Sunday, March 6, 2011

Raunveruleikinn

Vil byrja á því að segja hvað ég er stolt af ungunum mínum. Hlustaði á dóttur mín syngja í Nýheimum í föstudagshádegi. Og hún var flott þó heyrðist illa í henni það var míkrafónsvöntun á svæðinu, sem var synd því það heyrðist ekkert í þessum flottu krökkum sem voru að kynna vinnu sína í opnu vikunni. Á laugardaginn fór ég svo á Hótelið og hlustaði á eldri drenginn minn spila með Big Bandi og það var geðveikt. Rosalega flottur hópur á öllum aldri sem er í þessu bandi.

Annars að þessari raunveruleikapælingu. Var á símafundi með hjúkkusystrum mínum og lokaverkefnisleiðbeinandanum. Nú þarf að fara að spýta í lófana og reyna að koma einhverju á blað. Viðtöl hjá okkur við meðrannsakendur eftir 10 daga (já sæll) og ég er rétt að læra titilinn á rannsókninni okkar :-/ sem heitir Leiðtogahlutverkið - viðhorf og sýn deildarstjóra á geðsviði LSH. Það er ekki laust við að ég ofandi aðeins.

Annar raunveruleiki er sá að flutningar færast nær og nær. Nökkvi er á fullu að leita að húsnæði fyrir fjölskylduna, en allt sem hann skoðar selst eða leigist nánast um leið og hann gengur þaðan út (spurning um að fara að fá prósentur). Það er ekki laust við að ég ofandi aðeins.

Fræðsluverkefnið sem við stöllur vorum langt komnar með er í tölvu sem bilaði og neitar að kveikja á sér ásamt heilsugæsluverkefnum þessarar stöllu minnar............. Það er ekki laust við að ég ofandi aðeins.

Ég hef nú yfirleitt ekki litið á mig sem mjög stressaða týpu en ég held að ég sé að verða ein taugahrúga..........og samt er þetta óttalegur tittlingaskítur sem ég er að fá sjokk yfir (tittlingaskítur, hver fann upp þetta orð eiginlega?)

Farin að finna bréfpoka til að anda í áður en ég fell í yfirlið......................

1 comment:

Heiða Björk said...

hmm.. held það sé átt við snjó-tittlingaskít.. því þeir eru svo litlir.. og kúka litlum kúkum..

annars til hamingju með hæfileikaríku börnin þín :)