Ég er hætt að vinna á HSSA sem er ákaflega skrítin tilfinning er nú eiginlega alin upp þar svona vinnulega séð. Nú er bara pakkað og pakkað. Svo er líka ákaflega miklu hent svo miklu að ég er farin að hafa áhyggjur af því að þeir skelli í lás í ruslaportinu þegar þeir sjá bílinn okkar, spurning um að fara að fá lánaða bíla til að fara með drasl í portið.
Ég er eiginlega bara í sjokki yfir því hvað hefur safnast hér af dóti sem enginn er að nota sem sagt "rusli". Við höfum búið í húsinu í síðan 4.okt 1995 (já heil 16 ár sem er ótrúlegt af því ég er svo ung) og höfum greinilega verið mjög iðin við kolan í allskonar söfnun síðan.
Erum langt komin í þessari pökkun, rífandi gangur alveg. Afhendum húsið þann 30.júní. Brottfarardagur er svo 5.júlí.
Var að fatta að það er alveg rosalega stutt þangað til.
2 comments:
Þetta fer bara alveg að skella á ;) Það verður skrítið að hitta þig ekki svona stöku sinnum en þú verður að vera dugleg að setja inn á feisið hvað þú og co eruð að aðhafast. Kv Hildur
Óvá, það er stutt í 5.júlí! Gangi ykkur allt í blómstrandi haginn!
Post a Comment