Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Sunday, November 27, 2011
1. sunnudagur í aðventu
Þá er aðventan formlega byrjuð. Ég er ekki komin í neitt sérlega mikið jólaskap, er þó búin að kaupa megnið af jólagjöfunum sem munu fara í ferðalag til Íslands, baka eina smákökusort og kaupa jólasteikina. Er ekkert farin að spá í jólakortaskrif, ætti kannski að reyna að koma mér í þann gírinn.
Þetta er sá tími ársins sem ég reikna með að við fjölskyldan munum finna fyrir slatta af heimþrá, kannski það sé þess vegna sem undirmeðvitundin kemur því þannig fyrir að ég er ekki að hugsa svo mikið um jólin. Hef ekki fundið hjá mér þörf til að setja jólalög í geislaspilaran, en það er nú bara nóvemer ennþá. ´
Í dag verður kveikt á jólatré Hornafjarðarbæjar, samkoma sem við höfum mætt á síðan byrjað var að gera þetta með pompi og prakt. Skrítið að vera ekki viðstödd nú, þetta hefur alltaf ýtt aðeins við jólagleðinni í hjartanu. Nökkvi og eldri börnin fóru á svona jólasamkomu inn í Bergen í gær, það var hávaðarok og grenjandi rigning og sá stutti vildi alls ekki með svo niðurstaðan varð sú að við tvö urðum eftir heima. Hersingin kom heim aftur blaut inn að beini, þrátt fyrir að vera útbúin í pollagalla og með regnhlíf að vopni, en þeim fannst gaman.
Hef planað að í þessari viku munum við draga fram jólaskrautið, koma jólaljósum í gluggana og kannski baka eitthvað, hlusta á jólalög og reyna að finna fyrir smá jólum í hjartanu. Skítt með það þó að heimþráin fylli hjartað í leiðinni og þó það falli nokkur tár (best að muna að kaupa slatta af tissjú), það verður bara að vera þannig og tilheyrir bara svona hátíðum að vera aðeins meyr.
Annars gengur lífið sinn vanagang hér hjá okkur. Yndislegt að fylgjast með litla manninum blómstra og finna ró í huga og kropp til að dunda sér. Eldri drengurinn hefur verið að skrifa ritgerð á norsku sem gekk mjög, og í síðustu viku tók hann tvö próf í norsku (átti að skrifa texta um eitthvað) og segir það hafa gengið vel.
Það gengur illa að finna vinnu fyrir heimasætuna en hún sættist á að líklega væri gáfulegast að fara á norskunámskeið. Okkur var bent á svona námskeið fyrir nýbúa, hún fór og hitti þar ráðgjafa sem vildi frekar að hún hefði samband við framhaldsskólan til að athuga hvort þeir tækju við henni í innflytjendabekk þar, væri fín leið til að læra norskuna og þar væri hún innan um jafnaldra. Ráðgjafanum fannst daman ekki passa inn í þann hóp sem hún var með á námskeiði núna (miðaldra karlmenn frá Íran). Hún ætlaði að heyra í ráðgjafa við framhaldskólan og Yrsa átti að hafa samband á þriðjudag. Vona svo sannarlega að þeir vilji taka við henni þarna, en þetta snýst víst allt um einhverjar reglur. Hún hefur verið að sækja um ýmislegt en það ekki skilað neinu, í einni búð sem hún fór í var verslunarstjórinn nokkuð jákvæður og sagðist endilega vilja að hún kæmi og talaði við sig þegar hún væri búin að læra smávegis í málinu. Skiljanlega þá ráða menn frekar þá sem tala tungumálið.
Ég er að vinna þessa helgina á annarri deild en venjulega. Þar er einn þjónustuþeginn innflytjandi, hefur búið í landinu í tugi ára en virðist hafa gleymt norskunni og það þarf að tala við hann á ensku sem hann virðist skilja svona sæmilega. Þegar ég er í vinnunni þá stilli ég mig greinilega í einhvern norskan gír, og þegar ég þurfti að skipta úr norsku yfir í ensku lenti ég í vandræðum (samt tala ég og skil ensku bara alveg ágætlega), mér gekk virkilega illa að koma því yfir á ensku sem ég þurfti að segja við viðkomandi, ætli það sé af því að ég lærði ensku á íslensku eða hvað? Heilinn er merkilegt fyrirbæri.
Vona að þið finnið jólaskapið og jólagleðina í hjartanu í dag.
Ég sendi kærar kveðjur yfir hafið og heim.
Monday, November 14, 2011
Löngun
Plómutré og eplatré. Hljómar það ekki dásamlega, staðsett í garði nálægt sjó. Öldugljáfur, sólsetur og bátkæna sem siglir hjá.......................................
Monday, November 7, 2011
NorskurDraumur
Vaknaði hissa í morgun, mig hafði dreymt á norsku ekki lengi en draumurinn snérist um samtal. Man ekki um hvað var rætt man bara að það var á norsku. Þetta var eitthvað svo skrítið samt, held að þetta hafi vakið mig.
Það er svoldið langt síðan að ég upplifði það í vinnunni að ég var að telja á norsku og það fyrir sjálfa mig. Ég var að telja pillur og fór næstum að skellihlæja þegar ég fattaði að ég taldi á norsku. Sennilega setur maður sig í einhvern ákveðinn gír áður en maður stígur inn á vinnustaðinn, í síðustu viku þá tók ég eftir því að ég geri minna af því að hugsa setninguna sem ég ætla að segja á íslensku fyrst og koma henni yfir á norsku í huganum áður en ég segi hana, ég er farin að hugsa setningarnar á norsku og ef þær hljóma illa í hausnum á mér þá reyni ég að betrum bæta áður en ég sleppi þeim út fyrir varirnar, það gengur svona og svona. Í almennum samræðum svona um daginn og veginn við vinnufélagana vantar mig oft orð og þá þarf að tala í kringum hlutina til að skiljast, það verður til þess að það verður ekki eðlilegt "flæði" í samræðunum (vona að þið fattið hvað ég meina), stundum verður þetta meira svona eins og spurningar og svör á prófi og ég á það til að láta það pirra mig, en þetta kemur hægt og sígandi.
Ég er aðeins að venjast því að þurfa að tala norsku fyrir framan Nökkva og við hann. En við þurfum þess þegar við hittum fjölskylduráðgjafan, læknirinn, kennarana og aðstoðarmanninn. Fyrst fannst mér það alveg hreint fáránlegt og roðnaði og stamaði :) en þetta er að venjast, ég er allavega hætt að roðna ;)
Sendi góðar kveðjur út í alheiminn og kveð að norskum sið til að vera í stíl við pistilinn.
Ha de bra
Það er svoldið langt síðan að ég upplifði það í vinnunni að ég var að telja á norsku og það fyrir sjálfa mig. Ég var að telja pillur og fór næstum að skellihlæja þegar ég fattaði að ég taldi á norsku. Sennilega setur maður sig í einhvern ákveðinn gír áður en maður stígur inn á vinnustaðinn, í síðustu viku þá tók ég eftir því að ég geri minna af því að hugsa setninguna sem ég ætla að segja á íslensku fyrst og koma henni yfir á norsku í huganum áður en ég segi hana, ég er farin að hugsa setningarnar á norsku og ef þær hljóma illa í hausnum á mér þá reyni ég að betrum bæta áður en ég sleppi þeim út fyrir varirnar, það gengur svona og svona. Í almennum samræðum svona um daginn og veginn við vinnufélagana vantar mig oft orð og þá þarf að tala í kringum hlutina til að skiljast, það verður til þess að það verður ekki eðlilegt "flæði" í samræðunum (vona að þið fattið hvað ég meina), stundum verður þetta meira svona eins og spurningar og svör á prófi og ég á það til að láta það pirra mig, en þetta kemur hægt og sígandi.
Ég er aðeins að venjast því að þurfa að tala norsku fyrir framan Nökkva og við hann. En við þurfum þess þegar við hittum fjölskylduráðgjafan, læknirinn, kennarana og aðstoðarmanninn. Fyrst fannst mér það alveg hreint fáránlegt og roðnaði og stamaði :) en þetta er að venjast, ég er allavega hætt að roðna ;)
Sendi góðar kveðjur út í alheiminn og kveð að norskum sið til að vera í stíl við pistilinn.
Ha de bra
Thursday, November 3, 2011
Að fylgjast með deginum vakna
Mér finnst fátt yndislegra (í þurrviðri og logni) að sitja á svölunum, á náttfötunum sveipuð íslenskri lopapeysu, með kaffibollan og bíííp (lesist sígó) og upplifa daginn vakna. Fylgjast með myrkrinu breytast í dagsbirtu og litla hverfinu vakna til lífsins. Kyrrðin hérna á fjallinu er svo mikil að hljóðin magnast upp (ef þið skiljið hvað ég meina) maður heyrir næstum því nágrannan geispa þegar hann klöngrast syfjaður inn í bílinn sinn. Hlátur barnanna á leið í strætó, hljómar fallega með fuglasöngnum og lágvært spjall hundaeigandanna við þá ferfættu á leiðinni niður götuna er eitthvað svo vinalegt.
Þegar laufin falla af trjánum breytist umhverfið ótrúlega mikið. Ég sé sjóinn sem mér finnst yndislegt og ef ég sé bátkænu sigla hjá er toppnum náð. Ég er að uppgötva hús hér og þar sem ég hafði ekki hugmynd um, þar sem þó stóðu falin inn á milli trjánna.
Vá hvað þessi smápistill er háfleygur eitthvað. En ég læt hann standa svona.
Læt fylgja með eina mynd svona til gamans af draugnum sem var að veltast hér á Hrekkjavökunni
Plan dagsins er að eiga yndislegan dag vona að það verði þannig hjá ykkur líka.
Subscribe to:
Posts (Atom)