Fyrir rúmum mánuði síðan lét ég mig dreyma um að geta hlaupið. Fannst hlaupandi fólkið sem ég mæti reglulega hér á fjallinu mínu, eitthvað svo frísklegt að sjá. Nágraninn sem býr hér aðeins ofar hleypur oft a.m.k. 2x á dag og ég hef öfundað hann dálítið af þessum hæfileika, þegar hann brunar niður fjallið frjáls eins og vindurinn.
Ég hugsaði með mér að það þýddi ekkert að vera að öfundast út í þetta fólk og ég yrði bara að gera eitthvað í málinu. Ég lagði leið mína í mollið og fjárfesti í góðum hlaupaskóm og þröngum (ákaflega sexý) hlaupabuxum.
Nú var mér ekkert að vanbúnaði, þannig að það var bara að láta vaða. Ég skellti mér í dressið og skundaði hér út á hlað, ég beið en ekkert gerðist. Ég prófaði að hlaupa létt á staðnum í von um að græjurnar virkuðu.......ekkert gerðist, svo ég fór bara inn aftur.
Ég skoðaði hlaupagræjurnar hátt og lágt, kannski var þarna einhver takki sem þyrfti að ýta á, ég fann engan takka. Átti ég að fara í búðina og kvarta? Ákvað að gera það ekki, þetta hlyti bara að vera einhver klaufaskapur í mér........
Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að finna út úr því hvernig búnaðurinn virkar. Ég er búin að ganga af stað niður fjallið svona til að athuga hvort það þurfi að trekkja þetta dót í gang, hlaupa aðeins meira á staðnum, reyna að fylgjast með hvernig nágraninn setur sinn búnað í gang (en honum virðist það mjög auðvelt) en það gerist bara alls ekki neitt.
Skilafresturinn á græjunum er löngu runnin út svo ég get ekki skilað þessu gallaða dóti pffff sem virkar ekki rassgat í bala.....................
Góðar stundir
7 comments:
mér sýnist á lýsingunni að þetta sé sama vara og ég ætlaði að fjárfesta í fyrir einhverju síðan en sem betur fer tók skynsemin völdin og ég verslaði mér KitchenAid í staðinn og hef ekki séð eftir því. Hafðu svo þakkir fyrir góða pistla og kveðjur á ykkur.
Guðný Sv.
muahahahaha dísus hvað það er hressandi að fá svona skemmtilegan pistil í morgunsárið,,,En OMG skil þig svo vel, það virkar heldur ekkert hjá mér svona dót...Knús í hús..Sæa.
Hahahaha þú ert nú algjör snillingur :) Já þær eru erfiðar þessar hlaupagræjur en ég er búin að uppgötva það að það er bara ekki öllum ætlað að hlaupa, þess vegna á maður bara að gera það sem maður getur en ekki það sem aðrir geta, gangi þér vel vinkona,knús og kveðjur frá Höfn, Anna María
hohohoho þú ert svo fyndin :)
mæli með c25k.com
af stað með þig!
Öss, varstu nokkuð að fá þér þessa?: http://www.visir.is/flott-leid-til-ad-minnka-fituprosentu/article/2012705119975
Hahahaha alveg ertu yndisleg :) Það er nú alveg nóg að labba Íris mín áður en maður reinir að hlaupa hahaha. Gangi þér vel með nýu græjurnar gæskan mín. Kveðja frá Guðlaugu móðursystur :)
Ha ha hefur þú prófað að setja annan fótinn vel fram fyrir hinn? Prófaðu það doldið hratt og bingó! Kær kveðja til ykkar frá okkur Bróa.
Post a Comment