Wednesday, July 13, 2011

Ef ég er ekki ég hver er ég þá?

Ja, maður spyr sig. Þið veltið því væntanlega fyrir ykkur hvers vegna ég (ef ég er ég) spyr svo einkennilega.

Hefst þá sagan:
Nökkvi þurfti að fá staðfestingu á hjúskap okkar hjóna fyrir skattinn hér í landi en eins og einhverjir muna kannski þá tókst skattinum heima að afgifta okkur og afbarna Nökkva á síðasta skattframtali svo væntanlega hafa réttar upplýsingar ekki skilað sér hingað.

Sem sagt þurfti hann að skila inn staðfestingu á hjúskap okkar og vottorði um búsetu mína og barnanna á síðasta ári. Ég hafði samband við Þjóðskrá og talaði þar við elskulega konu sem var öll af vilja gerð til að aðstoða mig og sagði þetta lítið mál og skildi alveg út á hvað þetta gekk, hún mundi bara útbúa þetta og senda okkur í snarhasti. Í dag kom svo póstur frá Þjóðskrá (fyrr en ég reiknaði með) með báðum þessum vottorðum. Eiginmaðurinn opnaði umslagið og skoðaði innihaldið jú, jú þarna var staðfesting á hjúskap hans við Íris Gísladóttir fædda 7.sept 1972 (ég tel það vera mig) en við lestur næsta vottorðs runnu á hann tvær grímur þar var vottað að frá því hann flutti út og til áramóta 2010 hefði Íris Gísladóttir fædd 11.júlí 1963 búið í Hlíðartúni 4, Hornafirði, Íslandi ásamt börnum sínum Yrsu Líf, Darra Snæ og Fáfni Frey Nökkvabörnum. hmmmmm. Jáhá hann spurði náttúrulega hvor Írisin ég væri og hvort ég hefði villt á mér heimildir og ef ég væri þessi sem væri fædd 1972 hvers vegna hin hefði búið með börnum okkar, ég kannast ekkert við þessa konu og hélt að ég hefði búið með börnum mínum á þessum tíma........

Ég hringdi nú í Þjóðskrá til að láta leiðrétta þennan misskilning því vottorðið hafði náttúrulega litla þýðingu fyrir okkur með ranga konu í aðalhlutverki. Ég spjallaði aftur við þessa elskulegu konu sem baðst innilegrar afsökunar og ætlaði að redda þessu hið snarasta og senda mér í tölvupósti og þá með rétta konu í aðalhlutverki. Elskulega konan stóð við orð sín og ég fékk nýtt vottorð með réttri konu, en nú vantaði eitt barnið í vottorðið (ég er ekki að djóka). Ég hlakka rosalega mikið tíl að sjá hvort þetta komi rétt á morgun eða hvort það sé kannski aukabarn á vottorðinu ;)

Við erum búin að hlæja mikið yfir þessum skemmtilegu póstum frá Þjóðskránni. Það þarf svo lítið til að gleðja okkur ;)

Annars höfum við átt yndislegan dag sem innihélt sól, sull, golf og vöfflur. Erum sólbrunnin, sælleg og að sjálfsögðu sæt.

Við erum alveg sérstaklega dugleg að gleyma að hafa myndavél með í för og bara yfirleitt á lofti, en ég lofa að reyna að muna oftar eftir henni og setja inn eina og eina mynd svona af og til.

Kærar kveðjur til allra.

P.s
Vantar ykkur nokkuð mánan? Ég get svo svarið það að Hornafjarðarmáninn glotti til mín áðan.

5 comments:

mamma said...

Gætum við átt von á brúðkaupi.Knús á ykkur.

Anonymous said...

muahahahahaha, rosalega hressandi að fá svona hláturkast fyrir svefninn hahahaha. Kv. Sæa

Anonymous said...

hahahahaha já það er hressandi að hlæja svolítið, þetta er alveg makalaust hahahaha. Það borgar sig kannski að giftast aftur svo þetta sé á hreinu ;)) Já endilega vertu duglegri með myndavélina svo við fáum að sjá umhverfið hjá ykkur. Knús og kossar frá okkur á Brautarholtinu .

Ameríkufari segir fréttir said...

Er búið að finna þig og barnið sem vantaði? Kv.Svanfríður.

Íris said...

Svanfríður það hafðist en gekk ekki þrautalaust ;) Konan ætlaði bara alls ekki að leyfa mér að eiga barnið því það væri ekki barn þó svo það hafi verið barn á því herrans ári 2010 sem vottorðið snérist um ;)