Wednesday, October 31, 2012

Allt er þegar þrennt er

Jæja þá er ég búin að fagna fertugasta afmælisdeginum mínum í þriðja sinn, og þá er hægt að fara að einbeita sér að því að ná fimmtugsaldri :)

Það var kökuveisla í vinnunni í dag til þessa að fagna stórafmælum starfsfólks (síðasta hálfa árið). En þetta er gert tvisvar á ári hjá okkur. Kökurnar og kaffið er í boði hússins (stofnunarinnar).

Við vorum leystar út með gjöfum og fallegum orðum. Fékk gjöf frá starfsfólkinu, en líkt og á HSSA þá söfnum við í gjafasjóð til að nota þegar tilefni er til.

Svo fengum við blómvendi frá yfirmönnunum og skrifstofudömunni, með hverjum vendi fylgdi kort og deildarstjórinn las upp úr kortunum okkar þegar hún afhenti vöndinn. Ég varð nú eiginlega bara hrærð yfir fallegum orðum og þykir voða vænt um þau.

Svona hljóðaði kveðjan á norsku:
Ein fin sommardag kom det ein frisk vind fra vest!!
Med det fulgte det godt humør, stor engasjement og kompetanse.
Heldigvis så stoppa vinden på Kvednatunet, der ville den vere.!!
Du deler raust av dine egenskaper til alle!!

Svona hljómar hún nokkurn veginn á íslensku:
Einn fallegan sumardag kom frískur andvari/vindur úr vestri!!
Með honum fylgdi gamansemi/gott geðslag, mikill áhugi og færni.
Sem betur fer stoppaði andvarinn/vindurinn hér við Kvednatunet, og ákvað að vera hér.
Þú deilir ríkulega af eiginleikum þínum til allra (gefur af þér).

Ekki skrítið að maður verði hrærður og felli næstum tár. Það er gott að finna að maður er vel metin sem starfsmaður og vinnufélagi.

Góðar stundir.

9 comments:

Anonymous said...

Ekki skrítið að þú fáir svona hól, það vitum við sem þekkjum þig. Hress, brosmild og hlý. Gaman að allt gengur vel. Kveðja Hildur móðursystir

Anonymous said...

Það verður eitthvað þegar þú verður fimmtug elskan hehe. En til hamingju alltaf notalegt og gott að fá klapp á bakið, einhvernvegin held ég að þú eigir það vel skilið..Knús frá ömmusystir. <3

Anna Lilja . said...

Elskan mín þú ert yndisleg kveðja "systir"

Anonymous said...

þetta er bara allt satt hjá nojurunum
Kv. Guðný Sv

Anonymous said...

Æ en sætt kort :) Ég er viss um að þær eru ánægðar með þig :) Kveðja frá Guðlaugu móðu

Egga-la said...

Fallega mælt hjá kollega þínum. Ekki amaleg veisla þetta.

Frú Sigurbjörg said...

Falleg kveðja í korti en alveg er ég viss um að þú átt hana skilið.

Hrafhildur said...

Þau eru sko lánsöm að hafa þig. Innilega til hamingju Íris mín.

Anonymous said...

Veistu að þú átt þetta skilið mín kæra. Það er gaman að heyra hversu vel guttinn þinn spjarar sig. Til hamingju með kveðju frá okkur Bróa