Mér hefur verið boðið í aðventukaffi til ungrar konu sem býr hér í litla hverfinu mínu. Hún fékk þá hugmynd að bjóða nokkrum konum í kaffi til sín, konum sem búa allar hér í litla hverfinu og eru aðeins málkunnugar. Henni fannst þetta sniðug leið til að kynnast aðeins betur. Ég hlakka til og finnst þetta ansi góð hugmynd hjá henni.
Ég og þessi unga kona vinnum á sama stað og höfum spjallað þó nokkuð í vinnunni. Ég veit að maðurinn hennar er ákaflega mikill áhugamaður um norræna goðafræði, víkinga og Ísland. Hún lærði gammel norsk eins og margir í skóla og þau lærðu m.a að syngja íslenskt lag. Nema hvað, að sjálfsögðu Á Sprengisandi, sem hún kallar ríðum, ríðum eins og margir íslendingar reyndar líka.
Þegar hún bauð í kaffið gerði hún það með því að stofna viðburð á fésbókinni. Þegar ég þáði boðið þá sagði hún í gamni að það væri við hæfi að ég kæmi með eitthvað íslenskt og við gætum sungið ríðum, ríðum. Ég skoðaði yfir hópinn sem boðið hafði verið og sá að þetta eru allt ungar konur, töluvert yngri en ég svo ég sagðist vera farin að hafa verulegar áhyggjur af því að ég væri gamla konan í Síldarvíkinni. Ef einhver spyrði hver er þessi Íris þá væri svarið æ, þessi gamla í Síldarvík.........
Hún sagði mér að hafa engar áhyggjur ég væri ekki þekkt sem gamla konan í Síldarvík heldur væri ég þekkt undir nafninu Ríðum,ríðum Íris..........
Þá fór ég fyrst að hafa áhyggjur..................................
Góðar stundir.
4 comments:
hahahahha ég hló upphátt hahhaha ríðum ríðum íris hahahahahah Kveðja Hildur
Thíhí, og Færeyingurinn sem söng svo fallega: Hvurt vilt tú ríða Olafur minn með kærri frá okkur Bróa. Og syngdu nú hátt og snjallt ríðumannalagið mín kæra!
Hahahahahah, yndislegt er þetta hahaa. Kveðja Guðlaug móðursystir
: D
Post a Comment