Tuesday, December 4, 2012

Stolt

Heimasætan skrifaði eftirfarandi status á facebook síðuna sína í dag

"held ég sé algjörlega búin að týna sjálfri mér, eða kannski "gömlu" mér ... þarf nánast aldrei að taka með mér neina heimavinnu úr skólanum, því ég klára verkefnin í skólanum, ég meira að segja býðst til þess að taka með mér einhverja heimavinnu, rúllaði upp stærðfræði verkefni um daginn, hef aldrei nokkurntímann skilið stærðfræði, kennararnir eru farnir að hafa áhyggjur af því að verkefnin séu of létt, því að ég er svo fljót að klára þau og núna er ég víst nemendaráðinu í skólanum ..... finnst ég ekki alveg vera ég sjálf einmitt núna ..."

Þetta fyllti hjarta mitt svo mikilli gleði og tárin spruttu fram. Stelpuskottið er búin að strefa og erfiða í gegnum alla skólagönguna. Ekki látið mikið á sér bera og lítið beðið um hjálp og þess vegna verið hálf ósýnileg kannski. Ég viðurkenni að það var ekki alltaf auðvelt að reyna að hjálpa henni, því hún vildi helst ekkert ræða það hvar hún þyrfti aðstoð. Það er ekki auðvelt að ganga í gegnum skólakerfið og finnast maður ekkert skilja og ekki ná að gera neitt rétt, stundum hefur róðurinn verið þungur.

En það kom að því að hún blómstraði, kannski tekur tíma fyrir hana að venjast þessari nýju sér ;) en ég held að henni líki ágætlega við hana.

Ég er svo stolt af stelpunni minni.

Góðar stundir

7 comments:

Arna afasystir said...

Og ég er líka endalaust stolt af henni :) Hún er flottust!

Ameríkufari segir fréttir said...

Til hamingju með stelpuna þína. Það er mikill léttir þegar manneskjan finnur sjálfa sig. Þetta er yndislegt og svo gaman þegar vel gengur.

Anonymous said...

Æði !!!! það kalla ég kraftaverk þegar einhverjum tekst að botna og skilja þetta sem kallast stærðfræði.Dísus alm.guð hvað ég hataði hana og geri enn hehe.Og hvað gekk stundum mikið á þegar minn elskulegi lá yfir þessum fjanda með dætrunum :)SVO gaman að heyra að gengur vel..Knús á hana. <3

Anonymous said...

Algerlega yndislegt :) Kveðja Guðlaug móða

Anonymous said...

þetta þykir mér gott að heyra, knús á hana (og ykkur líka) Kv. Guðný Sv

Frú Sigurbjörg said...

Þetta er gaman að lesa og ég gleðst yfir gleðinni í kotinu ykkar.

Anonymous said...

Gott og ljúft, til hamingju með skottið með kærri frá okkur Bróa.