Friday, January 27, 2012

Wannabe-listakonan og húsmóðirin takast á

Frídagur í dag. Þó mig langaði bara að kúra undir sæng þá ákvað ég að reyna að virkja einhverjar af þessum konum sem í mér búa. Wannabe-listakonan varð fyrir valinu en hún þurfti samt sem áður að slást við húsmóðurina sem tók yfirhöndina öðru hvoru. Á endanum sættust þær á að húsmóðirin fengi að hlaupa um með ryksuguna og taka út úr uppþvottavélinni ásamt fleiri leiðinlegum heimilisstörfum á meðan litirnir á striganum þornuðu á milli atrenna wannabe-listakonunnar.




Wannabe-listakonan ákvað að sýna afrakstur dagsins, fróðlegt að sjá hvað verður úr þessu. Verkið er sem sagt ennþá í vinnslu. Húsmóðirin ákvað að vera ekkert að sýna framvindu mála í tiltekt og þrifum.

Góðar stundir.

3 comments:

Ameríkufari segir fréttir said...

Ekki kalla þig wannabe því þú ert það. Þú setur listina þína á striga og þá ertu listamaður:)

Anonymous said...

Æðislegt!!!! Og mundu að lofa okkur að filgjast með :) Knús frá Guðlaugu móðursystur

Frú Sigurbjörg said...

Það er gott að konurnar dansa í takt en ég leyfi mér að efast um að nokkur þeirra sé neitt wannabe.