Tuesday, April 10, 2012

Jáhá heitir þú það í dag!!

Gömul kona: Íris.....heitir þú það í dag (í vinnunni er ég með nælu með nafninu mínu á)
Ég: Já það heiti ég nú alla daga
Gömul kona: Íris... merkilegt, aldrei heyrt það fyrr.
Ég: Ég kem frá Íslandi svo þess vegna hefur þú líklega ekki heyrt nafnið mitt áður.
Gömul kona: Ertu íslendingur?
Ég: Já það er ég
Gömul kona: Skellihlær og hristir höfuðið, lítur á samstarfskonu mína og segir, þessi segist vera íslendingur, stórfurðulegt alveg og svo er hún klædd eins og norðmaður.................................

Mikið finnst mér alltaf gaman í vinnunni, hver dagur er einstakur.

6 comments:

Anonymous said...

Hahahaha alveg yndislegt :) Góða skemmtun áfram :) Kveðja frá Guðlaugu móðursystur :)

Anonymous said...

hahaha,,yndislegt alveg, haltu áfram að hafa gaman..Kv. Sæa

Anonymous said...

hahahahahaha þetta er alveg frábært hahahha Kv Hildur móðursystir

Anonymous said...

Var að lesa, og las heilan helling. Hef ekki gefið mér tíma til að kíkja hérna inn og lesa en núna eru börnin sofnuð og enginn þvottur til að ganga frá ;) Þú ert góður penni frænka og ég skemmti mér vel við lesturinn ;) Hrikalega er fallegt í noregi, er alltaf á leiðinni að heimsækja Lúlla og familí en svona er þetta. Kær kveðja frá mér (Hebu) og familíunni :*

Frú Sigurbjörg said...

Jáhá, hver heldur heldur þessi Íris Gísla að hún sé?! : D

Íris said...

Segðu frú Sigurbjörg, klædd eins og norsari :)
Heba gaman að þú skulir kíkja hér.