Wednesday, May 9, 2012

Langt siðan siðast

Eg ætla að byrja a þvi að segja ykkur að komman yfir serhljoðana er biluð. Tölvan min er liklega orðin svo norsk að hun kann ekki a þessar kommur lengur svo þið faið nokkrar her sem þið getið notað eftir þörfum. ´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´´

Eg hef svo sem ekki mikið að segja en langaði bara að setja eitthvað her inn svona til að halda mer i bloggformi. Lifið gengur sinn vanagang allflesta daga vinna, eta, sofa og sk...

Við höfum reyndar haft goða gesti hja okkur og það voru yndislegir dagar. Sumarið þottist vera komið og við lekum okkur uti næstum alla dagana. Skoðunarferðir þvers og kruss, golf og samvera með foreldrunum var bara skemmtileg og notaleg tilbreyting fra hversdagslifinu.

Það var afskaplega erfitt að kveðjast a flugvellinum og tomleikinn var yfirþyrmandi þegar eg kom heim aftur. En eg hef jafnað mig a þvi enda með svo mikið af goðu folki i kringum mig og nog að gera svo að það er enginn timi fyrir sorg og sut. Vona bara að þeim hafi fundist gaman og komi fljott aftur :)

Nu eru allir pappirar að verða klarir varðandi ibuðakaupin og það liður að þvi að tima okkar sem ahyggju- og eignalausum (lesist skuldlausum) einstaklingum fer senn að ljuka.

Ibuðin og flutningur er okkur að sjalfsögðu ofarlega i huga þessa dagana og eg dunda mer við að skoða blogg um innanhusshönnun og skreytingar og læt mig dreyma.

Við biðum lika eftir sumrinu sem kikti bara rett aðeins við hja okkur og stakk svo af. Annars skin solin i dag og eg vona að hitastigið fari að stiga aftur.

Við eigum lika von a fleiri heimsoknum og hlökkum til þeirra. Heimasætan fær vinkonu i heimsokn eftir 12 daga og svo koma tengdaforeldrar minir i juni. Það er sko nog að hlakka til :)

A þriðjudaginn er mer boðið að koma og hitta tilvonandi nagrannakonur minar a Algrøy. Eg hlakka til. Vinnufelagi sem byr þar var svo elskuleg að bjoða mer að koma með ser i "saumaklubbs-slutt" hja konunum þar (konurnar a Algrøy hittast eina kvöldstund i manuði, yfir vetrartiman), þetta verður spennandi.

Goðar stundir

6 comments:

Egga-la said...

Eftir 20 ár í útlöndum er enn erfitt að kveðja. En það venst!

Anonymous said...

Frábært að veðrið var gott á meðan þau öldnu ;) voru hjá ykkur. Svo finnst mér alveg meiriháttar að konurnar í hverfinu skuli hittast svona, þá er engin hætta á að maður kynnist engum. Frábært ;)) Kveðja Hildur móðursystir

Anonymous said...

Gaman að lesa eins og alltaf. Gott að lífið er dásamlegt :) Kær kveðja á liðið þitt. Guðlaug Móðursystir

Frú Sigurbjörg said...

Er Gulla Hestnes móðursystir þín?? Eða er þetta allt önnur Guðlaug? Hmm...

Íris said...

Frú Sigurbjörg, ég get frætt þig á því að Guðlaug móðursystir og Guðlaug Hestnes eru ekki sama konan :) Guðlaug móðursystir er Lúðvíksdóttir, dóttir hans Lúlla bakara í Ólafsvík og systir núverandi bakara þar hans Jóns Þórs og að sjálfsögðu systir móður minnar :)

Frú Sigurbjörg said...

Ah! Mér fannst satt að segja e-ð skrýtið við það að Guðlaug væri móðursystir þín, þ.e.a.s. Hestnes. Vissara samt að spyrja : )