Tókuð þið eftir því að elsku komman virkar :)
Ég elska sumarfrí en mér finnst samt rosalega notalegt þegar haustið skellur á með sinni rútínu. Þegar sólarhringurinn hjá börnunum er búinn að taka á sig frekar einkennilegar myndir þá er það bara lúxus þegar skólarnir byrja á ný.
Hér er vika númer tvö í skóla rúmlega byrjuð og hlutirnir að smella saman. Það er búið að eyða dágóðum tíma í að finna út úr strætósamgöngum fyrir heimasætuna. Hún er í skóla sem er rétt hinu megin við Sotra-brúnna (í Bergen) og þegar sú brú var byggð fyrir 40 árum þá reiknuðu þeir greinilega ekki með að íbúafjöldi Sotra mundi margfaldast, eða að fólki dytti í hug að búa á Sotra og vinna í Bergen. Brúin + vegirnir höndla ekki álagstímana í umferðinni og það myndast langar raðir af bílum á leið frá Sotra á morgnana og til Sotra seinnipartinn. Þetta veldur því að strætó getur engan veginn haldið áætlun og ef það verður slys á vegunum á þessari leið þá situr allt fast. Við virðumst vera búin að finna út úr því hvenær er best fyrir hana að taka strætó svo hún nái að mæta á réttum tíma, 7.9.13.
Ég rak augun í frétt á mbl.is mynnir mig um svívirðilegan kostnað foreldra við skólagöngu íslenskra barna. Ég get ekki sagt að ég þurfi að punga miklu út fyrir börnin mín. Í fyrra fengu strákarnir allt í skólanum, nema skólatösku og pennaveski, þá meina ég allt þ.m.t. stílabækur, blýanta, liti, möppur og strokleður. Það sama á við hjá yngri drengnum núna, en ég reiknaði nú með kostnaði í kringum framhaldsskólan hjá eldri börnunum í vetur, en annað kom í ljós.
Þau þurfa ekki að kaupa eina bók!!! Þau fá þær námsbækur sem þau þurfa lánaðar á skólabókasafninu, þurfa að sjálfsögðu að greiða fyrir þær ef þau skemma þær. Við keyptum nú blýpenna, strokleður, yddara og penna, ég veit ekki hvort þau geta fengið slíkt í skólanum. Í framhaldsskólanum eiga þau að nota tölvur til að glósa og vinna á. Þau mega nota sínar eigin tölvur en geta líka keypt eða leigt tölvur í gegnum skólan. Þar sem þeirra tölvur eru orðnar frekar þreyttar þá ákváðum við að kaupa fartölvur í gegnum skólan.
Þetta eru fínar HP tölvur (afinn er ánægður með það), 33.400 kr (íslenskar) þurfti ég að borga fyrir stykkið af tölvunni og þær voru afhentar í flottum tölvu-skóla-bakpoka. Ég er alveg sátt með þetta.
Unglingunum lýst vel á sig í nýjum skólum og virðast bara sátt. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn er alsæll í sínum skóla eins og áður, held hann sé næstum jafn feginn rútínunni og foreldrar hans.
Það eru svo sem ekki bara jákvæðir hlutir við skólana, hér tíðkast ekki að bjóða upp á heitan mat í hádeginu og ávaxtabita um miðjan morgun eins og við erum vön frá Höfn. Hér taka allir með sér hina margfrægu norsku matpakka.........
Ég viðurkenni það fúslega að mér hundleiðist allt þetta nesti. Eldri börnin sjá nú um sitt að mestu sjálf, kemur fyrir einstaka sinnum að mamman er voða góð og smyr ofan í þau. Þau hafa líka möguleika á að kaupa sér samlokur, jógúrt og drykki í skólanum ef það hentar betur.
Að útbúa nesti ofan í þann yngsta er kvöl og pína. Hverjum hefði grunað að við hjónin eignuðumst barn sem ekki vill borða.....Það eru nú kannski smá ýkjur að hann borði ekkert, en það sem er hægt að taka með sér sem nesti borðar hann ekki. Honum líkar ekki brauð, nema úr samlokugrilli... Jógúrtið og skyrið hér finnst honum vont. Hann borðar ekkert álegg, ekkert ekki einu sinni súkkulaðiálegg (er búin að prófa). Einu ávextirnir og grænmetið sem hann leggur sér til munns eru epli og gulrætur, það finnst honum ógirnilegt þegar það er búið að liggja í nestisboxinu í nokkra tíma fyrir máltíð.
Hann var búinn að sættast á eina gerð af rúnstykkjum, og vildi bara hafa smjör á þeim, ok og mér til mikillar gleði þá borðaði hann alveg 1/4 af því í skólanum, það var betra en ekki neitt. En svo var þessi tegund ekki til og hann fékk með sér aðra tegund, neibb ekki rétt gerð svo það var ekki smakkað. Við erum að tala um að barnið borðar morgunmat hér heima milli 6 og 6:30 og svo kemur hann heim aftur á milli kl 15 og 16. Mér finnst þetta hræðilega langur tími án matarbita, og ekki fær hann næringu úr ávaxtasafa eða slíku því hann drekkur bara vatn í skólanum.....
Það fer að líða að því að ég geti farið að taka myndir og sýna ykkur hvernig við búum. Hægt og sígandi er allt að verða búið að fá sinn stað hér innan húss.
Góðar stundir.
Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Tuesday, August 28, 2012
Thursday, August 23, 2012
Sögulegir atburðir eru að eiga sér stað
Nú er komið að því að það munu aðrar hirslur prýða stofuna mína en fermingarhillurnar mínar..........segi það og skrifa.
Ég ákvað að skilja fermingarhillurnar góðu eftir á Íslandi þegar við fluttum okkar hafurtask til Noregs. Það var komin tími á að þær fengju hvíld eftir ÁRATUGA góða þjónustu.
Nú í þessum skrifuðu orðum eru eiginmaðurinn og eldri sonurinn að sækja skenk og glerskáp sem munu prýða stofu þessa heimilis. Ég er búin að rýma til fyrir stofustássinu og er voða spennt að koma dótinu fína og ófína fyrir í skáp og skenk :)
Og þá gott fólk fer að verða möguleiki á því að ég geti farið að taka myndir hér innan dyra til að sýna ykkur hvernig við búum.
Góðar stundir
Ég ákvað að skilja fermingarhillurnar góðu eftir á Íslandi þegar við fluttum okkar hafurtask til Noregs. Það var komin tími á að þær fengju hvíld eftir ÁRATUGA góða þjónustu.
Nú í þessum skrifuðu orðum eru eiginmaðurinn og eldri sonurinn að sækja skenk og glerskáp sem munu prýða stofu þessa heimilis. Ég er búin að rýma til fyrir stofustássinu og er voða spennt að koma dótinu fína og ófína fyrir í skáp og skenk :)
Og þá gott fólk fer að verða möguleiki á því að ég geti farið að taka myndir hér innan dyra til að sýna ykkur hvernig við búum.
Góðar stundir
Monday, August 13, 2012
Nei hættið þið nu alveg
Talandi um að vera svona skammarlega illa að ser i Islendingasögunum að eg get ekki svarað ahugasömum norðmönnum almenninlega. Þa er komið upp nytt vandamal........ FOTBOLTA-AHUGAMANNESKJA i vinnunni minni..........................
Þessi fotboltaþenkjandi vinnufelagi minn tjaði mer i hadegispasunni i dag að hun hefði verið að fylgjast með einhverri deildakeppni (i norskum bolta að eg held) og það hefði verið Islendingur i hverju einasta liði og jafnvel fleiri en einn. Henni lek forvitni a að vita hvernig svo famenn þjoð gæti getið af ser svo öfluga fotboltamenn og konur........Það geta nu ekki verið mörg fotboltalið i svo litlu landi ;) og svo til að toppa þetta þa spurði hun hvað eru eiginlega mörg fotboltalið a Islandi og eru þeir að spila i mörgum deildum......................................
Ja einmitt, i þessum malum er eg sko miklu verr að mer en i Islendingasögunum, eða amk jafn slæm ;)
Það eina sem eg gat sagt var að það væru sko otrulega mörg lið a Islandi og að þau kepptu i nokkrum deildum.....þetta fannst henni merkilegt og helt afram að ræða hvernig a þvi stæði að það kæmi svo mikið af flottu fotboltafolki fra Islandi.
Þegar stort er spurt um malefni sem maður hefur ekki grænan grun um, þa er bara að skalda einhver gafuleg svör ekki satt ;)
Eg sagði að astæðan væri kannski su að það væru kannski ekki svo margir i hverju liði hja yngri kynsloðinni, i litlum bæjum uti a landi og þvi væri kannski auðveldara fyrir þjalfaran að veita hverjum og einum eftirtekt og sja kosti og galla hvers og eins og vinna með það.
En aðalmalið væri liklega það að Islendingar væru afspyrnu þrjoskir og allir vildu verða bestir i öllu ;)
Er þetta ekki nærri lagi hja mer?
Goðar stundir :)
Þessi fotboltaþenkjandi vinnufelagi minn tjaði mer i hadegispasunni i dag að hun hefði verið að fylgjast með einhverri deildakeppni (i norskum bolta að eg held) og það hefði verið Islendingur i hverju einasta liði og jafnvel fleiri en einn. Henni lek forvitni a að vita hvernig svo famenn þjoð gæti getið af ser svo öfluga fotboltamenn og konur........Það geta nu ekki verið mörg fotboltalið i svo litlu landi ;) og svo til að toppa þetta þa spurði hun hvað eru eiginlega mörg fotboltalið a Islandi og eru þeir að spila i mörgum deildum......................................
Ja einmitt, i þessum malum er eg sko miklu verr að mer en i Islendingasögunum, eða amk jafn slæm ;)
Það eina sem eg gat sagt var að það væru sko otrulega mörg lið a Islandi og að þau kepptu i nokkrum deildum.....þetta fannst henni merkilegt og helt afram að ræða hvernig a þvi stæði að það kæmi svo mikið af flottu fotboltafolki fra Islandi.
Þegar stort er spurt um malefni sem maður hefur ekki grænan grun um, þa er bara að skalda einhver gafuleg svör ekki satt ;)
Eg sagði að astæðan væri kannski su að það væru kannski ekki svo margir i hverju liði hja yngri kynsloðinni, i litlum bæjum uti a landi og þvi væri kannski auðveldara fyrir þjalfaran að veita hverjum og einum eftirtekt og sja kosti og galla hvers og eins og vinna með það.
En aðalmalið væri liklega það að Islendingar væru afspyrnu þrjoskir og allir vildu verða bestir i öllu ;)
Er þetta ekki nærri lagi hja mer?
Goðar stundir :)
Tuesday, August 7, 2012
Egill, Snorri og goðin
Sorry en komman hætti að virka AFTUR svo þið verðið bara að nota kommuna eftir þörfum.
Eg verð vist að viðurkenna að eg er ekki nogu vel að mer i Islendingasögunum og goðafræðunum (ja, eg skammast min pinulitið). Er eiginlega bara ansi oft að lenda i vandræðum ut af þvi. Eg hef að sjalfsögðu afsakanir a reiðum höndum fyrir þessari vanþekkingu minni. Tel astæðuna einna helst vera þa að þegar eg atti að vera að gruska i þessum fræðum i framhaldsskola þa var eg nylega orðin astfangin af minum ektamanni og hugurinn var allt annar staðar en hja forfeðrunum og þeirra trumalum. Svo vil eg meina að eg hafi þurft að yta ut ur höfðinu þo nokkru af vitneskju, sem var ekki svo mikið notuð, til að koma öðru fyrir, ja og kannski la ahuginn bara a öðrum sviðum.
Eg vinn með amk tveimur sem virðast hafa þo nokkurn ahuga a forsögu Islands, vikingum og Islendingasögunum. Þessi saga er ju nanast sameiginleg með norðmönnum. Eg er ansi oft rekin a gat með spurningum og spjalli um þessi mal. Nuna siðast i dag þar sem eg var að telja og sortera pillur i tonnavis. Vinnufelagi, hjukrunarfræðingur fra Ameriku spurði ansi margs. Að reyna að rifja upp eitthvað af þekkingu minni um þessi mal, asamt þvi að skammta lyf og leggja mig alla fram við að skilja norsku með mjög svo miklum ameriskum hreim, gekk vægast sagt illa.
Kannski það se malið að fara að leggjast yfir Islendingasögurnar svona svo eg verði samræðuhæf.
Goðar stundir.
Eg verð vist að viðurkenna að eg er ekki nogu vel að mer i Islendingasögunum og goðafræðunum (ja, eg skammast min pinulitið). Er eiginlega bara ansi oft að lenda i vandræðum ut af þvi. Eg hef að sjalfsögðu afsakanir a reiðum höndum fyrir þessari vanþekkingu minni. Tel astæðuna einna helst vera þa að þegar eg atti að vera að gruska i þessum fræðum i framhaldsskola þa var eg nylega orðin astfangin af minum ektamanni og hugurinn var allt annar staðar en hja forfeðrunum og þeirra trumalum. Svo vil eg meina að eg hafi þurft að yta ut ur höfðinu þo nokkru af vitneskju, sem var ekki svo mikið notuð, til að koma öðru fyrir, ja og kannski la ahuginn bara a öðrum sviðum.
Eg vinn með amk tveimur sem virðast hafa þo nokkurn ahuga a forsögu Islands, vikingum og Islendingasögunum. Þessi saga er ju nanast sameiginleg með norðmönnum. Eg er ansi oft rekin a gat með spurningum og spjalli um þessi mal. Nuna siðast i dag þar sem eg var að telja og sortera pillur i tonnavis. Vinnufelagi, hjukrunarfræðingur fra Ameriku spurði ansi margs. Að reyna að rifja upp eitthvað af þekkingu minni um þessi mal, asamt þvi að skammta lyf og leggja mig alla fram við að skilja norsku með mjög svo miklum ameriskum hreim, gekk vægast sagt illa.
Kannski það se malið að fara að leggjast yfir Islendingasögurnar svona svo eg verði samræðuhæf.
Goðar stundir.
Monday, August 6, 2012
Kostir þess að finna Gsm síma
Já það getur komið sér vel að finna gsm síma. Ég tala nú ekki um þegar maður er nýfluttur í hverfið.
Eldri drengurinn fór út að ganga með hund sem við vorum að passa fyrir vinafólk og fann dýran og flottan gsm síma við póstkassana. Við byrjuðum á því að setja auglýsingu á netið sem skilaði engum viðbrögðum. Það má kannski láta það fylgja með að drengurinn var farinn að gæla við þá tilhugsun að kannski yrði síminn hans. Við ákváðum hins vegar í sameiningu að hengja auglýsingu á póstkassa-statífið og áður en dagurinn var liðinn mætti hér maður til að vitja símans sem var í eigu konunnar hans.
Tveimur dögum síðar fóru eiginmaðurinn og yngri sonurinn í gönguferð, þá voru þessi sömu hjón úti á palli við húsið sitt og kölluðu á þá feðga, konan vildi þakka fyrir símafundinn. Sá stutti var feiminn og beið nokkuð álengdar. Það kom upp úr dúrnum að hjónin áttu stráka á sama aldri og Fáfnir og buðu honum formlega að koma í heimsókn :) Í dag skelltu þeir feðgar sér í smá heimsókn til að brjóta ísinn, þetta gekk svo vel að drengurinn varð eftir og lék fram eftir degi og annar strákurinn kom í heimsókn hingað líka :)
Það getur komið sér vel að fara út að ganga með hund og finna gsm síma :)
Góðar stundir
Eldri drengurinn fór út að ganga með hund sem við vorum að passa fyrir vinafólk og fann dýran og flottan gsm síma við póstkassana. Við byrjuðum á því að setja auglýsingu á netið sem skilaði engum viðbrögðum. Það má kannski láta það fylgja með að drengurinn var farinn að gæla við þá tilhugsun að kannski yrði síminn hans. Við ákváðum hins vegar í sameiningu að hengja auglýsingu á póstkassa-statífið og áður en dagurinn var liðinn mætti hér maður til að vitja símans sem var í eigu konunnar hans.
Tveimur dögum síðar fóru eiginmaðurinn og yngri sonurinn í gönguferð, þá voru þessi sömu hjón úti á palli við húsið sitt og kölluðu á þá feðga, konan vildi þakka fyrir símafundinn. Sá stutti var feiminn og beið nokkuð álengdar. Það kom upp úr dúrnum að hjónin áttu stráka á sama aldri og Fáfnir og buðu honum formlega að koma í heimsókn :) Í dag skelltu þeir feðgar sér í smá heimsókn til að brjóta ísinn, þetta gekk svo vel að drengurinn varð eftir og lék fram eftir degi og annar strákurinn kom í heimsókn hingað líka :)
Það getur komið sér vel að fara út að ganga með hund og finna gsm síma :)
Góðar stundir
Subscribe to:
Posts (Atom)