Monday, January 30, 2012

Af fólki og nöfnum

Af og til þá sér maður einhvern sem minnir mann á einhvern. Ég hef rekist á mörg kunnuleg andlit hér í nýja landinu. Hvort það sé til marks um skildleika íslendinga og norðmanna er allt önnur saga. Aftur á móti þá finnst mér bara vinalegt að sjá kunnulegt andlit. Við höfum svo gert það, kannski ósjálfrátt eða meðvitað, að kalla viðkomandi okkar á milli nafni þess sem hann minnir okkur á. Ég veit við erum pínu klikk, en það er ekki svo slæmt skal ég segja ykkur, það gefur bara lífinu lit.

Mörg nöfn hér eru líka ákaflega lík eða nánast þau sömu og íslensku nöfnin sem við þekkjum. Og finnst mér ákaflega gaman að spá í nöfnunum.

Kvenmannsnöfn: Magnhild, Borghild, Gudrun, Gerda, Ragnhild, Sigrun, Ingeborg, Bjørg, Aslaug, Andrea, Anita, Eva, Alfhild, Elsa, Ella, Bergljot, Rannveig, Gunvor, Dagny, Solveig, Kristin, Anne/Anna, Hanne/Hanna, Lise, Elise,

Karlmannsnöfn: Gunnar, Leif, Bjørn, Asbjørn, Sigurd, Jon, Olav, Olaf, Harald, Ingvar, Ivar, Hans, Einar, Johannes, Magnus, Geir, Siggeir, Gudmund, Stein, Svein, Thorbjørn, Helge, Oskar/Oscar, Gisle (frekar sjaldgæft),

Kunnuleg ekki satt og þetta eru nú bara nokkur. Mörg fleiri sem eru lík, sum af þessum nöfnum eru algeng og önnur sjaldgæf. Það hefði komið sér vel fyrir börnin mín að heita Jón, Sigurður og Guðrún :) . Ég er ánægð með nöfnin þeirra eins og þau eru og sé ekki eftir því að hafa gefið þeim þau.

Ég er hinsvegar fegin að strákarnir mínir fengu ekki nafnið Sölvi, þó mér finnist það fallegt. Sølvi er nefnilega kvenmannsnafn hér í Noregi.

Góðar stundir

3 comments:

Anonymous said...

Það er í ýmsu spekulerað ;) Haltu áfram að blogga frænka sæl, gaman að lesa :) Kveðja Guðlaug

Ameríkufari segir fréttir said...

Mikið óskaplega sem ég hef gaman af bloggunum þínum kæra Íris:)

Anonymous said...

Haltu áfram skrifunum mín kæra. Þú ert góður penni sem hefur margt gott fram að færa.Þegar lönd skilja að er gott að geta fylgst með sínu fólki. Bestust í bæinn frá okkur Bróa.