Wednesday, October 17, 2012

Mont-blogg




Ég bara má til að monta mig af þessum snilling. Hann byrjaði í venjulegum 4.bekk í haust og stendur sig eins og hetja þessi elska. Hann hefur svo sem alltaf átt auðvelt með að læra og það er enginn breyting þar á.

Mér finnst svo gaman að því hvað honum gengur vel í norskunni svona almennt og sem dæmi þá fær hann með sér texta heim 1x í viku sem hann skrifar upp í skriftarbókina sína. Á föstudögum er svo æfing í stafsetningu, þ.e kennarinn les upp áður nefndan texta og þau skrifa hann upp. Litli snillinn minn er alltaf með þetta kórrétt, stafsetninguna og punktar, kommur og gæsalappir á réttum stöðum.

Jebb mamman er montin og stolt :)

Góðar stundir.

4 comments:

Frú Sigurbjörg said...

Mátt líka vera það! Flottur strákur :-)

Anonymous said...

Mátt sko alveg vera stolt af þessum snilling. Gaman hvað krökkunum gengur öllum vel. Kveðja Hildur móðursystir :)

Egga-la said...

Flott hjá honum. Og flott að fleiri séu með montblogg en ég. Mikilvægt að við sjáum það sem börnin okkar eru góð í og gleymum smá hinu sem ekki gengur alltaf jafn vel.

Anonymous said...

Mikið gaman að heyra, mátt sko alveg vera stolt Íris mín. Knús ömmusystir..<3