu sem býr hér í litla hverfinu mínu. Hún fékk þá hugmynd að bjóða nokkrum konum í kaffi til sín, konum sem búa allar hér í litla hverfinu og eru aðeins málkunnugar. Henni fannst þetta sniðug leið til að kynnast aðeins betur. Ég hlakka til og finnst þetta ansi góð hugmynd hjá henni.

Ég og þessi unga kona vinnum á sama stað og höfum spjallað þó nokkuð í vinnunni. Ég veit að maðurinn hennar er ákaflega mikill áhugamaður um norræna goðafræði, víkinga og Ísland. Hún lærði gammel norsk eins og margir í skóla og þau lærðu m.a að syngja íslenskt lag. Nema hvað, að sjálfsögðu Á Sprengisandi, sem hún kallar ríðum, ríðum eins og margir íslendingar reyndar líka.

Þegar hún bauð í kaffið gerði hún það með því að stofna viðburð á fésbókinni. Þegar ég þáði boðið þá sagði hún í gamni að það væri við hæfi að ég kæmi með eitthvað íslenskt og við gætum sungið ríðum, ríðum. Ég skoðaði yfir hópinn sem boðið hafði verið og sá að þetta eru allt ungar konur, töluvert yngri en ég svo ég sagðist vera farin að hafa verulegar áhyggjur af því að ég væri gamla konan í Síldarvíkinni. Ef einhver spyrði hver er þessi Íris þá væri svarið æ, þessi gamla í Síldarvík.........

Hún sagði mér að hafa engar áhyggjur ég væri ekki þekkt sem gamla konan í Síldarvík heldur væri ég þekkt undir nafninu Ríðum,ríðum Íris..........

Þá fór ég fyrst að hafa áhyggjur..................................

Góðar stundir.

Monday, November 26, 2012

Þegar eggið kennir hænunni

Yngri sonurinn var að fara í afmæli og nennti ekki að skrifa sjálfur á kortið svo hann bað mig um það, sem ég og gerði. Þegar við vorum að keyra honum í veisluna var hann að handfjatla kortið og allt í einu gellur úr aftursætinu

"Mamma þér actually (hann slettir ensku barnið) tókst að skrifa þetta rétt!!"

Það var að sjálfsögðu ekki annað hægt en að springa úr hlátri :)

Hann er einstaklega duglegur og virkilega iðinn við að leiðrétta foreldra sína, þegar þeir skrifa, lesa eða tjá sig á norsku. Stundum er það pínlegt, oftast fyndið en það kemur líka fyrir að það sé pirrandi hehehe.

Pilturinn lærir að mestu svokallað bókmál í skólanum en það kemur fyrir að það slæðist einhver nýnorska með í lesmáli. Við hjónin, tölum að mestu bókmál en líklega þó einhverja blöndu af bókmáli, nýnorsku og stríl (sveitalúða málýska) annars hef ég ekki hugmynd um það ;) en ég hef þó fengið að heyra það öðru hvoru í vinnunni að það sé svo gaman að heyra mig tala nýnorsku, sem eru þá einhverjar setningar sem ég hef gripið á lofti og tileinkað mér.

Um daginn átti drengurinn að lesa heima. Þegar hann var búinn að lesa í smástund fyrir pabba sinn biður pabbi hans hann um að vanda sig og lesa betur, það skiljist nú bara ekki það sem hann sé að segja...það kom smáþögn og gott ef hann ranghvolfdi ekki augunum svo sagði hann "pabbi, þetta er nýnorska"..........................

Það er eiginlega bráðmerkilegt að fylgjast með því hvað tungumál liggja vel fyrir honum. Hann skiptir á milli íslensku, norsku og ensku eins og ekkert sé.
Kærasti heimasætunnar er að hálfu enskur, en fyrst þegar þeir hittust ræddi sá stutti við hann á norsku og það var ákaflega gaman að heyra hann tala áreynslulaust og án þess að þurfa að velta því fyrir sér hvað hann ætlaði að segja eða hvernig. Svo uppgötvaði stráksi að það var möguleiki að tala ensku við hann og þá notar hann tækifærið og talar eingöngu enskuna (með amerískum hreim og það miklum). Það gerir hann líka áreynslulaust og eins og hann hafi haft ensku sem annað tungumál frá fæðingu. Ótrúlegt að fylgjast með þessu.

Góðar stundir

Friday, November 23, 2012

Guð ber ábyrgð á mörgu

Yngri sonurinn sagði í einlægni frá því að hann hefði lent í smá útistöðum við bekkjarbróður í dag.

F: Ég lenti í smá slag við Ole i dag.

Í: Nú, hvað gerðist.

F: Hann skaut boltanum mínum að gamni sínu eitthvað lengst og þá varð ég svo reiður að ég sló hann. Þá  kom Benjamín og sagði að ég skildi sko passa mig því að Henrik væri sko sá eini sem hefði getað lamið Ole.

Í: Gerðist eitthvað meira, hvað gerði Ole.

Hann vildi greinilega ekki ræða það nánar.
F: Ég bað hann fyrirgefningar þegar frímínúturnar voru að verða búnar.

Í: Það var gott hjá þér að biðjast fyrirgefninga. En þú veist að maður lagar ekki neitt með því að lemja aðra og slást.

F (frekar hneykslaður): Mamma, hvað get ég að því gert þó að Guð láti mann verða svo reiðan að maður bara lemur. Það er sko Guð sem lætur mann gera svoleiðis.


Eins og oft áður varð móðirin kjaftstopp.

Góðar stundir.

Wednesday, October 31, 2012

Allt er þegar þrennt er

Jæja þá er ég búin að fagna fertugasta afmælisdeginum mínum í þriðja sinn, og þá er hægt að fara að einbeita sér að því að ná fimmtugsaldri :)

Það var kökuveisla í vinnunni í dag til þessa að fagna stórafmælum starfsfólks (síðasta hálfa árið). En þetta er gert tvisvar á ári hjá okkur. Kökurnar og kaffið er í boði hússins (stofnunarinnar).

Við vorum leystar út með gjöfum og fallegum orðum. Fékk gjöf frá starfsfólkinu, en líkt og á HSSA þá söfnum við í gjafasjóð til að nota þegar tilefni er til.

Svo fengum við blómvendi frá yfirmönnunum og skrifstofudömunni, með hverjum vendi fylgdi kort og deildarstjórinn las upp úr kortunum okkar þegar hún afhenti vöndinn. Ég varð nú eiginlega bara hrærð yfir fallegum orðum og þykir voða vænt um þau.

Svona hljóðaði kveðjan á norsku:
Ein fin sommardag kom det ein frisk vind fra vest!!
Med det fulgte det godt humør, stor engasjement og kompetanse.
Heldigvis så stoppa vinden på Kvednatunet, der ville den vere.!!
Du deler raust av dine egenskaper til alle!!

Svona hljómar hún nokkurn veginn á íslensku:
Einn fallegan sumardag kom frískur andvari/vindur úr vestri!!
Með honum fylgdi gamansemi/gott geðslag, mikill áhugi og færni.
Sem betur fer stoppaði andvarinn/vindurinn hér við Kvednatunet, og ákvað að vera hér.
Þú deilir ríkulega af eiginleikum þínum til allra (gefur af þér).

Ekki skrítið að maður verði hrærður og felli næstum tár. Það er gott að finna að maður er vel metin sem starfsmaður og vinnufélagi.

Góðar stundir.

Monday, October 22, 2012

Framhaldsmont

Afsakið allt montið. Ég bara get ekki annað en sagt ykkur framhaldið af sögunni um gott gengi litla barnsins míns (sem er ekki svo lítið lengur).

 
 
Ég vissi bara að hann var alltaf með allt rétt í þessum stafsetninga/upplestraræfingum af því að hann kemur með þetta heim og ég kvitta fyrir því að hafa séð það. Í dag vorum við í foreldraviðtali og litli límheilinn okkar er sko að standa sig alveg fáránlega (afsakið orðalagið) vel.
 
Þegar við komum inn þá byrjaði kennarinn á þvi að segja að við ættum sko alveg ótrúlega kláran strák með mikla áherslu á ótrúlega, hann væri svo snöggur að læra og tileinka sér nýja hluti að hún væri eiginlega bara heilluð.
 
Ég sagðist nú svo sem alveg vita það að hann væri klár og snöggur að læra. En þegar hún fór að fara yfir námsefnið þá get ég ekki annað sagt en að guttinn kom sannarlega á óvart.
 
Hún byrjaði á því að segja okkur frá því hvað hann væri að standa sig vel með stafsetninga/upplestraræfingarnar, það væri ekki nóg með að hann væri alltaf með allt rétt heldur væri hann sá EINI í bekknum sem væri það, það var ekki laust við að hakan á foreldrunum hreinlega sigi niður á bringu og hjartað stækkaði aðeins af stolti.
 
Hún sagðist nú eiginlega líka bara verða að segja okkur frá prófi sem hann tók í vor með bekknum (en hann var aðeins með þeim í vor og þau vildu að hann tæki nokkurs konar samræmt próf með þeim). Þetta var einhverskonar lesskilnings próf (á norsku að sjálfsögðu). Þau höfðu ákveðinn tíma til að leysa hverja blaðsíðu. Þau lásu m.a texta og svöruðu spurningum, áttu að para saman samheiti og deila upp orðum (nokkur orð skrifuð í einu orði t.d slåpåostskap, svo áttu þau að setja strik til að aðskilja orðin). Snillingurinn minn náði nú ekki alveg að klára allt á hverri blaðsíðu en hann var með flest rétt af öllum í bekknum. Þegar hér var komið þá var móðirin nú bara við það að fara að gráta af stolti og monti. Kennarinn sagðist hafa þurft að fara amk 2 sinnum yfir prófið hans því hún hefði nú bara ekki trúað þessu, drengurinn talaði á þessum tíma eingöngu ensku við kennarana og starfsfólk skólans. Þegar hann tók þetta próf var hann búinn að læra norsku í 7 eða 8 mánuði. Hún sagði það væri ótrúlegt að barnið skildi t.d fá svona mikið rétt út úr því að finna samheiti og að deila orðunum upp því hann ætti í raun ekki að hafa heyrt eða séð sum orðin. Þetta á nú eiginlega bara ekki að vera hægt sagði hún, að hann sé flinkari á þessu sviði en börnin sem hafa norsku að móðurmáli.
 
Hann er að standa sig glimrandi vel í stærðfræði líka, var með allt rétt á prófi, einnig í öðrum fögum. Hann segir sjálfur að sér finnist erfiðast í samfélagsfræði og náttúrufræði, og hún sagði að honum gengi aðeins verr í þeim fögum en öðrum en það væri líka ekkert skrítið þar sem væri mikið af svona sértækum þungum orðum sem hann kannski heyrði ekki dagsdaglega.
 
Honum gengur rosalega vel félagslega sagði hún og að hann væri bara allt annað barn en í fyrravetur. Hann væri greinilega orðinn öruggur og svo væri kannski líka meiri rútína á honum í vetur þar sem hann væri ekki að flakka á milli tveggja bekkja (innflutningsbekksins og norska bekkjarins). Þannig að hann er svona nokkurn veginn með það á hreinu hvernig dagurinn verður og það hentar honum best.
 
Eldri börnin eru líka að standa sig frábærlega og gengur vel. Ég er sko ekki síður stolt af þeim.
 
Vá hvað ég er montin og stolt af stráknum.


Wednesday, October 17, 2012

Mont-blogg




Ég bara má til að monta mig af þessum snilling. Hann byrjaði í venjulegum 4.bekk í haust og stendur sig eins og hetja þessi elska. Hann hefur svo sem alltaf átt auðvelt með að læra og það er enginn breyting þar á.

Mér finnst svo gaman að því hvað honum gengur vel í norskunni svona almennt og sem dæmi þá fær hann með sér texta heim 1x í viku sem hann skrifar upp í skriftarbókina sína. Á föstudögum er svo æfing í stafsetningu, þ.e kennarinn les upp áður nefndan texta og þau skrifa hann upp. Litli snillinn minn er alltaf með þetta kórrétt, stafsetninguna og punktar, kommur og gæsalappir á réttum stöðum.

Jebb mamman er montin og stolt :)

Góðar stundir.

Wednesday, October 10, 2012

Fertug og alltaf í stuð :)

Það hefur ýmislegt á daga mína drifið síðan síðast. Ég er eiginlega bara að verða ferlega löt að blogga. Enda hafa sennilega flestir frétt af ævintýrum frúnnar á fésbókinni. Þannig að það er eflaust spurning hvort er betra fésið eða bloggið.

  • Rasteplassen er hittingur Algrøy kvenna 1x mánuði yfir vetrartíman. Erum búnar að hittast 2x fyrsta skiptið var skipti-fatamarkaður og seinna skiptið var snyrtivörukynning. Bæði kvöldin voru vel heppnuð og gaman að hittast svona, góð leið fyrir þá nýfluttu til að kynnast frúnum á eynni.
  • Ég varð fertug og hélt upp á það með hangikjötsveislu og fjöri ásamt söngfuglunum í sönghópnum og mökum. Mjög skemmtilegt kvöld.
  • Fengum heimsókn frá Íslandi sem var yndislegt. Eyddum tímanum í spjall og skoðunarferðir vítt og breitt um svæðið. Vorum óheppin með veður en það kom ekki að sök því félagsskapurinn var góður og við létum veðrið ekki trufla okkur mikið.
  • Keyptum okkur splunku, splunkunýjan bíl....jebb ég veit erum klikk. Algjör draumur.
  • Hélt upp á afmælið mitt aftur. Vorum 3 sem áttum stórafmæli fyrstu vikuna í sept og fannst ástæða til að fagna því með vinnufélögunum. Borðin svignuðu af kræsingum og boðið var upp á skemmtiatriði frá afmælisbörnunum. Við sungum íslenskt lag. Og svo lékum við drama í einum þætti þar sem gert var góðlátlegt grín af vinnufélögum. Þetta vakti mikla lukku. Svo var skálað og hlegið langt fram á nótt.
  • Sönghópurinn er kominn á fullt skrið með æfingar.
  • Haustfagnaður hjá Íslendingafélaginu í Bergen. Mikið fjör.
  • Eiginmaðurinn var 48 ára
  • Heimasætan kynnti okkur fyrir kærastanum
  • Fórum í skemmtilegt fimmtugsafmælis-partý hjá söngfélaga
  • Skellti mér á æfingu hjá Byggðakór Algrøy. Mjög áhugavert. Blandaður kór svo ég er að spá í að draga karlinn með mér næst.
  • Svo er ég búin að fá meiri vinnu. Fer í 70% stöðu frá og með 10.des.

Það er nóg að gera og ekkert hægt að láta sér leiðast. Krakkarnir eru ánægðir í skólunum sínum og blómstra. Heimasætan hefur bara aldrei verið svona ánægð í skóla, er að hluta til með innflutningsbekk, er í ensku með norskum bekk og fær svo að vera með design og handverk bekknum 3x í viku og það er hún að fíla í botn. Eldri drengurinn eyddi helginni með bekkjarfélaga á stóru LANi í Bergen. Skildist að það hefður verið tæplega 1000 þátttakendur. Hann var alsæll eftir helgina en frekar syfjaður ;)
Sem sagt allt gott að frétta af okkur og við sitjum ekki aðgerðarlaus, þvert á móti.

Góðar stundir

Tuesday, August 28, 2012

Rútína og Matpakkar (lesist nesti)

Tókuð þið eftir því að elsku komman virkar :)

Ég elska sumarfrí en mér finnst samt rosalega notalegt þegar haustið skellur á með sinni rútínu. Þegar sólarhringurinn hjá börnunum er búinn að taka á sig frekar einkennilegar myndir þá er það bara lúxus þegar skólarnir byrja á ný.

Hér er vika númer tvö í skóla rúmlega byrjuð og hlutirnir að smella saman. Það er búið að eyða dágóðum tíma í að finna út úr strætósamgöngum fyrir heimasætuna. Hún er í skóla sem er rétt hinu megin við Sotra-brúnna (í Bergen) og þegar sú brú var byggð fyrir 40 árum þá reiknuðu þeir greinilega ekki með að íbúafjöldi Sotra mundi margfaldast, eða að fólki dytti í hug að búa á Sotra og vinna í Bergen. Brúin + vegirnir höndla ekki álagstímana í umferðinni og það myndast langar raðir af bílum á leið frá Sotra á morgnana og til Sotra seinnipartinn. Þetta veldur því að strætó getur engan veginn haldið áætlun og ef það verður slys á vegunum á þessari leið þá situr allt fast. Við virðumst vera búin að finna út úr því hvenær er best fyrir hana að taka strætó svo hún nái að mæta á réttum tíma, 7.9.13.

Ég rak augun í frétt á mbl.is mynnir mig um svívirðilegan kostnað foreldra við skólagöngu íslenskra barna. Ég get ekki sagt að ég þurfi að punga miklu út fyrir börnin mín. Í fyrra fengu strákarnir allt í skólanum, nema skólatösku og pennaveski, þá meina ég allt þ.m.t. stílabækur, blýanta, liti, möppur og strokleður. Það sama á við hjá yngri drengnum núna, en ég reiknaði nú með kostnaði í kringum framhaldsskólan hjá eldri börnunum í vetur, en annað kom í ljós.

Þau þurfa ekki að kaupa eina bók!!! Þau fá þær námsbækur sem þau þurfa lánaðar á skólabókasafninu, þurfa að sjálfsögðu að greiða fyrir þær ef þau skemma þær. Við keyptum nú blýpenna, strokleður, yddara og penna, ég veit ekki hvort þau geta fengið slíkt í skólanum. Í framhaldsskólanum eiga þau að nota tölvur til að glósa og vinna á. Þau mega nota sínar eigin tölvur en geta líka keypt eða leigt tölvur í gegnum skólan. Þar sem þeirra tölvur eru orðnar frekar þreyttar þá ákváðum við að kaupa fartölvur í gegnum skólan.

Þetta eru fínar HP tölvur (afinn er ánægður með það), 33.400 kr (íslenskar) þurfti ég að borga fyrir stykkið af tölvunni og þær voru afhentar í flottum tölvu-skóla-bakpoka. Ég er alveg sátt með þetta.

Unglingunum lýst vel á sig í nýjum skólum og virðast bara sátt. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn er alsæll í sínum skóla eins og áður, held hann sé næstum jafn feginn rútínunni og foreldrar hans.

Það eru svo sem ekki bara jákvæðir hlutir við skólana, hér tíðkast ekki að bjóða upp á heitan mat í hádeginu og ávaxtabita um miðjan morgun eins og við erum vön frá Höfn. Hér taka allir með sér hina margfrægu norsku matpakka.........

Ég viðurkenni það fúslega að mér hundleiðist allt þetta nesti. Eldri börnin sjá nú um sitt að mestu sjálf, kemur fyrir einstaka sinnum að mamman er voða góð og smyr ofan í þau. Þau hafa líka möguleika á að kaupa sér samlokur, jógúrt og drykki í skólanum ef það hentar betur.

Að útbúa nesti ofan í þann yngsta er kvöl og pína. Hverjum hefði grunað að við hjónin eignuðumst barn sem ekki vill borða.....Það eru nú kannski smá ýkjur að hann borði ekkert, en það sem er hægt að taka með sér sem nesti borðar hann ekki. Honum líkar ekki brauð, nema úr samlokugrilli... Jógúrtið og skyrið hér finnst honum vont. Hann borðar ekkert álegg, ekkert ekki einu sinni súkkulaðiálegg (er búin að prófa). Einu ávextirnir og grænmetið sem hann leggur sér til munns eru epli og gulrætur, það finnst honum ógirnilegt þegar það er búið að liggja í nestisboxinu í nokkra tíma fyrir máltíð. 

Hann var búinn að sættast á eina gerð af rúnstykkjum, og vildi bara hafa smjör á þeim, ok og mér til mikillar gleði þá borðaði hann alveg 1/4 af því í skólanum, það var betra en ekki neitt. En svo var þessi tegund ekki til og hann fékk með sér aðra tegund, neibb ekki rétt gerð svo það var ekki smakkað. Við erum að tala um að barnið borðar morgunmat hér heima milli 6 og 6:30 og svo kemur hann heim aftur á milli kl 15 og 16. Mér finnst þetta hræðilega langur tími án matarbita, og ekki fær hann næringu úr ávaxtasafa eða slíku því hann drekkur bara vatn í skólanum.....

Það fer að líða að því að ég geti farið að taka myndir og sýna ykkur hvernig við búum. Hægt og sígandi er allt að verða búið að fá sinn stað hér innan húss.

Góðar stundir.

Thursday, August 23, 2012

Sögulegir atburðir eru að eiga sér stað

Nú er komið að því að það munu aðrar hirslur prýða stofuna mína en fermingarhillurnar mínar..........segi það og skrifa.

Ég ákvað að skilja fermingarhillurnar góðu eftir á Íslandi þegar við fluttum okkar hafurtask til Noregs. Það var komin tími á að þær fengju hvíld eftir ÁRATUGA góða þjónustu.

Nú í þessum skrifuðu orðum eru eiginmaðurinn og eldri sonurinn að sækja skenk og glerskáp sem munu prýða stofu þessa heimilis. Ég er búin að rýma til fyrir stofustássinu og er voða spennt að koma dótinu fína og ófína fyrir í skáp og skenk :)

Og þá gott fólk fer að verða möguleiki á því að ég geti farið að taka myndir hér innan dyra til að sýna ykkur hvernig við búum.

Góðar stundir

Monday, August 13, 2012

Nei hættið þið nu alveg

Talandi um að vera svona skammarlega illa að ser i Islendingasögunum að eg get ekki svarað ahugasömum norðmönnum almenninlega. Þa er komið upp nytt vandamal........ FOTBOLTA-AHUGAMANNESKJA i vinnunni minni..........................

Þessi fotboltaþenkjandi vinnufelagi minn tjaði mer i hadegispasunni i dag að hun hefði verið að fylgjast með einhverri deildakeppni (i norskum bolta að eg held) og það hefði verið Islendingur i hverju einasta liði og jafnvel fleiri en einn. Henni lek forvitni a að vita hvernig svo famenn þjoð gæti getið af ser svo öfluga fotboltamenn og konur........Það geta nu ekki verið mörg fotboltalið i svo litlu landi ;) og svo til að toppa þetta þa spurði hun hvað eru eiginlega mörg fotboltalið a Islandi og eru þeir að spila i mörgum deildum......................................

Ja einmitt, i þessum malum er eg sko miklu verr að mer en i Islendingasögunum, eða amk jafn slæm ;)

Það eina sem eg gat sagt var að það væru sko otrulega mörg lið a Islandi og að þau kepptu i nokkrum deildum.....þetta fannst henni merkilegt og helt afram að ræða hvernig a þvi stæði að það kæmi svo mikið af flottu fotboltafolki fra Islandi.

Þegar stort er spurt um malefni sem maður hefur ekki grænan grun um, þa er bara að skalda einhver gafuleg svör ekki satt ;)

Eg sagði að astæðan væri kannski su að það væru kannski ekki svo margir i hverju liði hja yngri kynsloðinni, i litlum bæjum uti a landi og þvi væri kannski auðveldara fyrir þjalfaran að veita hverjum og einum eftirtekt og sja kosti og galla hvers og eins og vinna með það.

En aðalmalið væri liklega það að Islendingar væru afspyrnu þrjoskir og allir vildu verða bestir i öllu ;)

Er þetta ekki nærri lagi hja mer?

Goðar stundir :)

Tuesday, August 7, 2012

Egill, Snorri og goðin

Sorry en komman hætti að virka AFTUR svo þið verðið bara að nota kommuna eftir þörfum.

Eg verð vist að viðurkenna að eg er ekki nogu vel að mer i Islendingasögunum og goðafræðunum (ja, eg skammast min pinulitið). Er eiginlega bara ansi oft að lenda i vandræðum ut af þvi. Eg hef að sjalfsögðu afsakanir a reiðum höndum fyrir þessari vanþekkingu minni. Tel astæðuna einna helst vera þa að þegar eg atti að vera að gruska i þessum fræðum i framhaldsskola þa var eg nylega orðin astfangin af minum ektamanni og hugurinn var allt annar staðar en hja forfeðrunum og þeirra trumalum. Svo vil eg meina að eg hafi þurft að yta ut ur höfðinu þo nokkru af vitneskju, sem var ekki svo mikið notuð, til að koma öðru fyrir, ja og kannski la ahuginn bara a öðrum sviðum.

Eg vinn með amk tveimur sem virðast hafa þo nokkurn ahuga a forsögu Islands, vikingum og Islendingasögunum. Þessi saga er ju nanast sameiginleg með norðmönnum. Eg er ansi oft rekin a gat með spurningum og spjalli um þessi mal. Nuna siðast i dag þar sem eg var að telja og sortera pillur i tonnavis. Vinnufelagi, hjukrunarfræðingur fra Ameriku spurði ansi margs. Að reyna að rifja upp eitthvað af þekkingu minni um þessi mal, asamt þvi að skammta lyf og leggja mig alla fram við að skilja norsku með mjög svo miklum ameriskum hreim, gekk vægast sagt illa.

Kannski það se malið að fara að leggjast yfir Islendingasögurnar svona svo eg verði samræðuhæf.

Goðar stundir.

Monday, August 6, 2012

Kostir þess að finna Gsm síma

Já það getur komið sér vel að finna gsm síma. Ég tala nú ekki um þegar maður er nýfluttur í hverfið.

Eldri drengurinn fór út að ganga með hund sem við vorum að passa fyrir vinafólk og fann dýran og flottan gsm síma við póstkassana. Við byrjuðum á því að setja auglýsingu á netið sem skilaði engum viðbrögðum. Það má kannski láta það fylgja með að drengurinn var farinn að gæla við þá tilhugsun að kannski yrði síminn hans. Við ákváðum hins vegar í sameiningu að hengja auglýsingu á póstkassa-statífið og áður en dagurinn var liðinn mætti hér maður til að vitja símans sem var í eigu konunnar hans.

Tveimur dögum síðar fóru eiginmaðurinn og yngri sonurinn í gönguferð, þá voru þessi sömu hjón úti á palli við húsið sitt og kölluðu á þá feðga, konan vildi þakka fyrir símafundinn. Sá stutti var feiminn og beið nokkuð álengdar. Það kom upp úr dúrnum að hjónin áttu stráka á sama aldri og Fáfnir og buðu honum formlega að koma í heimsókn :) Í dag skelltu þeir feðgar sér í smá heimsókn til að brjóta ísinn, þetta gekk svo vel að drengurinn varð eftir og lék fram eftir degi og annar strákurinn kom í heimsókn hingað líka :)

Það getur komið sér vel að fara út að ganga með hund og finna gsm síma :)

Góðar stundir

Tuesday, June 12, 2012

I sol og sumaryl

Eg er i sumarskapi með sol i hjarta og sol i sinni. Höfum verið svo heppin að veðrið hefur leikið við okkur.

Sumarfri alveg að skella a. Fyrst þarf að gera ymislegt, eins og að halda upp a afmæli (sem gerist reyndar i dag), vinna eitthvað sma, taka a moti tengdaforeldrum minum og utskrifa eldri soninn ur grunnskola.

Strakarnir klara skolana i næstu viku, heimasætan hefur lokið norsku namskeiðinu sinu með pryði. Eldri sonurinn undirbyr sig nu fyrir munnlegt prof i norsku og koma 18 aldar bokmenntir þar við sögu.

Við munum stiga fæti a Islandsgrund eftir nakvæmlega 11 daga! Okkur hlakkar gifurlega mikið til. Það verður samt oneitanlega skritið að koma heim sem gestur. Eg veit að við munum ekki hafa tima til að hitta alla sem okkur langar að hitta eða gera allt sem okkur langar til að gera en við ætlum að reyna að nyta timan vel og bara að njota þess að vera a Islandi an nokkurs stress (eða i það minnsta að reyna það).

P.s
Eg er ennþa i vandræðum með kommurnar yfir serhljoðana, vona að þið erfið það ekki við mig :)

Goðar stundir

Saturday, May 12, 2012

Meingölluð vara

Fyrir rúmum mánuði síðan lét ég mig dreyma um að geta hlaupið. Fannst hlaupandi fólkið sem ég mæti reglulega hér á fjallinu mínu, eitthvað svo frísklegt að sjá. Nágraninn sem býr hér aðeins ofar hleypur oft a.m.k. 2x á dag og ég hef öfundað hann dálítið af þessum hæfileika, þegar hann brunar niður fjallið frjáls eins og vindurinn.

Ég hugsaði með mér að það þýddi ekkert að vera að öfundast út í þetta fólk og ég yrði bara að gera eitthvað í málinu. Ég lagði leið mína í mollið og fjárfesti í góðum hlaupaskóm og þröngum (ákaflega sexý) hlaupabuxum.

Nú var mér ekkert að vanbúnaði, þannig að það var bara að láta vaða. Ég skellti mér í dressið og skundaði hér út á hlað, ég beið en ekkert gerðist. Ég prófaði að hlaupa létt á staðnum í von um að græjurnar virkuðu.......ekkert gerðist, svo ég fór bara inn aftur.

Ég skoðaði hlaupagræjurnar hátt og lágt, kannski var þarna einhver takki sem þyrfti að ýta á, ég fann engan takka. Átti ég að fara í búðina og kvarta? Ákvað að gera það ekki, þetta hlyti bara að vera einhver klaufaskapur í mér........

Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að finna út úr því hvernig búnaðurinn virkar. Ég er búin að ganga af stað niður fjallið svona til að athuga hvort það þurfi að trekkja þetta dót í gang, hlaupa aðeins meira á staðnum, reyna að fylgjast með hvernig nágraninn setur sinn búnað í gang (en honum virðist það mjög auðvelt) en það gerist bara alls ekki neitt.

Skilafresturinn á græjunum er löngu runnin út svo ég get ekki skilað þessu gallaða dóti pffff sem virkar ekki rassgat í bala.....................


Góðar stundir

Wednesday, May 9, 2012

Langt siðan siðast

Eg ætla að byrja a þvi að segja ykkur að komman yfir serhljoðana er biluð. Tölvan min er liklega orðin svo norsk að hun kann ekki a þessar kommur lengur svo þið faið nokkrar her sem þið getið notað eftir þörfum. ´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´

Eg hef svo sem ekki mikið að segja en langaði bara að setja eitthvað her inn svona til að halda mer i bloggformi. Lifið gengur sinn vanagang allflesta daga vinna, eta, sofa og sk...

Við höfum reyndar haft goða gesti hja okkur og það voru yndislegir dagar. Sumarið þottist vera komið og við lekum okkur uti næstum alla dagana. Skoðunarferðir þvers og kruss, golf og samvera með foreldrunum var bara skemmtileg og notaleg tilbreyting fra hversdagslifinu.

Það var afskaplega erfitt að kveðjast a flugvellinum og tomleikinn var yfirþyrmandi þegar eg kom heim aftur. En eg hef jafnað mig a þvi enda með svo mikið af goðu folki i kringum mig og nog að gera svo að það er enginn timi fyrir sorg og sut. Vona bara að þeim hafi fundist gaman og komi fljott aftur :)

Nu eru allir pappirar að verða klarir varðandi ibuðakaupin og það liður að þvi að tima okkar sem ahyggju- og eignalausum (lesist skuldlausum) einstaklingum fer senn að ljuka.

Ibuðin og flutningur er okkur að sjalfsögðu ofarlega i huga þessa dagana og eg dunda mer við að skoða blogg um innanhusshönnun og skreytingar og læt mig dreyma.

Við biðum lika eftir sumrinu sem kikti bara rett aðeins við hja okkur og stakk svo af. Annars skin solin i dag og eg vona að hitastigið fari að stiga aftur.

Við eigum lika von a fleiri heimsoknum og hlökkum til þeirra. Heimasætan fær vinkonu i heimsokn eftir 12 daga og svo koma tengdaforeldrar minir i juni. Það er sko nog að hlakka til :)

A þriðjudaginn er mer boðið að koma og hitta tilvonandi nagrannakonur minar a Algrøy. Eg hlakka til. Vinnufelagi sem byr þar var svo elskuleg að bjoða mer að koma með ser i "saumaklubbs-slutt" hja konunum þar (konurnar a Algrøy hittast eina kvöldstund i manuði, yfir vetrartiman), þetta verður spennandi.

Goðar stundir

Tuesday, April 17, 2012

Eyjan

Eins og líklega flestir vita þá höfum við fjárfest í húsnæði. Þetta er íbúð í parhúsi á eyju hér vestar. Jú, jú það er brúað. Það má kannski lýsa staðsetningunni eitthvað á þessa leið.

Bergen- Litla Sotra- Bildøy- Stóra Sotra- Langøy- og svo Algrøy (skilst að það séu 180 km til Shetlands frá Algrøy)

En Algrøy er einmitt eyjan sem við munum búa á. Á eyjunni er lítið en áhugavert samfélag. Mér skilst að það séu rétt rúmlega 90 hús á eyjunni og íbúarnir rúmlega 300. Já, við erum að tala um að flytja í sveitina.

Það verður lengra fyrir Nökkva að keyra í vinnuna en styttra fyrir mig. Það verður aðeins lengra að skreppa í mollið (en við lifum það af), en það eru matvörubúðir í nágreninu. Það mun verða eitthvað lengra fyrir unglingana að sækja skóla frá nýja staðnum en héðan af fjallinu. En Darri mun geta setið í með pabba sínum á morgnana og Yrsa fengið far hluta leiðarinnar með honum.

Það er grunnskóli á eyjunni, svona ekta sveitaskóli. Það eru á milli 20 og 30 nemendur í skólanum. Því miður er barátta um skólan, en kommúnan vill spara og fækka skólum. Kommúnan vill leggja niður alla litlu skólana, enda sjálfsagt óhagstæðar rekstrareiningar, en íbúarnir á Algrøy berjast á móti. Það er spurning hvað þeim tekst að halda lengi í skólan og maður heyrir á umræðunni að það er ekki mikil bjartsýni með það.

Í ljósi þessa og þeirra aðstæðna sem yngri sonurinn hefur verið í þá tókum við foreldrarnir ásamt kennurum hans og aðstoðarmanni þá ákvörðun að hann fengi að byrja næsta skólaár í þeim skóla sem hann er í núna. Svona til að demba ekki á hann miklum breytingum í einu þ.e að flytja, fara úr innflytjendabekk í almennan bekk og fara í nýjan skóla (sem verður svo kannski lagður niður á næsta eða þar næsta ári). Hann er farinn að finna ákveðið öryggi meðal jafnaldranna í skólanum og í skólaumhverfinu svo við töldum að þetta yrði best svona og fara svo að spá í flutning milli skóla síðar á skólaárinu. Ætlum að vinna í því að hann kynnist krökkum á eyjunni í gegnum félagsstarf og svona svo flutningur milli skóla verði auðveldari.

Það virðist vera mikil samheldni meðal íbúanna á Algrøy. Þar er íbúafélag sem stendur fyrir ýmsum viðburðum. Einu sinni í viku hittast konurnar (þær sem vilja) í "saumaklúbb", karlarnir (sem hafa áhuga) hittast einu sinni í viku og spila fótbolta og það er leikfimi fyrir alla íbúa (sem áhuga hafa) eyjarinnar einu sinni í viku. Mér finnst þetta spennandi og ætti þetta að auðvelda okkur að kynnast fólki og mynda tengsl. Það er líka a.m.k einu sinni á ári Bygdafest sem mér virðist vera eitthvað álíka og þorrablót, þar sem er komið saman og borðaður góður matur, gert góðlátlegt grín að náunganum og dansað.

Það er eitt sem veldur mér smá áhyggjum en það er það að meirihluti íbúanna ber eftirnafnið Algrøy, þannig að við íslendingarnir sem höfum ekki einu sinni fjölskyldunafn verðum eins og skrattinn úr sauðaleggnum þarna :)

Íbúðina fáum við ekki afhenta fyrr en 11.júlí, daginn eftir að við komum úr Íslandsferðinni.

Það styttist óðfluga í komu foreldra minna, en þau ætla að dvelja hjá okkur í viku. Er búin að koma því svo fyrir að ég verð í fríi og get því haft ofan af fyrir þeim allan tíman. Okkur hlakkar alveg rosalega mikið til að fá þau í heimsókn og sína þeim lífið okkar hér.

Góðar stundir.

Tuesday, April 10, 2012

Jáhá heitir þú það í dag!!

Gömul kona: Íris.....heitir þú það í dag (í vinnunni er ég með nælu með nafninu mínu á)
Ég: Já það heiti ég nú alla daga
Gömul kona: Íris... merkilegt, aldrei heyrt það fyrr.
Ég: Ég kem frá Íslandi svo þess vegna hefur þú líklega ekki heyrt nafnið mitt áður.
Gömul kona: Ertu íslendingur?
Ég: Já það er ég
Gömul kona: Skellihlær og hristir höfuðið, lítur á samstarfskonu mína og segir, þessi segist vera íslendingur, stórfurðulegt alveg og svo er hún klædd eins og norðmaður.................................

Mikið finnst mér alltaf gaman í vinnunni, hver dagur er einstakur.

Thursday, March 29, 2012

Er íslendingur hér

Ég hef eignast aðdáanda. Hann er kominn yfir nírætt blessaður en þegar hann veit af mér í vinnu þá vill hann fá íslendinginn til sín. Hann var svo yfir sig ánægður þegar hann vissi að ég væri frá Íslandi og hann þarf mikið að spjalla um Ísland. Mér finnst það ekki leiðinlegt heldur.

Hann segir mér sögur. Hann var á bát við strendur Íslands sem ungur maður. Hann veiddi síld, skilst mér og þeir lönduðu oft á Íslandi. Hann hafði komið til Vestmannaeyja, Siglufjarðar, Seyðisfjarðar og Akureyrar. Þetta voru staðirnir sem hann nefndi en hann segist hafa komið víða við. Augun ljóma þegar hann segir frá. Hann fór m.a á ball á Akureyri, ætlaði í bíó en endaði á dansleik og dansaði við margar fallegar íslenskar stúlkur. Hann segist hafa orðið ástfanginn á Íslandi og átt stúlku (kærustu) þar, en þegar komið var að því að halda á ný til Noregs þá vildi hún ekki fara með honum. Fannst það alltof langt. Í dag hefði það ekki þótt tiltökumál að bregða sér á milli landa til að elta ástina. Svo endar hann yfirleitt samtöl okkar á því að spurja hvort við eigum ekki bara að skella okkur saman til Íslands :) Hann mundi glaður koma með mér.

Síðast þegar við spjölluðum þá talaði hann um að hann hefði séð eldgos á Íslandi. Þeir hefðu verið á sjó og séð það frá hafi. Hann nefndi Vestmannaeyjar í þessu samhengi en ég fæ það ekki til að stemma við það að hann hafi verið mjög ungur þegar hann var að fiska við Ísland. Næst þegar við hittumst þá ræðum við þetta betur.

Gaman að heyra þessar sögur. En ég hef hitt annan eldri mann, sem stundum er gestkomandi á hjúkrunarheimilinu, sem hefur fiskað við Ísland. Þeir hafa eflaust margir verið á Íslandsmiðum á sínum yngri árum.

Góðar stundir

Friday, March 23, 2012

Fallegur dagur/myndablogg

Þurfti að bregða mér af bæ. Það var ansi erfitt að yfirgefa sólina á svölunum en ég lét mig hafa það. Tók myndavélina með svona að gamni mínu. Langaði til að sýna ykkur hvernig umhverfið er hér hjá mér í útlandinu. Það var nú ekki alltaf létt að finna bílastæði svo púströrið fékk aðeins að finna fyrir því, einu sinni enn, er greinilega ekki mjög flink á svona vambsíða bíla :)














Góðar stundir

Saturday, March 17, 2012

Hljóð

Ætli það sé hægt að vera með ofnæmi fyrir hávaða eða hinum ýmsu hljóðum. Ég hef allavega takmarkað þol gagnvart hinum ýmsu hljóðum. Mér finnst t.d afskaplega gott að hlusta á þögnina og geri það mun oftar en að hlusta á útvarp. Samt hef ég mjög gaman af tónlist en get ekki haft hana hátt stilta nema ég sé í alveg sérstöku skapi. Ískur, smelli, bank (síendurtekið) o.fl. getur gert mig alveg bilaða, væri líklega hægt að pína mig til frásagnar um ýmislegt með því að framkvæma slík hljóð í nokkrar sekúndur....

Núna situr betri helmingurinn ásamt börnunum inni í eldhúsi að spila Íslandópólý. Ég var með í upphafi en varð að gefast upp. Eftir annasaman (órólegan) dag í vinnunni höndluðu eyrun ekki talandan í mínum yndislegu börnum, sem virðast hafa erft talandan frá móður sinni ;) Þau eiga það til að tala dálítið mikið og helst öll í einu og það frekar hátt :) (líklega til að yfirgnæfa hvort annað) oftast hef ég lúmskt gaman af því, og hef það í sjálfu sér núna líka, á meðan ég sit í öðru herbergi :) Já ég veit, ég eiginlega skammast mín, en ég reyndi.

Góðar stundir

P.s
Það er bannað að nota þessar upplýsingar gegn mér!

Monday, March 12, 2012

Ég féll

Þetta var ást við fyrstu sýn

Ég rakst á þá alveg óvart og varð að máta

Þegar ég sá verðmiðann, 250 NOK, var ekki aftur snúið og ég tók þá með mér heim.





Hvað er eiginlega málið með konur og skó?

Góðar stundir.

Sunday, March 11, 2012

Draumur um hús

Það er ýmislegt sem við fjölskyldan veltum fyrir okkur. Já, við erum dálítið að spá í því hvort við eigum að fjárfesta í eigin húsnæði í stað þess að setja gommu af peningum í leigu. Við erum líka orðin frekar leið á lélegum strætósamgöngum hingað upp á fjallið. Það er yndislegt að búa hér, friðsælt og notalegt en stundum (frekar oft) pirrar þetta samgönguleysi okkur enda vön því að skottast allt á hér um bil 5 mínútum.

Við höfum skoðað ótrúlegt magn af fasteignaauglýsingum og draumarnir farið á háflug. Við höfum rætt fram og tilbaka hvaða kröfur við setjum um staðsetningu og slíkt. Húsmóðirin væri alveg til í að búa aðeins "afsíðis" nema á þriðjudögum og fimmtudögum (þá eru skutldagar á íþróttaæfingar og námskeið). Í sumum hverfum hér er byggt svo þétt að það er hægt að teygja sig út um eldhúsgluggan og hræra í potti á eldavél nágrannans. Slíkt nábýli er ekki ofarlega á óskalista hjá okkur. Unglingana dreymir um betri strætósamgöngur og að það sé ekki mjög langt í mollið eða sjoppu :) Börnin þrjú eru líka sammála um að þau vilja öll stærsta herbergið í húsinu. Foreldrarnir mundu helst vilja finna húsnæði í hverfinu þar sem sá yngsti er í skóla (núna) svo hann þurfi ekki að skipta um skóla (við elskum skólan sem hann er í) en það er eiginlega ógjörningur þar sem það er svo dýrt hverfi.

Það er reyndar ekki úr miklu að moða í sjálfu sér, þar sem að íslensku peningarnir verða að engu hingað komnir þá getum við ekki keypt dýrt, svo möguleikarnir eru ekki miklir. Við gætum keypt stórt flott hús ef við værum tilbúin að búa út í rassgati en ekkert okkar er tilbúið til þess (nema húsmóðirin, alla daga nema þriðjudaga og fimmtudaga). Við erum tilbúin að sætta okkur við lítið pláss, en allir vilja samt hafa möguleika á sér herbergi (við Nökkvi sættum okkur ennþá við að vera í sama herbergi) og lítill garður væri draumur.

Við erum búin að gera tilboð þrisvar sinnum. Tvisvar í íbúð í raðhúsi og einu sinni í lítið einbýlishús. Tvisvar höfum við fengið klárt nei og skilaboð um að ekki sé litið við tilboðum undir ásettu verði (sem var pínu yfir okkar mörkum), og svona ykkur að segja þá hlakkar í mér þegar ég sé að þessar íbúðir eru ekki ennþá seldar.

Þegar við buðum í húsið lentum við í "slag". Í byrjun áttum við hæsta tilboðið og við vorum bjartsýn enda höfðum við möguleika á að fara yfir ásett verð ef það yrði "slagur". Slagurinn lýsir sér þannig að við byrjum á að leggja inn skriflegt tilboð og svo er látið vita með sms-um þegar einhver hækkar tilboð og þau gilda frá c.a 20 mín niður í 10 mín. Þá hringir maður inn og lætur vita hvort maður hækkar sig eða er hættur. Þetta var æsispennandi og næstum því magasársvaldandi, það fór svo að við urðum að draga okkur út úr slagnum. Húsið var selt 255.000 NOK yfir ásettu verði sem var 130.000 NOK yfir því sem við gátum boðið. Við urðum frekar svekkt en höfum nú alveg jafnað okkur :)

Svo við höldum áfram að skoða fasteignaauglýsingar (er eiginlega að verða aðal hobbýið) og láta okkur dreyma. Ég er reyndar búin að sjá eitt (sem þið getið skoðað hér HÉR) sem heillar mig. Það versta er að það er gamalt, sem er kannski ástæðan fyrir því að það heillar, og það þarf að gera rosalega mikið fyrir það. Þakið er m.a orðið þreytt og fleiri "stór" verkefni sem þarf að huga að. Þar sem við hjónin erum ekkert sérlega miklir smiðir, pípulagningamenn eða rafvirkjar þá er þetta kannski ekki mjög gáfulega fjárfesting. Ekki nema væri hægt að koma sér upp viðhöldum með þessa menntun. En það er margt sem heillar samt, staðsetningin, ekki hægt að hræra í potti nágrannans með því að teygja sig út um gluggan, góðar samgöngur, gömlu upprunalegu gólfin og margt fleira. En það er allt í lagi að láta sig dreyma ekki satt.

Þetta er meðal þess sem er efst í huga okkar þessa dagana. Já, eins og þið lesið eflaust á milli línanna í þessum pistli, þá höfum við hugsað okkur að dvelja lengur hér í Noregi. Að flytja heim er ekki plönunum alveg strax, okkur líður vel og höfum það afskaplega gott og langar að prófa að vera hér lengur.

Góðar stundir.

Friday, March 9, 2012

Kaffi á "hraðbrautinni"

Kannski kominn tími á blogg. Var bent mjög kurteislega á það og þá gerir maður eitthvað í málinu, ekki satt.

Ég fór til tannlæknis í gær, sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Stóð í þeirri meiningu að ég væri bara að fara í smá tékk, svona til að athuga hvort kjafturinn á frúnni væri tilbúinn í það að fá krónu á úr sér genginn jaxl. Svo áður en ég fór inn hjá tannanum, þá sendi ég vinnufélaga smáskilaboð, til að athuga hvort hún vildi gefa mér kaffisopa eftir tékkið.

Það vildi nú ekki betur til en svo að þegar ég gapti fyrir tannlækninn, þá segir hún að nú byrjum við bara undirbúning fyrir krónuna. Ég átti ekki að finna til og fékk þvílíka deyfingu áður en hún hófst handa við að fjarlægja gamla fyllingu og spóla jaxlinn til. Ég er að segja ykkur það að tungan var dofin og öll vinstri hlið andlitsins eins og hún lagði sig, meira að segja eyrað. Fékk bráðabirgðakrónu sem er á stærð við jaxl í hesti (hef svolitlar áhyggjur af ektakrónunni sem er víst framleidd í útlöndum, vona bara að það sé ekki í Búlgaríu).

Þegar ég kom út frá tannsanum biðu skilaboð frá vinnufélaganum um að ég ætti að hringja, sem ég og gerði. Hún var á leiðinni út úr húsi ætlaði til Bergen á útsölumarkað og sagðist kippa mér með. Ég átti frekar erfitt um mál þar sem tungan og hálf neðri vörin voru undir áhrifum deyfilyfja. Svo það var einfaldast að segja bara já, og eins og við vitum þá slær kona ekki hendinni á móti því að komast á útsölumarkað.

Þegar ég var sest inn í bíl, búin að spenna beltið og við lagðar af stað, segir vinkonan ég kom með kaffi handa þér. Mikið rétt, hún var með kaffibrúsan og tvær könnur meðferðis. Á meðan hún kveikti sér í sígó, sagði hún helltu líka í könnu handa mér. Sem betur fer eru ekki slegin nein hraðamet á norskum hraðbrautum. Fannst þetta svoldið glæfralegt á köflum, þar sem hún reykti, drakk kaffi og skipti um gír. Komst að því að það er frekar erfitt að drekka kaffi, með dofna vör og tungu, akandi á norskri hraðbraut, jafnvel þó maður sé farþegi. Þetta var samt vel þess virði, við hlógum að vitleysunni og gerðum góð kaup á útsölumarkaðnum......

Góðar stundir.

Tuesday, February 28, 2012

Barn í vændum

hahahahaha Grípandi titill ekki satt :) Ég á EKKI von á barni!! Á þrjú stykki af svoleiðis. Þrjú stykki sem ég er ákaflega ánægð með og er stolt af að geta sagt að séu mín. Ég hef lagt mitt af mörkum til fjölgunar mannkyns og hef ákveðið að því hlutverki í mínu lífi sé lokið.

Núna bíðum við fjölgunar hjá litlu systur. Hún er gengin þó nokkuð fram yfir settan dag og er eflaust löngu farin að bíða. Ég hef síman nánast við hjartastað svona ef fréttir skildu berast.

Mér finnst skrítið að hafa ekki séð hana (augliti til auglits) með þessa fallegu bumbu. Það er líka svolítið erfitt að kyngja því að barnið verður nánast fullorðið (4. mán) þegar ég kem til með að sjá það í fyrsta sinn. Ég hugsa að ég eigi eftir að missa mig í barnafatakaupum svona til að reyna að fá tilfinninguna fyrir því að þetta barn sé til :) Hlakka ákaflega mikið til að fá að vita hvort ég eigi að missa mig í kaupum á stelpu- eða strákafötum.

Ég veit að hún er orðin ákaflega þreytt (enda tekur það á að framleiða nýjan einstakling) og það hefði nú verið gaman að geta veitt henni gott fótanudd og smá dekur svona á síðustu metrunum. Ég verð bara að treysta því að mágur minn sinni hlutverki stóru systur líka :) Ég reyni að senda henni hríðarstrauma yfir hafið jafnvel þó svo að mínar hríðar hafi yfirleitt verið frekar gagnslausar. En ég hef frétt af konum sem senda nánast ónotaða strauma til hennar svo þetta hlýtur að fara að gerast.
(myndinni er stolið án samviskubits frá barnsföðurnum)

Mér finnst hún ákaflega falleg svona á síðustu metrunum, hún er það reyndar alltaf. Vonandi fáum við fréttir af barni fljótlega.






Wednesday, February 22, 2012

Hugleiðing

Eins og ég hef nefnt þá á ég það til að hugsa alltof mikið. Um daginn þegar heilinn var ofvirkur í hér um bil tilgangslausum hugsunum þá fór ég meðal annars að velta því fyrir mér hvað starfið mitt er í raun og veru fjölbreytt og að ég held að fólk sem hefur ekki unnið í heilbrigðisgeiranum eða við umönnun geri sér bara alls ekki grein fyrir því hvað starfið er fjölbreytt. Þó það sé ljótt að segja það þá heyrði ég oft þegar ég var búin með mitt sjúkrliðanám að nú væri ég löggilltur skeinari. Smart ekki satt, ætli þetta sé almenn hugmynd um starf þeirra sem starfa við umönnun aldraðra? Hver er hugmynd fólks um störf hjúkrunarfræðinga? Ég hef grun um að fólks sjái fyrir sér að við séum alltaf með sprautuna á lofti eða pilluglasið, séum að setja plástra hér og þar svona svo eitthvað sé upp talið.

Mitt starf sem hjúkrunarfræðingur á hjúkrunarheimili er ákaflega fjölbreytt vægast sagt. Jú, jú ég á það vissulega til að sprauta fólk. Og ég sé um að taka til lyf og gefa lyf. Mitt aðalstarf er samt að vera talsmaður þjónustuþegans, t.d í samskiptum við lækna og annarra fagstétta í heilbrigðisgeiranum. Það er að halda utan um þá þjónustu sem hann fær og að reyna af öllum mætti að sjá til þess að hann fái þá þjónustu sem hann þarf, þarna kemur m.a inn í að útvega þau hjálpartæki sem viðkomandi þarf á að halda og fái þá umönnun sem hann þarfnast. Einnig sé ég um skráningu allskonar upplýsinga og mat á þróun sjúkdóms og getu þjónustuþega. Að sjálfsögðu er ég líka í umönnunarhlutverki í öðrum skilningi líka. Ég aðstoða þjónustuþega við að viðhalda persónulegu hreinlæti, hvað er nú það spyrja sumir kannski, en í þessu felst m.a aðstoð við böðun, klósettferðir, tannhirðu, klæðnað og fleira. Þjónustuþegin er aðstoðaður við allar athafnir daglegs lífs, þar sem hann þarfnast aðstoðar, t.d aðstoð við að nærast, þvo sér og klæða sig. Einnig er það okkar hlutverk að viðhalda færni þjónustuþegans við athafnir daglegs lífs, leiðbeina þegar þarf (t.d þegar viðkomandi hefur gleymt hvernig á að gera ákveðna hluti) og hvetja, vera tilbúin að aðstoða þar sem þarf. Að vera talsmaður þjónustuþega er ábyrgðarmikið starf og ég held að hjúkrunarfræðingar allstaðar séu alltaf að berjast fyrir því að þjónustuþegi fái þá þjónustu sem honum ber og í því felst meðal annars að vaktirnar séu almenninlega mannaðar. Held að það sé því miður þannig allstaðar í heiminum að það sé ætlast til þess að hver starfsmaður sinni of mörgum sjúklingum, og það er svekkjandi að geta ekki veitt jafn góða þjónustu og maður vildi. En við gerum okkar besta með alltof fátt starfsfólk (því miður).

Sáraskipti og að meta og ákveða meðferð á sárum er stundum partur af starfinu. Það að skipuleggja starf dagsins í samráði við annað starfsfólk ásamt því að skipuleggja hjúkrun og meta hjúkrunarþörf þjónustuþega er líka hluti af starfinu. Að vera til staðar fyrir þjónustuþega og fjölskyldu hans þegar á þarf að halda, að geta hlustað eftir því sem fólk er að segja og að lesa í tilfinningar, hegðun og samskipti er eiginleiki sem hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa. Held að margir átti sig ekki á því að samskipti, stuðningur og kannski í raun hjúkrun aðstandenda er oft stór hluti af starfinu.

Umönnun deyjandi er að óumflýjanlegur þáttur í starfi hjúkrunarfræðings á hjúkrunarheimili. Og mér persónulega finnst það ákaflega gefandi starf. Að bera ábyrgð á því að einstaklingi líði sem best á síðustu dögum, klukkutímum og mínútum þessa lífs er áskorun og þegar vel til tekst er maður ákaflega sáttur. Við þessar aðstæður er maður líka í mjög nánum samskiptum við aðstandendur og hjúkrun/umönnun þeirra er ekki síður mikilvægur þáttur. Að vera tilbúin að hlusta, að geta útskýrt og svarað spurningum, verið stuðningur og veitt styrk og hlýju er nauðsynlegt, og þegar ég sem hjúkrunarfræðingur upplifi að ég hafi verið allt þetta þá er ég svo óendanlega sátt.

Á mínum vinnustað þá þvæ ég líka og brýt saman þvott. Ég elda stundum graut og smyr brauð og baka, vaska upp og þurrka. Ég aðstoða fólk við að borða, veiti félagsskap og aðstoða með samskipti við aðra þjónustuþega (það er mjög gaman þegar tekst að fá sem flesta í samræður um líf og störf þeirra), les, fer í gönguferðir með þjónustuþegum, syng fyrir og með þjónustuþegum og stundum jafnvel dansa ég. Aðstoða við ýmiskonar styrktarþjálfun, nudda o.fl.

Á heilabilunardeild (þar sem er fólk með Alzheimer og heilabilun af öðrum orsökum) þarf maður að vera flinkur að lesa í aðstæður og líkamstjáningu. Maður þarf að gera sér far um að þekkja hvern og einn þjónustuþega ákaflega vel, þar sem að þetta fólk er ekki alltaf fært um að tjá sig eða að segja hverjar þarfir þeirra eru. Það koma oft upp óvæntar og sérstakar aðstæður sem maður þarf að geta tæklað og unnið úr. Stundum getur það verið vægast sagt flókið að fá þjónustuþegan til samvinnu svo maður þarf að eiga ótakmarkað magn af þolinmæði. Þess vegna skiptir upplýsingaflæði á milli vakta ákaflega miklu máli og að skrifa svokallað rapport (skráning upplýsinga) um hvern og einn. Í upphafi vaktar lesum við okkur svo til um atburði hjá hverjum og einum, líðan, næringu, svefn og ef einhverjar breytingar hafa orðið á högum viðkomandi, heilsu eða meðferð.

Hér hef ég líka kynnst alveg nýjum aðstæðum og það er það að einstaklingur endurupplifir atburði og hræðslu frá stríðsárunum. En hér á Sotra var þýski herinn með aðsetur og það voru unnin hér ýmis voðaverk. Að upplifa óttan, kvíðan og skelfinguna í gegnum einn þjónustuþegan var alveg nýtt fyrir mér og svolítið yfirþyrmandi í fyrstu en eins og með annað þá lærir maður hvernig á að bregðast við.

Stundum á kvöldvöktum er ég svokölluð A-vakt. En þá er ég með yfirumsjón í húsinu þ.e að ef eitthvað kemur upp á öðrum deildum þá er leitað til mín. Ef starfsmaður tilkynnir veikindi þá þarf ég að kalla út annað starfsfólk. Sé um að húsinu sé læst á réttum tíma og geng úr skugga um að allar hurðir séu læstar sem eiga að vera læstar og allt sé í lagi í húsinu áður en ég skila af mér vaktinni. Er í samskiptum við læknavakt ef þarf og síðast en ekki síst ber ég ábyrgð á því að rétt sé brugðist við ef það kemur upp bruni.

Ég er ánægð með starfið mitt og finnst mjög gefandi, það er fjölbreytt og mér leiðist aldrei í vinnunni.

Ég er stolt af því að vera hjúkrunarfræðingur.

Tuesday, February 7, 2012

Peningar og reikningar

Virkilega áhugaverður titill ekki satt? Kannski ekki :)

Þannig er mál með vexti að við heimasætan brugðum okkur í bankann til að borga námskeiðsgjaldið hennar. Við vorum með gíróseðilinn meðferðis og peninga í lausu til þess að borga með.

Ég er að vinna í því að gera "fullorðna" barnið mitt að sjálfstæðum einstakling sem getur bjargað sér (eða er það ekki það sem uppeldi felur í sér) svo hún átti að sjá um bankaviðskiptin og ég var bara með til halds og trausts (svona fluga á vegg, ég veit meira svona risafluga). Við byrjuðum á að taka númer og biðum sallarólegar eftir því að röðin kæmi að okkur. Þurftum nú ekki að bíða lengi í þetta sinn (sem var kærkomið) og heimasætan skellir gíróseðlinum á borðið og segist ætla að borga hann.

Gjaldkerinn handfjatlaði seðilinn og spurði svo hvort heimasætan væri með skilríki, hún var bara með gamalt bankakort frá Íslandi (frekar beyglað og slitið) því hér eru þeir ekki viljugir að láta mann hafa bankakort með mynd fyrr en maður hefur verið í viðskiptum við bankann í einhvern tíma. Gjaldkerinn handfjatlaði gamla bankakortið og var eitthvað vandræðaleg og spurði hvort við værum ekki með neitt betra en þetta t.d vegabréf. Þá ákvað risaflugan (ég) að hætta að dandalast á veggnum og skipta mér af, ég sagði svo ekki vera, við hefðum ekki gert okkur grein fyrir að við þyrftum vegabréfið til að fá að borga reikning, við værum nú helst ekki með vegabréfin á okkur að staðaldri. Gjaldkerinn hélt áfram að vandræðast eitthvað og pikka inn í tölvuna, ég nefndi að vegabréf heimasætunnar hefði jú verið skannað inn hjá þeim þegar hún fékk bankareikning hjá þeim, hvort það væri ekki nóg. Hún þurfti nú að fara og tala við einhvern til þess að athuga það.

Það var nú aðeins farið að síga í mig þegar hér var komið, hvernig gat þetta verið svona mikið mál að fá að borga einn skitinn reikning. Það var ekki eins og þetta væri einhver svimandi upphæð. Mundi allt í einu að ég var með vegabréfið mitt í töskunni, því ég hafði verið í Apótekinu daginn áður að sækja lyf. Svo þegar gjaldkerinn kom til baka sagði ég henni að ég væri með vegabréf ef það auðveldaði málið eitthvað. Hún muldraði eitthvað og byrjaði að pikka inn í tölvuna á ný og sagðist svo taka íslenska bankakortið sem gild skilríki í þetta skiptið, en þegar heimasætan rétti henni svo beinharða peninga fyrir reikningnum þá vandaðist nú málið aftur. Það gekk ekki upp, gjaldkerinn sagði að auðveldast væri að taka þetta beint út af bankareikningi heimasætunnar, ég sagði að það væri ekki nóg inn á honum til þess. Nú vildi gjaldkerinn fá að leggja peninginn inn á bankareikninginn og skuldfæra svo gíróseðilinn út af honum.............................hún fékk jú leyfi til þess blessunin svo okkur tókst nú að borga þetta fyrir rest.

Hverjum hefði grunað að það væri svona mikið mál að fá að borga einn gíróseðil....

Mér skilst að það sé beðið um almenninleg skilríki (ekki gamalt íslenskt bankakort) í bankanum, sama hvað maður er að gera. Þetta eru einhverjar reglur sem eiga að hindra peningaþvætti og fleira svindl, á sem sagt að vera hægt að rekja allar færslur.

Góðar stundir.

Monday, January 30, 2012

Af fólki og nöfnum

Af og til þá sér maður einhvern sem minnir mann á einhvern. Ég hef rekist á mörg kunnuleg andlit hér í nýja landinu. Hvort það sé til marks um skildleika íslendinga og norðmanna er allt önnur saga. Aftur á móti þá finnst mér bara vinalegt að sjá kunnulegt andlit. Við höfum svo gert það, kannski ósjálfrátt eða meðvitað, að kalla viðkomandi okkar á milli nafni þess sem hann minnir okkur á. Ég veit við erum pínu klikk, en það er ekki svo slæmt skal ég segja ykkur, það gefur bara lífinu lit.

Mörg nöfn hér eru líka ákaflega lík eða nánast þau sömu og íslensku nöfnin sem við þekkjum. Og finnst mér ákaflega gaman að spá í nöfnunum.

Kvenmannsnöfn: Magnhild, Borghild, Gudrun, Gerda, Ragnhild, Sigrun, Ingeborg, Bjørg, Aslaug, Andrea, Anita, Eva, Alfhild, Elsa, Ella, Bergljot, Rannveig, Gunvor, Dagny, Solveig, Kristin, Anne/Anna, Hanne/Hanna, Lise, Elise,

Karlmannsnöfn: Gunnar, Leif, Bjørn, Asbjørn, Sigurd, Jon, Olav, Olaf, Harald, Ingvar, Ivar, Hans, Einar, Johannes, Magnus, Geir, Siggeir, Gudmund, Stein, Svein, Thorbjørn, Helge, Oskar/Oscar, Gisle (frekar sjaldgæft),

Kunnuleg ekki satt og þetta eru nú bara nokkur. Mörg fleiri sem eru lík, sum af þessum nöfnum eru algeng og önnur sjaldgæf. Það hefði komið sér vel fyrir börnin mín að heita Jón, Sigurður og Guðrún :) . Ég er ánægð með nöfnin þeirra eins og þau eru og sé ekki eftir því að hafa gefið þeim þau.

Ég er hinsvegar fegin að strákarnir mínir fengu ekki nafnið Sölvi, þó mér finnist það fallegt. Sølvi er nefnilega kvenmannsnafn hér í Noregi.

Góðar stundir

Saturday, January 28, 2012

Myndin

Þá er myndin tilbúin, held ég. Er ekki nógu ánægð með ljósmyndirnar sem ég tók af henni, en þær verða að duga. Kannski á ég eftir að fikta meira við myndina, það kemur í ljós þegar ég verð búin að hafa hana fyrir augunum í einhvern tíma.


Þessi er tekin án þess að nota flass, og er aðeins of dökk.


Þessi er tekin með flassi, og er eiginlega yfirlýst.
Mikið rosalega finnst mér gaman að mála. Vildi gjarnan að ég hefði betri aðstöðu til þess, þetta kostar smá fyrirhöfn. Það þarf að þekja eldhúsborðið með dagblöðum, finna til litina og annað. Svo þarf að ryðja öllu af borðinu á milli máltíða, frekar pirrandi þegar wannabe-listakonan er í ham :) En þetta eru nú bara smámunir og ekkert til að kvarta yfir, lífið gæti verið svo mikið verra en þetta, ekki satt :)

Góða helgarrest.

Friday, January 27, 2012

Laugardagskvöld

Ég hélt áfram að mála

Fáfnir Freyr málaði norska fánann

Öldungurinn :) púslaði

Myndin mjakast áfram


Fáfnir Freyr hjálpaði líka pabba sínum með púslið


Svona leit myndin út þegar ég hætti í kvöld

Wannabe-listakonan og húsmóðirin takast á

Frídagur í dag. Þó mig langaði bara að kúra undir sæng þá ákvað ég að reyna að virkja einhverjar af þessum konum sem í mér búa. Wannabe-listakonan varð fyrir valinu en hún þurfti samt sem áður að slást við húsmóðurina sem tók yfirhöndina öðru hvoru. Á endanum sættust þær á að húsmóðirin fengi að hlaupa um með ryksuguna og taka út úr uppþvottavélinni ásamt fleiri leiðinlegum heimilisstörfum á meðan litirnir á striganum þornuðu á milli atrenna wannabe-listakonunnar.




Wannabe-listakonan ákvað að sýna afrakstur dagsins, fróðlegt að sjá hvað verður úr þessu. Verkið er sem sagt ennþá í vinnslu. Húsmóðirin ákvað að vera ekkert að sýna framvindu mála í tiltekt og þrifum.

Góðar stundir.

Thursday, January 26, 2012

Allt og ekkert :)

Gærdagurinn að vakna (25.01.12)

Undirrituð hefur ekki lent í neinum hremmingum frá síðasta bloggi. Bíllinn er ennþá beyglaður og speglalaus með svartan ruslapoka í stað rúðu. Ég hætti mér nú ekkert mikið út af eyjunni þ.e. inn í Bergen á drossíunni í þessu ásigkomulagi (er það í einu orði eða hvað?) enda frekar óþægilegt að skipta á milli akreina þegar útsýnið er sama og ekkert.

Annars gengur lífið hjá okkur sinn vanagang og öllum gengur vel. Ég er svo stolt af rollingunum mínum að ég er alveg við það að kafna úr monti. Þau eru öll að standa sig svo frábærlega vel.

Hávaðinn í áramótasprengingunum
 er ekki vinnsæll, jafnvel þó þær
væru aumingjalegar :)
Yngri drengurinn stendur sig vel í skólanum og er farinn að tala norsku þar svona af og til. Mér skilst að það komi dagar þar sem hann talar nánast bara norsku og gleymi enskunni þó hún sé ríkjandi, hann reynir að tala ensku við þá fullorðnu samt svona í byrjun. Hann er farinn að vera meira með 3.bekk og það gengur fínt, leikur mikið við þau úti í frímínútum. Í gær fór hann með þeim í smá ævintýraferð út í skóg, þar sem var leikið í feluleik, kveikt bál til að ylja sér við, pylsur þræddar upp á grein og grillaðar yfir bálinu. Hann kom heim í skýjunum eftir ferðina, fannst þetta æðislegt. Það er ekki laust við að mér finnist tilhugsunin um að hann þurfi jafnvel að skipta um skóla ekki spennandi.

Spaugarinn minn á erfitt með að
sleppa grettunum við myndatöku
Eldri drengurinn (spaugarinn mikli) er að standa sig glimrandi vel í skólanum. Hann er nánast eingöngu orðið inn í 10.bekknum og líkar það mun betur en að vera í innflutningsbekknum. Hann tók jólaprófin (svipuð og samræmduprófin) með stæl og fékk mjög góðar einkunnir. Svo tók hann norskt mállýskupróf (dialektu) nú á dögunum. Já, í norsku þá eru þau prófuð í mállýskunum, þurfa að geta útskýrt framburðarmuninn á milli mállýska og vita hvar hvaða mállýska er töluð, bæði bóklegt og hlustun. Það er skemmst frá því að segja að pilturinn fékk 3 á prófinu (einkunnir hér eru frá 0 eða 1 til 6) og mér finnst það fjandi gott hjá honum, honum gekk ekkert sérstaklega vel í hlustunarþættinum en hitt gekk vel. Núna erum við farin að spá í framhaldsskóla, hér þarf að sækja um fyrir 1.mars. Hann veit hvað hann vill læra en ekki alveg komið á hreint hvaða skóla hann vill sækja um. Fyrir áramót var hann staðráðinn í að sækja um í FAS og fara til Íslands, en núna langar hann bæði í skóla hér og í FAS. Spurning hvað verður ofan á, vona að hann sættist á að prófa eitt ár hér. Það er verið á fullu að skipuleggja bekkjarferðalag og safna fyrir því. Í fyrstu var ætlunin að fara til Íslands og var drengurinn staðráðinn í að fara með, svo var farið að pæla í öðrum möguleikum og þá var hann ákveðinn í að fara ekki í ferðina ef Ísland yrði ekki fyrir valinu. Nú er búið að ákveða einhverja ævintýra-hyttuferð innanlands, og gaurinn ætlar að skella sér með og móðirin er alsæl með það. Körfuboltaæfingar stundar hann af kappi og hefur gaman af þó að liðinu hafi ekki gengið mjög vel í keppnum.

Falleg er hún heimasætan
Af heimasætunni er það að frétta að hún er á leiðinni á norskunámskeið og er bara nokkuð spennt fyrir því. Hún fékk tækifæri til að vinna á netaverkstæðinu hjá pabba sínum fyrir jólin og á milli jóla og nýárs. Sjálfboðaliðastarfið í skólanum hans Fáfnis er enn til staðar. Hún má mæta þegar hún vil en hún mætir þar nánast á hverjum degi. Henni finnst þetta rosalega gaman og fær að hjálpa mikið til. Hún hefur aðalega verið að aðstoða inn í innflutningsbekknum og þau eru ánægð með hjálpina sem þau fá þar, enda hefur fjölgað í bekknum og þau segja að það muni mikið um aðstoðina, ekki verra að fá líka að læra smá norsku í leiðinni. Hefur verið mikið að aðstoða einn nemandann sem hefur átt aðeins erfitt og hún er sú eina sem hann hlustar á, svo það er áskorun en ánægjulegt í leiðinni því þeim gengur vel saman. Daman er líka á fullu í Þorrablótsnefnd Íslendingafélagsins ásamt pabba sínum og finnst það bara gaman. Hún er harðákveðinn í að sækja um framhaldsskóla hér og stendur valið á milli tveggja skóla, er að vega og meta hvorn hún á að velja. Ætlar á braut sem heitir Design og handverk, hugurinn stefnir svo í framhaldinu (eins og er) í gullsmíði eða blómaskreytingar en hún þarf að byrja á að taka eitt ár á þessari braut, hvort sem hún velur. Annars var hún að tala um það líka að henni finndist svo gaman að vinna með börnunum að hún týmdi varla að hætta þar, svo eitthvað nám tengt því gæti líka komið til greina.



Af okkur hjónum er það að frétta að við erum sátt við lífið og tilveruna, afskaplega ánægð með hvort annað og börnin okkar. Gengur vel í vinnunni hjá okkur báðum. Bóndinn er að verða búinn að fylla kvóta viðskiptavina sem verkstæðið getur tekið við, er núna í Austevoll í viðræðum við einhverja sem vilja koma í viðskipti við hann. Nóg að gera hjá mér í vinnunni, fæ fullt af aukavöktum (stundum meira en ég vil, það er þetta með erfiða orðið nei) ofan á 50% sem ég er með fast. Ég er að flakka á milli allra deildanna (sem eru 4) og það er bara gaman að fá smá tilbreytingu.
Um það bil hálfsmánaðarlega (stundum í hverri viku) hittum við nokkra íslendinga og syngjum með þeim. Við vitum ekki alveg hvort við eigum að kalla okkur kór eða sönghóp. Höfum aðalega verið að syngja okkur til skemmtunar og þá oftast hver með sínu nefi, en nú er planið að taka málið alvarlegri tökum og fara að syngja raddað og æfa upp nokkur lög almenninlega. Hvað við gerum svo með það er spurning, kannski verða bara stórtónleikar í Grieghallen (tónlistarhúsið í Bergen) hvað veit maður ha,ha,ha. Svo hittist þessi hópur líka reglulega ásamt mökum og borðar góðan mat, skálar í einhverju góðu, syngjum og dönsum. Nökkvi og Yrsa eru eins og áður sagði í þorrablótsnefnd íslendingafélagsins. Blótið verður þann 4.febrúar og ætlar frúin þangað að sjálfsögðu. Hlakka til að fá mér snúning og skála kannski eins og einu sinni til tvisvar.

Það er ýmislegt að gerjast í kollinum á okkur varðandi búsetu. Við erum að spá í hvort við eigum að vera hér áfram eða fara til Íslands aftur. Eins og staðan er í dag þá langar okkur að vera lengur hér og þá er spurningin hvort það eigi að leigja íbúðina sem við erum í áfram, færa okkur aðeins um set og finna aðeins ódýrara leiguhúsnæði eða bara jafnvel að kaupa. En við viljum halda okkur hér á Sotra, langar ekki að flytja inn í Bergen. Nánari fréttir af þessu öllu síðar.

Tré með hjartað á réttum stað eða ekki :) Það er allavega hjarta þarna.

Þá er einni langlokunni enn lokið :) Spurning um að reyna að hafa styttra á milli blogga svo þau verði ekki svona löng.

Kærar kveðjur og verið góð hvort við annað elskurnar.