Tuesday, March 15, 2011

Góðan og blessaðan

Ég ætlaði að skrifa eitthvað skemmtilegt en ég er bara andlaus. Var búin að upphugsa fínan pistil en hann týndist í huga mér um leið og ég loggaði mig hér inn.

Ég er að leggja af stað á morgun í enn eitt ferðalagið. Á fimmtudag mun ég fá titilinn virðulegur rannsakandi!!! Mér finnst það ekki alveg vera ég, og er með smá kvíðahnút. Við hjúkkusystur erum að fara að taka viðtöl fyrir lokaverkefnið okkar, Leiðtogahlutverkið-viðhorf og sýn deildarstjóra á geðsviði Landspítala. Hef ekki mikla reynslu í svona rannsóknarviðtölum, en þetta er pínu spennandi samt. Við eyðum tveimur dögum í þessi viðtöl og svo verður haldið í höfuðstað norðulands, kíkt í skólan í viku eða svo.

Mér finnst rosalega leiðinlegt þessa dagana að vera grasekkja. Svo var ég ógift í nokkra daga og fannst það ekkert spes heldur. En þessir grasekkjudagar fara að taka enda bráðum og þá verður nú gaman.

Ég ætlaði að vera jákvæð í þessum pistli, eiginlega bara alveg rosalega jákvæð. Ég er heppinn og þakka fyrir það að ég á þrjú yndisleg börn, frábæran mann. Það eru ekki allir svo heppnir að eiga góðan maka. Ég á góða fjölskyldu og tengdafjölskyldu. Ég á marga góða vini, bæði gamla og nýja. Ég á ennþá mjög góða vinkonu frá æskuárunum (þá erum við að tala um fyrir skólaaldur takk fyrir). Ég held líka sambandi við vini frá unglingsárunum og svo hef ég eignast nýja vini á fullorðinsárum. Ég á þak yfir höfuðið (ennþá! skrifa undir kaupsamning á eftir) og ég get fætt mig og mína og klætt. Ég lét draum rætast og er að ljúka háskólanámi í vor. Ég vinn við það sem mér finnst skemmtilegast, á góðum vinnustað með góðu fólki (ég á eftir að sakna þeirra). Svo hef ég fengið tækifæri til að flytja í annað land, þó það krefjist þess að ég stígi vel út fyrir þægindaramman þá hlakka ég til að takast á við það. Ég og mitt fólk er heilsuhraust og við höfum sloppið við alvarlega heilsubresti. Já ég hef það bara rosalega gott og mun betra en margur annar.

Það er hollt að rifja það upp hvað maður hefur það gott, mæli með því. Við erum svo gjörn á að horfa á það neikvæða.

          Gullmolarnir mínir

Þessi er gull af manni. Ég tel mig ótrúlega heppna að hafa hann sem hluta af mínu lífi.


Listakonan mín sem elskar að syngja. Rík af réttlætiskennd. Mikil tilfinningavera. Svolítið fiðrildi en ákveðin og lífsglöð.


Uppistandarinn, mikill húmoristi. Músíkalskur. Ákaflega góðhjartaður. Skipuleggjandi félagsmálafrík og hugsuður.

Grallarinn minn. Bókaormur af guðsnáð. Skapmikill og ákveðinn. Á það til að fara svoldið fram úr sjálfum sér. Húmoristi, pínu nörd og orkubolti mikill.


Kveð að sinni vona að þið eigið góða daga.

4 comments:

Anonymous said...

Já það er mikils virði að eiga góða heilsu og yndislega fjölskyldu...Ég er afar þakklát fyrir að hafa nú á fullorðinsárum kynnst þér og þinni fjölskyldu...Ég elska ykkur og lít á ykkur sem hluta af minni fjölskyldu....Hlakka til að fara með þér í ennþá eitt ferðalagið....Knús Ragga gamla!!!

Ameríkufari segir fréttir said...

Æi þetta var yndislegur pistill Íris mín,bara frá A-Ö :)

Anonymous said...

Gott,eins og þín er von og vísa.Er montin að eiga þig sem frænku,svo gaman að lesa pistlana þína sem koma út bæði brosi,hlátri og tárum á hvarmi.Mun sakna þín og þinna af landinu okkar góða þó ég hafi ekki séð þig síðan þú varst ca.2.ára, en er viss um að þið gerið það gott á nýjum slóðum,og hlakka til að fylgjast með..Knús frá ömmusystir.

Frú Sigurbjörg said...

Mikið sem ég kannast við að semja heilu og hálfu pistlana í huganum sem ná svo aldrei lengra! Það er mikilvægt að vera þakklátur fyrir og kunna deili á því góða í lífinu, gullmolarnir þínir glóa : )