Friday, November 23, 2012

Guð ber ábyrgð á mörgu

Yngri sonurinn sagði í einlægni frá því að hann hefði lent í smá útistöðum við bekkjarbróður í dag.

F: Ég lenti í smá slag við Ole i dag.

Í: Nú, hvað gerðist.

F: Hann skaut boltanum mínum að gamni sínu eitthvað lengst og þá varð ég svo reiður að ég sló hann. Þá  kom Benjamín og sagði að ég skildi sko passa mig því að Henrik væri sko sá eini sem hefði getað lamið Ole.

Í: Gerðist eitthvað meira, hvað gerði Ole.

Hann vildi greinilega ekki ræða það nánar.
F: Ég bað hann fyrirgefningar þegar frímínúturnar voru að verða búnar.

Í: Það var gott hjá þér að biðjast fyrirgefninga. En þú veist að maður lagar ekki neitt með því að lemja aðra og slást.

F (frekar hneykslaður): Mamma, hvað get ég að því gert þó að Guð láti mann verða svo reiðan að maður bara lemur. Það er sko Guð sem lætur mann gera svoleiðis.


Eins og oft áður varð móðirin kjaftstopp.

Góðar stundir.

3 comments:

Anonymous said...

Hann er yndi :) Kveðja Guðlaug móða

Anonymous said...

hahahahhaha alveg er þessi drengur frábær :) Kveðja Hildur móðursystir

Anonymous said...

Hahaha Hann er alltaf jafn skýr strákurinn :) Auðvitað er þetta rétt hjá honum.... höfum við ekki verið að innprenta hjá börnunum að Guð ráði öllu? Auðvitað ræður hann þessu líka ;) Gefðu honum knús frá mér og ég sakna ykkar allra, sérstaklega núna!

Kv. Arna afasystir