Þessi tvö áttu 17 ára brúðkaupsafmæli í gær
Ég fór í gönguferð með þessum myndarpiltum í blíðunni í gær
Þarna hægra megin sést vegurinn upp í Ebbesvikfjellet sem er hverfið okkar
Á leið niður í Ebbesvik
Ebbesvik
Það er körfuboltaspjald á leikvellinum í Ebbesvik
Þar var líka bolti svo það var tilvalið að skjóta á nokkrar körfur
Í Ebbesvikinni eru bæði sumarhús og íbúðarhús, já og slatti af bátum
Væri ekki amalegt að eiga einn svona til að sigla um firðina
Jafnvel væri alveg nóg að eiga einn svona
Sjórinn var eins og spegill í kyrrðinni
Það eru rafmagnslínur þvers og kruss
Feðgar á leið heim
Strætóskýlið sem Darri Snær mun dvelja í langdvölum í vetur
Sumir gengu berfættir heim og ef vel er að gáð má sjá svartar tær
Þeim eldri fannst sniðugra að stökkva yfir girðinguna heldur en að hanga á henni
Gatan í hverfinu okkar er frekar mjó og bugðótt
Sést glitta í húsið okkar fyrir miðri mynd (þetta gráa)
Og hér búum við
Ein blómamynd í lokin. Fannst þetta svo fallega dóppótt inn í bikarnum/bjöllunni.
6 comments:
Gaman að skoða. Taktu þig nú til að taktu myndir inni á heimilinu þínu, langar svo að sjá. Kveðjur Hildur
Hildur ég skal gera það þegar það er orðið sæmilega umhorfs hér ;)
Flottar myndir... það var nú bara notarlegt að heyra í þér í dag.... takk fyrir spjallið og heyrumst fljótlega aftur;)
Gaman að sjá hvernig er umhverfis hjá ykkur, hlakka til að sjá hvernig er umhorfs inni hjá ykkur þegar þið eruð búin að koma ykkur fyrir.
Gaman að skoða..fallegt þarna finnst mér. kv. Sæa
Gaman að sjá myndir af þessu fallegi umhverfi og flotta fólki!
Post a Comment