Monday, October 31, 2011

Du har ringt feil

Fyrst eftir að við fengum símanúmer var hringt reglulega til að panta pizzu, og ég komst að því að við vorum með fyrrverandi símanúmer Kleppestopizza. Og ef maður googlaði þessum pizzustað þá kom upp símanúmerið okkar. Ég var meira að segja búin að finna nýja símanúmerið þeirra til að geta hjálpað svöngu fólki sem var frekar pirrað yfir að geta ekki fengið pizzu hjá mér. Pizzuelskendur hafa gefist upp á mér og eru greinilega búnir að læra nýja símanúmerið þeirra.

Nú hringir hinsvegar a.m.k einu sinni á dag (og stundum tvisvar) í okkur eldri kona. Hún kynnir sig aldrei eða heilsar heldur skellir fram spurningum eins og "er du våken" sem útleggst ertu vakandi (og það gerist jafnvel um miðnættið) eða "kan du kjøre meg som snarast til apoteken" sem útleggst getur þú keyrt mér sem fyrst í apótekið. Þegar ég segi henni að hún hafi hringt í vitlaust númer þá verður hún alltaf jafn hissa og skilur bara ekkert í því hvernig hún gat hringt í vitlaust númer. Samtölin verða alltaf lengri og lengri. Ég finn nú aðeins til með þessari konu svona stundum en get líka orðið frekar pirruð þegar hún hringir um miðnættið og spyr hvort ég sé vakandi..uuuu já, því þú vaktir mig (segi það nú samt ekki við hana).

Það fyndna í þessu er að síðan Nökkvi fékk norska gsm-númerið sitt þá hringir reglulega í hann eldri kona og spyr um Maríu :) Þegar hún hefur ekki hringt lengi þá fer hann að velta því fyrir sér hvort ekki sé allt í lagi með þá gömlu.........

4 comments:

Anonymous said...

Þú ert allavega í sambandi við fullt af fólki, hahaha :) Knús á ykkur öll. Kveðja Guðlaug móðursystis

Anonymous said...

hahahhaha þetta er nú bara fyndið hahahaha. Kv Hildur

Ameríkufari segir fréttir said...

Þetta er svona skemmtilega pirrandi;)

Frú Sigurbjörg said...

Eru álög á ykkur? Fyndið já, en eflaust ekki til lengdar.