Thursday, November 3, 2011

Að fylgjast með deginum vakna


Mér finnst fátt yndislegra (í þurrviðri og logni) að sitja á svölunum, á náttfötunum sveipuð íslenskri lopapeysu, með kaffibollan og bíííp (lesist sígó) og upplifa daginn vakna. Fylgjast með myrkrinu breytast í dagsbirtu og litla hverfinu vakna til lífsins. Kyrrðin hérna á fjallinu er svo mikil að hljóðin magnast upp (ef þið skiljið hvað ég meina) maður heyrir næstum því nágrannan geispa þegar hann klöngrast syfjaður inn í bílinn sinn. Hlátur barnanna á leið í strætó, hljómar fallega með fuglasöngnum og lágvært spjall hundaeigandanna við þá ferfættu á leiðinni niður götuna er eitthvað svo vinalegt.

Þegar laufin falla af trjánum breytist umhverfið ótrúlega mikið. Ég sé sjóinn sem mér finnst yndislegt og ef ég sé bátkænu sigla hjá er toppnum náð. Ég er að uppgötva hús hér og þar sem ég hafði ekki hugmynd um, þar sem þó stóðu falin inn á milli trjánna.

Vá hvað þessi smápistill er háfleygur eitthvað. En ég læt hann standa svona.

Læt fylgja með eina mynd svona til gamans af draugnum sem var að veltast hér á Hrekkjavökunni



Plan dagsins er að eiga yndislegan dag vona að það verði þannig hjá ykkur líka.



6 comments:

Frú Sigurbjörg said...

Háfleygt og flott, ekki síst litli draugurinn.

Anonymous said...

góð lesning, kveðjur Guðný

Anonymous said...

Yndisleg lýsing hjá þér :) Hér er nú bara rigning og rok. Flott mynd af draugnum :) Knús á ykkur öll. Knús frá móðursystur í Hafnarf

Anonymous said...

gaman að heyra hvað ævintýrið þitt er að skemmta þér og þínum :)
kv. Bessý

Anonymous said...

Þetta er alveg lýsingin á gömlu ömmusystur þinni þegar hún er á Spáni.Elska að fara út fyrir dagrenningu með kaffibollan og píííp..svo yndislegt að sjá daginn rísa og sólina koma upp. Draugsi er svakalega flottur hehe. Knús í hús..Sæa.
PS: skrítið geri þetta aldrei hérna heima.

Heiða Björk said...

Morgnarnir eru bestir, sérstaklega í friði og ró :)