Jæja þá er fríið búið, ég og krakkarnir höldum til Íslands á morgun. Fljúgum frá Bergen rúmlega 10 í fyrramálið. Dagarnir hér hafa verið ljúfir. Notalegar og umfram allt skemmtilegar samverustundir með eiginmanni og börnum, það er ómetanlegt.
Á Íslandi tekur við sama brjálæðið og áður, verkefnavinna og launavinna. Lokaverkefnisskil eru 12.maí og það er nokkuð langt í land ennþá. Ég verð bara að vona að börnin hafi fengið nóga samveru við móður sína því ég reikna ekki með að þau sjái mikið af henni næstu vikur. Þetta verður púsl, þar sem mamma og pabbi eru ekki heima og heimasætan í vinnu. En þetta reddast einhvern veginn, það gerir það alltaf.
Mér finnst skrítið að segja þetta en mig langar ekki heim. Hér hafa dagarnir liðið í algjöru áhyggjuleysi og tómri gleði, nenni ekki í pússlið og álagið aftur. En ekkert væl, ef ég ætla að útskrifast þá þarf að spíta í lófana og hana nú. Heim vil ek, að klára það sem þarf að klára......
2 comments:
Afrakstur erfiðisins verður gott þegar vinnunni, púslinu og álaginu verður lokið. Kærust kveðja og góða heimferð.
Þú hefur vonandi komið vel hlaðin á nýjan leik:) gangi þér vel með allt!
Post a Comment