Fyrst eftir að við fengum símanúmer var hringt reglulega til að panta pizzu, og ég komst að því að við vorum með fyrrverandi símanúmer Kleppestopizza. Og ef maður googlaði þessum pizzustað þá kom upp símanúmerið okkar. Ég var meira að segja búin að finna nýja símanúmerið þeirra til að geta hjálpað svöngu fólki sem var frekar pirrað yfir að geta ekki fengið pizzu hjá mér. Pizzuelskendur hafa gefist upp á mér og eru greinilega búnir að læra nýja símanúmerið þeirra.
Nú hringir hinsvegar a.m.k einu sinni á dag (og stundum tvisvar) í okkur eldri kona. Hún kynnir sig aldrei eða heilsar heldur skellir fram spurningum eins og "er du våken" sem útleggst ertu vakandi (og það gerist jafnvel um miðnættið) eða "kan du kjøre meg som snarast til apoteken" sem útleggst getur þú keyrt mér sem fyrst í apótekið. Þegar ég segi henni að hún hafi hringt í vitlaust númer þá verður hún alltaf jafn hissa og skilur bara ekkert í því hvernig hún gat hringt í vitlaust númer. Samtölin verða alltaf lengri og lengri. Ég finn nú aðeins til með þessari konu svona stundum en get líka orðið frekar pirruð þegar hún hringir um miðnættið og spyr hvort ég sé vakandi..uuuu já, því þú vaktir mig (segi það nú samt ekki við hana).
Það fyndna í þessu er að síðan Nökkvi fékk norska gsm-númerið sitt þá hringir reglulega í hann eldri kona og spyr um Maríu :) Þegar hún hefur ekki hringt lengi þá fer hann að velta því fyrir sér hvort ekki sé allt í lagi með þá gömlu.........
Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Monday, October 31, 2011
Thursday, October 20, 2011
Allar þjóðir heimsins, ja eða kannski ekki allar
Líf okkar er mjög fjölþjóðlegt þessa dagana það er ekki hægt að segja annað. En mér finnst það svoldið skemmtilegt.
Í bekknum hans Fáfnis eru börn frá 7 þjóðum. Íslandi, Tælandi, Filippseyjum, Litháen, Eistlandi, Póllandi og Íran. Í nóvember fjölgar í bekknum en þá koma 3 börn frá Sómalíu í bekkinn.
Er ekki alveg með á hreinu fjölda þjóða í Darra bekk en man þó að þar eru krakkar frá, Tælandi, Filippseyjum, Pakistan, Póllandi, Litháen og Eistlandi að mig minnir og svo Íslendingurinn hann ;)
Á vinnustað húsmóðurinnar vinnur fólk frá mörgum þjóðum ég man ekki allar en mér skildist að þegar ég byrjaði þá væru þjóðirnar orðnar 12. Ég man eftir Danmörku, Tælandi, Íran eða Írak, Þýskalandi, Kananda, Svíþjóð, Filippseyjum og Póllandi og að sjálfsögðu fagra Íslendingnum mér :)
Með húsbóndanum vinnu maður frá Víetnam.
Heimilislæknirinn okkar er frá Indlandi. Læknirinn hans Fáfnis er frá Danmörku og tannlæknirinn sem ég var hjá í dag er held ég Arabi.
Gaman að þessu.
Í bekknum hans Fáfnis eru börn frá 7 þjóðum. Íslandi, Tælandi, Filippseyjum, Litháen, Eistlandi, Póllandi og Íran. Í nóvember fjölgar í bekknum en þá koma 3 börn frá Sómalíu í bekkinn.
Er ekki alveg með á hreinu fjölda þjóða í Darra bekk en man þó að þar eru krakkar frá, Tælandi, Filippseyjum, Pakistan, Póllandi, Litháen og Eistlandi að mig minnir og svo Íslendingurinn hann ;)
Á vinnustað húsmóðurinnar vinnur fólk frá mörgum þjóðum ég man ekki allar en mér skildist að þegar ég byrjaði þá væru þjóðirnar orðnar 12. Ég man eftir Danmörku, Tælandi, Íran eða Írak, Þýskalandi, Kananda, Svíþjóð, Filippseyjum og Póllandi og að sjálfsögðu fagra Íslendingnum mér :)
Með húsbóndanum vinnu maður frá Víetnam.
Heimilislæknirinn okkar er frá Indlandi. Læknirinn hans Fáfnis er frá Danmörku og tannlæknirinn sem ég var hjá í dag er held ég Arabi.
Gaman að þessu.
Monday, October 17, 2011
Haustfrí og handleiðsla
Í síðustu viku var haustfrí í skólum Hordaland-fylkis. Drengirnir á heimilinu voru hæstánægðir með fríið og fannst ljúft að þurfa ekki að vakna eldsnemma samt sem áður fer það ekkert vel í þann yngri þegar rútínan ruglast, en við áttum nú samt nokkuð fína viku. Það er verið að gera breytingar á netaverkstæðinu svo pabbinn er búinn að vera í fríi líka. Mamman tók af því tilfefni nokkrar aukavaktir en við gerðum líka skemmtilega hluti saman. Fórum meðal annars í Sædýrasafnið og Vil vita og allir skemmtu sér vel.
Í Sædýrasafninu snérist málið aðalega um að finna svör við spurningum sem voru faldar á víð og dreif um safnið. Hér er áttum við bara eftir að finna eina spurningu og vorum að skoða kort af safninu til að reyna að finna hvar hún gæti hugsanlega verið.
Heimasætan náði svona gasalega skemmtilegri mynd af móður sinni sem er sennilega á þessu augnabliki alveg yfirkeyrð af talanda þriggja málglaðra barna sem tala hvert ofan í annað :)
Önnur skemmtileg af húsmóðurinni sem er þarna að missa sig í að spila Tetris í Vita vil ;)
Sem sagt búin að vera fín vika. Það er líka gaman að upplifa þetta með yngsta guttanum nú og finna hvað lyfið er að hjálpa honum, hann var jú spenntur og svoldið á yfirsnúning en það var ekki sífelldur grátur og hann gerði helling, var ekki bara eins og þeytispjald út um allt og náði ekki að festa sig við neitt. Held að hann hafi notið þess betur og við nutum þess ennþá betur að vera með honum, enginn kvíðahnútur vegna hræðslu við að lenda í óviðráðanlegum aðstæðum.
Við fórum líka í heimsókn nr 2 til BUP í vikunni til að ræða hvernig gengi með lyfið. Það var ótrúlegt að sjá hvernig pilturinn sat núna næstum alveg rólegur með okkur (og bað ekki um að fara heim á 2 mín fresti) og læknirinn var ánægður með árangurinn. Sálfræðingurinn sagði hins vegar ekki margt hann er einn af þeim sem virðast hverfa inn í sig og leit út fyrir að vera mjög mikið til baka og vera að farast úr feimni. En á þessum fundi var kona sem er fjölskylduráðgjafi og hún bauð fram aðstoð sína, því við höfðum sagt á fyrri fundi að við vildum gjarnan fá smá aðstoð með hvernig væri best að vinna með drengnum okkar og hvernig væri best að bregðast við aðstæðum, fá smá handleiðsu í hvernig maður hjálpar barni með ADHD að takast á við lífið. Okkur hjónum er boðið að hitta þessa konu 1x í viku nú fram að jólum, þar sem hún ætlar að fara með okkur í gegnum ýmislegt sem við eigum að geta nýtt okkur. Skipulag, umbunarkerfi, hvernig best er að bregðast við erfiðum aðstæðum og fleira. Ég er svo glöð og ánægð með þetta að ég er alveg að springa, hef lent í svipuðum aðstæðum áður og fannst ég alltaf vera að biðja um aðstoð og spurja hvað get ég gert til þess að hjálpa barninu mínu en ekkert gerðist. Mig langaði bara að knúsa þetta fólk í klessu ég get svo svarið það, þetta hefur allt gengið svo hratt og vel fyrir sig og okkur er fært allt á silfufati þurfum varla að biðja um neitt :) Ég hlakka virkilega mikið til að hitta þessa konu núna í vikunni. Held að okkur óskipulögðu hjónunum veiti ekki af smá handleiðslu þar sem barnið þarf sko skipulag og mikla rútínu.
Heimasætan er ekki enn komin með vinnu en er búin að senda umsókn á fleiri leikskóla, erum að vonast eftir svari frá einum í þessari viku, þar sem umsóknarfrestur rann út á föstudag. Krossa putta og vona að hún fái þetta.
Annars er bara allt gott að frétta, lífið gæti bara eiginlega ekki verið betra held ég svei mér þá. Ég er alltaf að reyna að koma mér í gírinn með að fara að gera eitthvað í áhugamálunum mínum, saumaskap, prjónaskap og myndlist. Hausinn er fullur af hugmyndum, svo fullur að stundum finnst mér hann vera að springa, ég bara kem mér ekki að verki. Saumaði mér reyndar vinnuflík (scrubs) um daginn, því mig vantaði nauðsynlega eitthvað með vösum. Fékk sængurver á spottprís og sneið og saumaði upp úr því þessa fínu vinnuflík á einni kvöldstund. Langar að gera mér fleiri, svo langar mig að sauma mér peysu/tuniku, og kannski sauma ég kjól eða pils á hana systurdóttur mína úr afgangnum af sængurverinu.
Þetta er orðið hið sæmilegasta blogg og ætli ég hætti ekki núna svona svo þú lesandi góður farir ekki að hrjóta.
Kærar kveðjur út í haustið ég ætla að fá mér kaffibolla, kveikja á kerti og halda áfram að hugsa um allt sem mig langar að búa til.
Saturday, October 8, 2011
Virðist gera góða hluti
Fyrir rétt rúmri viku fórum við yngsti sonurinn til BUP (Barna og unglinga geðlækna og sálfræðiþjónusta). Á þeim fundi var ákveðið að drengurinn myndi prófa lyf sem gefið er við ADHD. Já við erum að tala um hið alræmda Ritalin. Það er byrjað mjög rólega 1/2 tafla á dag og svo smá aukið upp í 3 töflur á dag. Hefði náttúrulega verið lang þægilegast ef þetta væri bara 1x á dag en við byrjum á þessu og pælum í hinu síðar. Drengurinn var náttúrulega ekki mjög spenntur fyrir þessu og er ekki spenntur fyrir að taka töflur svo það eru smá serimóníur í kringum þetta.
Nú er hann búinn að vera að taka lyfið í viku og það gengur mjög vel. Ég hef ekki fundið neinar svakalegar breytingar hér heima nema hann hefur á þessari viku 2x skoðað dótið sitt (sem er varla hægt að segja að hafi gerst síðan við komum út). Hann hefur ekki leikið með það en aðeins spáð og spekúlerað í það og handfjatlað það. Jú kannski hef ég ekki þurft að standa í eins mörgum löngum samningaviðræðum, þær eru styttri. Í skólanum hafa þau hins vegar fundið nokkuð miklar breytingar til hins betra í seinni hluta vikunnar. Hann hefur tekið meiri þátt í því sem gerist í skólastofunni, leyst verkefni, svarað spurningum á norsku og er ekki eins hræddur við að mistakast. Það eru færri reiðiköst og hann verður ekki eins svakalega reiður og er fljótari að jafna sig á eftir. Hefur fengið krakkana með í leik og fleira. Svo þetta er allt mjög jákvætt ekki síst það að á fimmtudaginn þá sagði pilturinn við mig "mamma, nú er meðalið farið að hjálpa mér". Hann gat ekki útskýrt hvernig en hann virtist finna að honum gengi betur með ýmislegt, það var alla vega mjög góð tilfinning að heyra hann segja þetta, smá staðfesting á því að við séum að gera rétt.
Það kom mér á óvart þegar lyfið var sótt í apótekið að við þurftum ekki að borga krónu fyrir það, hvernig er þessu háttað á Íslandi?
Annars gengur lífið sinn vanagang hér hjá okkur. Ég hef verið að vinna nokkuð mikið í september og það sem af er október, töluvert mikið meira en þessi föstu 25% sem ég hef. En það er nú bara jákvætt. Get alveg pínu stjórnað því hvaða daga ég vinn þegar ég tek svona extra-vaktir. Næstu viku er t.d haustfrí í skólunum og ég að vinna tvo daga í þeirri viku, fastar vaktir og svo get ég bara ráðið því hvort ég segi já ef ég verð beðin um að vinna aðra daga.
Heimasætan hefur ekki enn fundið sér vinnu, kannski ekki verið neitt svaka aktív við leitina. Hún sendi tvo tölvupósta á leikskóla og bíður eftir svari. Ég sá að auglýst var eftir fólki í búðina sem við verslum alltaf í en hún harðneitaði að sækja um, nennti ekki að vinna í búð núna.......Hefði viljað að hún skellti sér á þetta allavega tímabundið.
Það er farið að hausta og hefur vægast sagt rignt mikið undanfarinn mánuð, en það gerir ekkert til ég á svo flott stigvél :) Haustlitirnir eru að verða allsráðandi, og þeir eru svo fallegir. Þegar laufunum fór að fækka á trjánum þá uppgötvaði ég að ég sé út á sjó og það finnst mér nú ekki leiðinlegt. Hitastigið er ennþá svona um og yfir 10 gráðurnar, úlpurnar hafa ekki ennþá verið teknar fram, en regngallinn þess mun meira notaður ;)
Hafið það sem allra best rýjurnar mínar og njótið haustsins
Nú er hann búinn að vera að taka lyfið í viku og það gengur mjög vel. Ég hef ekki fundið neinar svakalegar breytingar hér heima nema hann hefur á þessari viku 2x skoðað dótið sitt (sem er varla hægt að segja að hafi gerst síðan við komum út). Hann hefur ekki leikið með það en aðeins spáð og spekúlerað í það og handfjatlað það. Jú kannski hef ég ekki þurft að standa í eins mörgum löngum samningaviðræðum, þær eru styttri. Í skólanum hafa þau hins vegar fundið nokkuð miklar breytingar til hins betra í seinni hluta vikunnar. Hann hefur tekið meiri þátt í því sem gerist í skólastofunni, leyst verkefni, svarað spurningum á norsku og er ekki eins hræddur við að mistakast. Það eru færri reiðiköst og hann verður ekki eins svakalega reiður og er fljótari að jafna sig á eftir. Hefur fengið krakkana með í leik og fleira. Svo þetta er allt mjög jákvætt ekki síst það að á fimmtudaginn þá sagði pilturinn við mig "mamma, nú er meðalið farið að hjálpa mér". Hann gat ekki útskýrt hvernig en hann virtist finna að honum gengi betur með ýmislegt, það var alla vega mjög góð tilfinning að heyra hann segja þetta, smá staðfesting á því að við séum að gera rétt.
Það kom mér á óvart þegar lyfið var sótt í apótekið að við þurftum ekki að borga krónu fyrir það, hvernig er þessu háttað á Íslandi?
Annars gengur lífið sinn vanagang hér hjá okkur. Ég hef verið að vinna nokkuð mikið í september og það sem af er október, töluvert mikið meira en þessi föstu 25% sem ég hef. En það er nú bara jákvætt. Get alveg pínu stjórnað því hvaða daga ég vinn þegar ég tek svona extra-vaktir. Næstu viku er t.d haustfrí í skólunum og ég að vinna tvo daga í þeirri viku, fastar vaktir og svo get ég bara ráðið því hvort ég segi já ef ég verð beðin um að vinna aðra daga.
Heimasætan hefur ekki enn fundið sér vinnu, kannski ekki verið neitt svaka aktív við leitina. Hún sendi tvo tölvupósta á leikskóla og bíður eftir svari. Ég sá að auglýst var eftir fólki í búðina sem við verslum alltaf í en hún harðneitaði að sækja um, nennti ekki að vinna í búð núna.......Hefði viljað að hún skellti sér á þetta allavega tímabundið.
Það er farið að hausta og hefur vægast sagt rignt mikið undanfarinn mánuð, en það gerir ekkert til ég á svo flott stigvél :) Haustlitirnir eru að verða allsráðandi, og þeir eru svo fallegir. Þegar laufunum fór að fækka á trjánum þá uppgötvaði ég að ég sé út á sjó og það finnst mér nú ekki leiðinlegt. Hitastigið er ennþá svona um og yfir 10 gráðurnar, úlpurnar hafa ekki ennþá verið teknar fram, en regngallinn þess mun meira notaður ;)
Hafið það sem allra best rýjurnar mínar og njótið haustsins
Subscribe to:
Posts (Atom)