Saturday, May 12, 2012

Meingölluð vara

Fyrir rúmum mánuði síðan lét ég mig dreyma um að geta hlaupið. Fannst hlaupandi fólkið sem ég mæti reglulega hér á fjallinu mínu, eitthvað svo frísklegt að sjá. Nágraninn sem býr hér aðeins ofar hleypur oft a.m.k. 2x á dag og ég hef öfundað hann dálítið af þessum hæfileika, þegar hann brunar niður fjallið frjáls eins og vindurinn.

Ég hugsaði með mér að það þýddi ekkert að vera að öfundast út í þetta fólk og ég yrði bara að gera eitthvað í málinu. Ég lagði leið mína í mollið og fjárfesti í góðum hlaupaskóm og þröngum (ákaflega sexý) hlaupabuxum.

Nú var mér ekkert að vanbúnaði, þannig að það var bara að láta vaða. Ég skellti mér í dressið og skundaði hér út á hlað, ég beið en ekkert gerðist. Ég prófaði að hlaupa létt á staðnum í von um að græjurnar virkuðu.......ekkert gerðist, svo ég fór bara inn aftur.

Ég skoðaði hlaupagræjurnar hátt og lágt, kannski var þarna einhver takki sem þyrfti að ýta á, ég fann engan takka. Átti ég að fara í búðina og kvarta? Ákvað að gera það ekki, þetta hlyti bara að vera einhver klaufaskapur í mér........

Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að finna út úr því hvernig búnaðurinn virkar. Ég er búin að ganga af stað niður fjallið svona til að athuga hvort það þurfi að trekkja þetta dót í gang, hlaupa aðeins meira á staðnum, reyna að fylgjast með hvernig nágraninn setur sinn búnað í gang (en honum virðist það mjög auðvelt) en það gerist bara alls ekki neitt.

Skilafresturinn á græjunum er löngu runnin út svo ég get ekki skilað þessu gallaða dóti pffff sem virkar ekki rassgat í bala.....................


Góðar stundir

Wednesday, May 9, 2012

Langt siðan siðast

Eg ætla að byrja a þvi að segja ykkur að komman yfir serhljoðana er biluð. Tölvan min er liklega orðin svo norsk að hun kann ekki a þessar kommur lengur svo þið faið nokkrar her sem þið getið notað eftir þörfum. ´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´

Eg hef svo sem ekki mikið að segja en langaði bara að setja eitthvað her inn svona til að halda mer i bloggformi. Lifið gengur sinn vanagang allflesta daga vinna, eta, sofa og sk...

Við höfum reyndar haft goða gesti hja okkur og það voru yndislegir dagar. Sumarið þottist vera komið og við lekum okkur uti næstum alla dagana. Skoðunarferðir þvers og kruss, golf og samvera með foreldrunum var bara skemmtileg og notaleg tilbreyting fra hversdagslifinu.

Það var afskaplega erfitt að kveðjast a flugvellinum og tomleikinn var yfirþyrmandi þegar eg kom heim aftur. En eg hef jafnað mig a þvi enda með svo mikið af goðu folki i kringum mig og nog að gera svo að það er enginn timi fyrir sorg og sut. Vona bara að þeim hafi fundist gaman og komi fljott aftur :)

Nu eru allir pappirar að verða klarir varðandi ibuðakaupin og það liður að þvi að tima okkar sem ahyggju- og eignalausum (lesist skuldlausum) einstaklingum fer senn að ljuka.

Ibuðin og flutningur er okkur að sjalfsögðu ofarlega i huga þessa dagana og eg dunda mer við að skoða blogg um innanhusshönnun og skreytingar og læt mig dreyma.

Við biðum lika eftir sumrinu sem kikti bara rett aðeins við hja okkur og stakk svo af. Annars skin solin i dag og eg vona að hitastigið fari að stiga aftur.

Við eigum lika von a fleiri heimsoknum og hlökkum til þeirra. Heimasætan fær vinkonu i heimsokn eftir 12 daga og svo koma tengdaforeldrar minir i juni. Það er sko nog að hlakka til :)

A þriðjudaginn er mer boðið að koma og hitta tilvonandi nagrannakonur minar a Algrøy. Eg hlakka til. Vinnufelagi sem byr þar var svo elskuleg að bjoða mer að koma með ser i "saumaklubbs-slutt" hja konunum þar (konurnar a Algrøy hittast eina kvöldstund i manuði, yfir vetrartiman), þetta verður spennandi.

Goðar stundir