Þá er myndin tilbúin, held ég. Er ekki nógu ánægð með ljósmyndirnar sem ég tók af henni, en þær verða að duga. Kannski á ég eftir að fikta meira við myndina, það kemur í ljós þegar ég verð búin að hafa hana fyrir augunum í einhvern tíma.
|
Þessi er tekin án þess að nota flass, og er aðeins of dökk.
|
|
Þessi er tekin með flassi, og er eiginlega yfirlýst. |
Mikið rosalega finnst mér gaman að mála. Vildi gjarnan að ég hefði betri aðstöðu til þess, þetta kostar smá fyrirhöfn. Það þarf að þekja eldhúsborðið með dagblöðum, finna til litina og annað. Svo þarf að ryðja öllu af borðinu á milli máltíða, frekar pirrandi þegar wannabe-listakonan er í ham :) En þetta eru nú bara smámunir og ekkert til að kvarta yfir, lífið gæti verið svo mikið verra en þetta, ekki satt :)
Góða helgarrest.
3 comments:
Íris, þú ert snillingur :) Skítt með smá tilfæringar ef útkoman er þessi :) Flott hjá þér. Knús frá móðursysturinni Guðlaugu
Þér er ýmislegt til lista lagt mín kæra, þetta er gullfalleg mynd. Veistu, hún Valla frá Hvalnesi er listamálari, og málaði gjarna á hnjánum við eldhúsborðið! Ótrúleg. En þarftu ekki bara að fjárfesta í trönum? Bestust í kotið frá okkur Bróa.
Ég segi það með mömmu, kauptu þér trönur. Svo í sumar þá geturðu staðsett trönurnar útivið, í skóginum eða hvar sem er og málað. Það verður veðrið til þess!
Post a Comment