Sunday, April 17, 2011

Sædýrasafnið

Eyddum deginum í sædýrasafninu. Gott að geta dundað sér við að skoða litfagra fiska, já og líka ófrýnilega, svona í riginingunni. Selirnir voru flottir og léku listir sínar fyrir okkur. Mörgæsirnar voru líka voða sætar. Verst fannst okkur að hluti safnsins er lokaður vegna breytinga eða viðhalds en þá er líka ástæða til að kíkja þangað aftur ;) Fáfni Frey fannst mjög asnalegt að sjá bæði apa og köngulær á þessu sædýrasafni, fannst þetta bara mjög kjánalegt þar sem ekki er um sædýr að ræða. Annars var hann aðalega í því að leita að spurningum um allt safn, það var einhver leikur í gangi og átti að finna spurningar hingað og þangað um safnið og svara þeim, svo á að draga úr réttum svörum einhvern tíma um páskana held ég. Okkur gekk ágætlega að skilja spurningarnar og sæmilega að svara ;)

Á leiðinni í sædýrasafnið fórum við í gegnum sex jarðgöng og var peyinn sem venjulega er spenntur fyrir jarðgöngum farinn að segja "nei, ekki aftur" :)

Á heimleiðinni bauð Nökkvi okkur smá rúnt til að sýna Darra Snæ golfvöllinn og æfingasvæðið. Darra Snæ leist ágætlega á en heimasætunni fannst þessir vegir bara alls ekki boðlegir, svona einbreiðir og í allavega sikk,sakki bæði upp og niður í móti. Reglulega heyrðist að þetta væri klikkun ;)

Eldri börnin hafa mikið rætt um gæludýraeign í dag. Yrsu Líf langar í hund og loðinn kött og Nemo og Dóru fiska. Darra Snæ langar hins vegar í gælubroddgölt sem á að heita Brjánn!! Nökkvi fór með þessi gæludýrasjúku í gönguferð í kvöld en því miður rákust þau ekki á Brján. Annars svona ykkur að segja þá held ég að gæludýradagar mínir séu taldir fyrir fullt og allt.

Heimasætunni þyrstir í að skoða í búðir, lánsupphæð hefur reyndar ekki verið ákveðin, en ætli sé ekki rétt að svala búðarþorsta hennar eitthvað á morgun.

Vona að við fáum blíðu á morgun. Ekki það að bleika regnhlífin fer mér bara vel sko en er alveg til í að gefa henni frí í nokkra daga ;)

Ha det bra.......

No comments: