Nú er komið að því að það munu aðrar hirslur prýða stofuna mína en fermingarhillurnar mínar..........segi það og skrifa.
Ég ákvað að skilja fermingarhillurnar góðu eftir á Íslandi þegar við fluttum okkar hafurtask til Noregs. Það var komin tími á að þær fengju hvíld eftir ÁRATUGA góða þjónustu.
Nú í þessum skrifuðu orðum eru eiginmaðurinn og eldri sonurinn að sækja skenk og glerskáp sem munu prýða stofu þessa heimilis. Ég er búin að rýma til fyrir stofustássinu og er voða spennt að koma dótinu fína og ófína fyrir í skáp og skenk :)
Og þá gott fólk fer að verða möguleiki á því að ég geti farið að taka myndir hér innan dyra til að sýna ykkur hvernig við búum.
Góðar stundir
5 comments:
Bíð spennt eftir myndum af slotinu ;) Kveðja Hildur móðursystir
Gaman, gaman !!!!
Já já maður gleymir alltaf að segja til nafns...en semsagt Gaman ,gaman...Kv, Sæa.
Frábært :) Kveðja frá mér guðlaugu móðursystur :)
spennandi :) kv, bessý :)
Post a Comment