Ætli það sé hægt að vera með ofnæmi fyrir hávaða eða hinum ýmsu hljóðum. Ég hef allavega takmarkað þol gagnvart hinum ýmsu hljóðum. Mér finnst t.d afskaplega gott að hlusta á þögnina og geri það mun oftar en að hlusta á útvarp. Samt hef ég mjög gaman af tónlist en get ekki haft hana hátt stilta nema ég sé í alveg sérstöku skapi. Ískur, smelli, bank (síendurtekið) o.fl. getur gert mig alveg bilaða, væri líklega hægt að pína mig til frásagnar um ýmislegt með því að framkvæma slík hljóð í nokkrar sekúndur....
Núna situr betri helmingurinn ásamt börnunum inni í eldhúsi að spila Íslandópólý. Ég var með í upphafi en varð að gefast upp. Eftir annasaman (órólegan) dag í vinnunni höndluðu eyrun ekki talandan í mínum yndislegu börnum, sem virðast hafa erft talandan frá móður sinni ;) Þau eiga það til að tala dálítið mikið og helst öll í einu og það frekar hátt :) (líklega til að yfirgnæfa hvort annað) oftast hef ég lúmskt gaman af því, og hef það í sjálfu sér núna líka, á meðan ég sit í öðru herbergi :) Já ég veit, ég eiginlega skammast mín, en ég reyndi.
Góðar stundir
P.s
Það er bannað að nota þessar upplýsingar gegn mér!
3 comments:
Yndisleg lesning að vanda :) Guðlaug móðursystir :)
Þú ert afar eðlileg mín kæra, þroskuð kona sem þekkir hávaðaþröskuldinn. Þegar ég kom úr vinnunni hér á árum áður og píanóæfingar dóttlunnar skullu á mér fór ég stundum í kaffi í næsta hús! Njótið ykkar með kveðju frá okkur Bróa
Kannast við þetta. Ég og Saga erum einar heima þessa helgina og ég hef ekki kveikt á útvarpi.Bara haft það hægt og hljótt.
Post a Comment