Núna bíðum við fjölgunar hjá litlu systur. Hún er gengin þó nokkuð fram yfir settan dag og er eflaust löngu farin að bíða. Ég hef síman nánast við hjartastað svona ef fréttir skildu berast.
Mér finnst skrítið að hafa ekki séð hana (augliti til auglits) með þessa fallegu bumbu. Það er líka svolítið erfitt að kyngja því að barnið verður nánast fullorðið (4. mán) þegar ég kem til með að sjá það í fyrsta sinn. Ég hugsa að ég eigi eftir að missa mig í barnafatakaupum svona til að reyna að fá tilfinninguna fyrir því að þetta barn sé til :) Hlakka ákaflega mikið til að fá að vita hvort ég eigi að missa mig í kaupum á stelpu- eða strákafötum.
Ég veit að hún er orðin ákaflega þreytt (enda tekur það á að framleiða nýjan einstakling) og það hefði nú verið gaman að geta veitt henni gott fótanudd og smá dekur svona á síðustu metrunum. Ég verð bara að treysta því að mágur minn sinni hlutverki stóru systur líka :) Ég reyni að senda henni hríðarstrauma yfir hafið jafnvel þó svo að mínar hríðar hafi yfirleitt verið frekar gagnslausar. En ég hef frétt af konum sem senda nánast ónotaða strauma til hennar svo þetta hlýtur að fara að gerast.
(myndinni er stolið án samviskubits frá barnsföðurnum) |
Mér finnst hún ákaflega falleg svona á síðustu metrunum, hún er það reyndar alltaf. Vonandi fáum við fréttir af barni fljótlega.
2 comments:
JA hver skollinn var að vona að þú værir búin að skella í eitt stk.frænku eða frænda handa mér hehe en nei ekki varð mér að ósk minni hjá þér frænka sæl, en svona í alvöru er ósköp temmilegt að eiga þrjú , og fyrir mestu heilbrigð falleg og dugleg.En falleg mynd af Hafrúnu, finnst ófrískar konur svona yfirleitt fallegar og vonandi fer þetta að koma sig hjá henni.Alltaf spennó að eignast nýtt frændsystkyn.
Knús í hús frá ömmusystur.
Spennandi! Mikið skil ég samt vel að þú finnir fyrir fjarlægðinni núna.
Post a Comment