Ég las nú nýlega pistil eftir unga konu, sem sagði frá því að hún hefði enga löngun til að heimsækja "heimabæinn" sinn. Bæinn sem hún ólst upp í. Hún sagðist ávalt fyllast kvíða þegar hún þyrfti þangað, kvíða fyrir því að hitta jafnaldrana og fleiri. Kvíða vegna þess að henni leið aldrei vel þar, varð fyrir einelti af því að hún passaði ekki inn í ramman. Var ekki í rétta vinahópnum, klæddist ekki réttu fötunum og guð má vita hvað.
Eftir að hafa lesið þennan pistil fór ég að hugsa um hluti sem ég hef svo sem oft hugsað um áður. En ég veit að það eru svo ótrúlega margir, alltof margir, sem upplifa nákvæmlega þetta sem þessi unga kona lýsti. Fólk sem ég þekki persónulega, sumir standa mér nærri, aðrir ekki. Fólk sem ég þekki ekki neitt, en hef haft afspurnir af, lýsir nákvæmlega þessu. Oft er þetta fólk, sem einmitt "fittaði" ekki inn í kassan. Átti ekki réttu vinina, var ekki í náðinni hjá "elítunni", var alltaf "barið" niður. Fékk ekki að njóta sín og virkilega trúði að það væri einskis virði. Margt af þessu fólki, fór ekki að blómstra fyrr en það flutti burt, fékk að vera í friði, fékk að vera sá einstaklingur sem það vildi vera án afskipta og ónota "elítunnar". Þessir einstaklingar sem margir töldu að aldrei yrðu neitt, blómstruðu og náðu langt þegar þeir komust undan niðurbrotinu.
Ég hef velt því fyrir mér hvort að nákvæmlega þetta sé meira viðloðandi við lítil bæjarfélög. Það er að einstaklingar fá ekki að blómstra ef þeir passa ekki inn í kassan, það sé erfiðara að falla í náðina hjá "elítunni". Mér finnst svo margar af þeim sögum sem maður les um einelti einmitt gerast í litlum bæjarfélögum. Ég er samt ekki að lasta lítil bæjarfélög, alls ekki. Mér finnst frábært að hafa alist upp á slíkum stað og vil helst búa á þannig stað, en það er kannski erfiðara að vera "öðruvísi".
Ég hugsa til baka, og því miður veit ég um þó nokkra einstaklinga á mínum aldri, já og á öllum aldursskeiðum, sem hafa upplifað að vera "barðir" niður, ekki fengið að njóta sín. Einstaklinga sem hefur ábyggilega liðið hörmulega sín uppvaxtarár. Einstaklinga sem finnst þeir ekkert hafa að sækja í heimabæinn sinn, fyllast kvíða við að koma þangað. Ég gæti meira að segja nafngreint marga og ég er viss um að það eru margir sem vita um hverja ég er að hugsa. Sem betur fer hafa margir þessara einstaklinga blómstrað þegar þeir fluttust úr heimabænum, og það kemur kannski ekki á óvart að þeir hafa heldur ekkert endilega sést oft á þeim slóðum eftir að þeir hleyptu heimdraganum.
Mér finnst verst að hugsa til þess að ég hef líklega tekið þátt í því að margir þeirra fengu ekki að blómstra. Tekið þátt með því að horfa fram hjá því að þessir einstaklingar fengju ekki að vera með, voru "barðir" niður. Hef jafnvel kannski sagt eitthvað ljótt eða horft í aðra átt þegar ég hefði akkúrat átt að segja eitthvað gott og segja hingað og ekki lengra, manneskjan á rétt á sér þó hún kannski fitti ekki inn í þann ramma sem "elítan" hefur samþykkt. Hvort ég gerði það ómeðvitað eða meðvitað er ég ekki viss um ennþá, en kannski var maður hræddur við viðbrögð "elítunnar", hræddur við að vera hent út úr kassanum heilaga, hrædd við að vera útskúfuð. Ég er eflaust í sömu sporum og margir aðrir sem hugsa ég hefði getað gert eitthvað, hefði getað gert líf þessara einstaklinga betra, bara ef ég hefði valið að gera eitthvað annað en ekki neitt.
Ég vona að ég fái kannski einhvern tíma tækifæri til að biðjast afsökunar þó það sé alltof seint.
Af hverju er til svona mikil illska í mannskepnunni, hvað fáum við út úr því með því að upphefja sjálfan okkur á kostnað annarra? Af hverju þurfa allir að passa í sama kassan?
Ef við værum öll eins og með sömu skoðanir, spáið í það hvað heimurinn og lífið væri litbrigðalaust.
Berum virðingu fyrir hvort öðru.
Góðar stundir.
Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Saturday, December 29, 2012
Tuesday, December 4, 2012
Stolt
Heimasætan skrifaði eftirfarandi status á facebook síðuna sína í dag
"held ég sé algjörlega búin að týna sjálfri mér, eða kannski "gömlu" mér ... þarf nánast aldrei að taka með mér neina heimavinnu úr skólanum, því ég klára verkefnin í skólanum, ég meira að segja býðst til þess að taka með mér einhverja heimavinnu, rúllaði upp stærðfræði verkefni um daginn, hef aldrei nokkurntímann skilið stærðfræði, kennararnir eru farnir að hafa áhyggjur af því að verkefnin séu of létt, því að ég er svo fljót að klára þau og núna er ég víst nemendaráðinu í skólanum ..... finnst ég ekki alveg vera ég sjálf einmitt núna ..."
Þetta fyllti hjarta mitt svo mikilli gleði og tárin spruttu fram. Stelpuskottið er búin að strefa og erfiða í gegnum alla skólagönguna. Ekki látið mikið á sér bera og lítið beðið um hjálp og þess vegna verið hálf ósýnileg kannski. Ég viðurkenni að það var ekki alltaf auðvelt að reyna að hjálpa henni, því hún vildi helst ekkert ræða það hvar hún þyrfti aðstoð. Það er ekki auðvelt að ganga í gegnum skólakerfið og finnast maður ekkert skilja og ekki ná að gera neitt rétt, stundum hefur róðurinn verið þungur.
En það kom að því að hún blómstraði, kannski tekur tíma fyrir hana að venjast þessari nýju sér ;) en ég held að henni líki ágætlega við hana.
Ég er svo stolt af stelpunni minni.
Góðar stundir
"held ég sé algjörlega búin að týna sjálfri mér, eða kannski "gömlu" mér ... þarf nánast aldrei að taka með mér neina heimavinnu úr skólanum, því ég klára verkefnin í skólanum, ég meira að segja býðst til þess að taka með mér einhverja heimavinnu, rúllaði upp stærðfræði verkefni um daginn, hef aldrei nokkurntímann skilið stærðfræði, kennararnir eru farnir að hafa áhyggjur af því að verkefnin séu of létt, því að ég er svo fljót að klára þau og núna er ég víst nemendaráðinu í skólanum ..... finnst ég ekki alveg vera ég sjálf einmitt núna ..."
Þetta fyllti hjarta mitt svo mikilli gleði og tárin spruttu fram. Stelpuskottið er búin að strefa og erfiða í gegnum alla skólagönguna. Ekki látið mikið á sér bera og lítið beðið um hjálp og þess vegna verið hálf ósýnileg kannski. Ég viðurkenni að það var ekki alltaf auðvelt að reyna að hjálpa henni, því hún vildi helst ekkert ræða það hvar hún þyrfti aðstoð. Það er ekki auðvelt að ganga í gegnum skólakerfið og finnast maður ekkert skilja og ekki ná að gera neitt rétt, stundum hefur róðurinn verið þungur.
En það kom að því að hún blómstraði, kannski tekur tíma fyrir hana að venjast þessari nýju sér ;) en ég held að henni líki ágætlega við hana.
Ég er svo stolt af stelpunni minni.
Góðar stundir
Subscribe to:
Posts (Atom)