Við hjúkkusystur vorum að fá einkunn í hús fyrir lokaverkefnið, hvorki meira né minna en 9.5 takk fyrir. Ég er að vonum ótrúlega montin og ánægð með okkur. Þetta eru svo sannarlega góð laun fyrir erfiðisvinnu.
Ég er líka pínu meyr, vildi óska þess að ég hefði eiginmanninn hjá mér til að gleðjast með mér. Finnst hálf asnalegt að hafa hann ekki mér við hlið á svo stórri stund í mínu lífi, en það verður bara margföld gleði loksins þegar við hittumst.
Ég get ekki ákveðið mig hvort ég á að mæta í útskriftina mína. Langar það, en finnst það svolítil fyrirhöfn og vesen að dröslast enn einu sinni norður í land, með einhverja fjölskyldumeðlimi (langar ekki að gera þetta ein og bóndinn verður ekki viðlátinn). Ég er svo sem búin að hugsa þetta hvort ég eigi að mæta taka við skírteininu og bruna svo heim, en finnst það ekki neitt spennandi. Er jafnvel (og eiginlega orðin viss) að hugsa um að gera mér bara glaðan dag hér heima með mínu fólki og hafa það bara kósý.
Vá ótrúlegt að þessi fjögur ár séu liðin, svo ótrúlega fljótt. Stundum hafa verið felld tár, það hefur verið alveg einstaklega mikið hlegið og umfram allt hefur þetta verið skemmtilegt og gaman. Ég væri samt sem áður að ljúga ef ég segði að þetta hefði ekki verið erfitt, það hefur verið það en skemmtilega erfitt.
Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi! Aldur, barnafjöldi, hjúskaparstaða (þó gott sé að eiga góðan mann) og fyrri störf eru hlutir sem hafa áhrif en alls ekki úrslitaáhrif. Það er vilji nr 1,2 og 3!!!!!!!!
Ef þig langar þá getur þú það.....................
2 comments:
Segi það enn og aftur: þú ert bara snillingur!!!
Innilega til hamingju!! Þið eruð glæsilegar hjúkkusysturnar!! : *
Post a Comment