Wednesday, May 15, 2013

Girði mig í brók

Kvaddi sjúkraþjálfaran minn í morgunn. Síðasti tíminn hjá henni búinn og komið að því að ég haldi út í heiminn (lesist líkamsræktarstöðvar), girði mig í brók og standi á eigin fótum. Það verður erfiðara að halda sér við efnið þegar enginn stendur við hliðina á manni og hvetur mann áfram. En ég SKAL, GET og VIL. 

Ég fæ með mér nokkurs konar tilvísun frá sjúkraþjálfanum. Þar sem hún segir hvað ég er að fást við og hvert takmarkið er. Svo mér skilst að ég fái smá stuðning þarna í byrjun.

Tók mig til og mældi ummál hinna ýmsu líkamshluta ásamt því að stíga á minn erkióvin vigtina. Nú ætla ég að vera dugleg að fylgjast með sjálfri mér ;) 

Góðar stundir