Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Monday, September 26, 2011
Rollur frá Íslandi
Sjáið þið bara góssið sem ég fékk sent með þeim gamla (mínum ástkæra eiginmanni). Þökk sé þér Kristín Jóhannesdóttir, gotteríið kom skemmtilega á óvart og það fór um mig ólýsanlegur sæluhrollur þegar að ég fyllti túllan af Nóa Kroppi............ En nú er ekkert annað að gera í stöðunni en að setjast við prjónaskap, verst að um leið og ég hugsa um prjónaskrattana þá fæ ég vöðvabólgu, en ég segi henni stríð á hendur pfff.
Ég er að koma mér upp "myndavegg". Gengur ekkert voðalega hratt að kippa myndunum upp úr kassa og velja þær sem eiga að fara upp á vegg (það er svo erfitt að velja), en ég sé að ég þarf hugsanlega að bæta við svona myndahillum (þær eru snilld, fást í Ikea en ekki hvað). Og svo hef ég komist að því að það vantar almenninlega mynd af foreldrum mínum (á fermingarmynd af pabba) og tengdaforeldrum (á mynd af þeim mjög ungum). Svo ég mælist til þess að þau skelli sér í myndatöku og sendi mér eintak hið snarasta :)
Annars gengur lífið bara sinn vanagang hér á bæ, fyrir utan að það hefur rignt síðan heimasætan kom alveg sama hvað ég hef beðið hana (rigninguna ekki heimasætuna) um að hypja sig.
Við vorum að koma úr heimsókn frá heimilislækninum þurftum að láta hann útbúa tilvísun fyrir þann yngsta til BUP (barna og unglinga geðlæknir), en við erum búin að fá tíma á fimmtudaginn hjá þeim, sem heimilislækninum fannst merkilegt (svo við mætum bara með tilvísunina með okkur). Ég finn bæði fyrir kvíða og létti að vera að fara til BUP. Ég finn fyrir létti að vera að fá aðstoð fyrir drenginn okkar svo að hann geti tekist á við sitt svo það hamli honum ekki í daglegu lífi. Ég er líka kvíðin því mér finnst þetta einhvern veginn uppgjöf (veit samt að það er það ekki, ég er að reyna að gera það besta fyrir barnið), hrædd um að vera að setja á hann einhvern stimpil. Kvíði því að heyra hvað þau segja, en léttir að fá hjálp og leiðbeiningar. Æ, ég get ekki almenninlega lýst því hvaða tilfinningar bærast innra með mér varðandi þetta, hef samt ákveðið að ég ætla að taka á móti allri þeirri hjálp sem í boði er fegins hendi og full bjartsýni.
Heimasætan hefur verið í orlofi og safnað kröftum. Nú fer orlofsdögum hennar senn að ljúka og við að leggjast yfir atvinnuauglýsingar og skrá hana inn í atvinnumiðlanir, svo vonandi fær hún bara vinnu fljótlega.
Nú er komin tími á kaffibolla og smá Nóa kropp :) sendi ljúfar kveðjur til ykkar allra sem nennið að lesa og þið megið alveg skila kveðju til þeirra sem ekki nenna að lesa.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Gangi ykkur vel hjá BUP-anum og þér með prjónana.. ég er alltaf að reyna að vera prjónakona en það gengur ekki alveg nógu vel hjá mér.
Ljúfar kveðjur til baka
Gangi ykkur vel á fimmtudaginn. Ég er viss um að þær tilfinningar sem innra með þér bærast,séu ósköp eðlilegar.
Ég samgleðst þér með lopann, ég býst við að gleðin sé sú sama og þegar ég fæ bækur eða DVD um WWII þannig að er kampa kát fyrir þína hönd:) Hafið það gott,Svanfríður.
Elsku Íris mín. Mikið skil ég þig, en það sem er mikilvægast er að drengurinn fái hjálp og ég veit að það er betri þjónusta í þessum málum í Noregi en á Íslandinu bláa þannig að þetta ætti að ganga vel. Við vonum allavega það besta. Það er alltaf gaman að fá sendingu frá góðu fólki en nú er ég mun ánægðari þegar ég fæ fisk en þegar við vorum að fá sent ísl. sælgæti. Hafðu það sem best og njóttu og gangi þér vel með prjónana. Víkingakveðjur frá DK.
Gangi ykkur vel í þessu öllu saman Íris mín. Kveðja og knús :)
Njóttu kaffisins, kroppsins og allrar þeirrar aðstoðar sem þið getið fengið.
Post a Comment