Thursday, October 20, 2011

Allar þjóðir heimsins, ja eða kannski ekki allar

Líf okkar er mjög fjölþjóðlegt þessa dagana það er ekki hægt að segja annað. En mér finnst það svoldið skemmtilegt.

Í bekknum hans Fáfnis eru börn frá 7 þjóðum. Íslandi, Tælandi, Filippseyjum, Litháen, Eistlandi, Póllandi og Íran. Í nóvember fjölgar í bekknum en þá koma 3 börn frá Sómalíu í bekkinn.

Er ekki alveg með á hreinu fjölda þjóða í Darra bekk en man þó að þar eru krakkar frá, Tælandi, Filippseyjum, Pakistan, Póllandi, Litháen og Eistlandi að mig minnir og svo Íslendingurinn hann ;)

Á vinnustað húsmóðurinnar vinnur fólk frá mörgum þjóðum ég man ekki allar en mér skildist að þegar ég byrjaði þá væru þjóðirnar orðnar 12. Ég man eftir Danmörku, Tælandi, Íran eða Írak, Þýskalandi, Kananda, Svíþjóð, Filippseyjum og Póllandi og að sjálfsögðu fagra Íslendingnum mér :)

Með húsbóndanum vinnu maður frá Víetnam.

Heimilislæknirinn okkar er frá Indlandi. Læknirinn hans Fáfnis er frá Danmörku og tannlæknirinn sem ég var hjá í dag er held ég Arabi.

Gaman að þessu.

5 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Hefurðu áttað þig á, á hversu mörgum tungumálum þú getur lært að segja "komið þér margblessaður og sæll"?

Íris said...

já spáðu í það, smá villa hjá mér en með Darra í bekk eru það krakkar frá Póllandi, Víetnam, Tæland, Litháen og Afganistan.

Frú Sigurbjörg said...

Fjölþjóðlegt er gott, gerir okkur víðsýnni.

Íris said...

Sammála þér frú Sigurbjörg.

Anonymous said...

Hljómar spennandi, vonandi læra allir eitthvað gott frá öllum. Kærust í bæinn Íris mín frá okkur Bróa.