- Rasteplassen er hittingur Algrøy kvenna 1x mánuði yfir vetrartíman. Erum búnar að hittast 2x fyrsta skiptið var skipti-fatamarkaður og seinna skiptið var snyrtivörukynning. Bæði kvöldin voru vel heppnuð og gaman að hittast svona, góð leið fyrir þá nýfluttu til að kynnast frúnum á eynni.
- Ég varð fertug og hélt upp á það með hangikjötsveislu og fjöri ásamt söngfuglunum í sönghópnum og mökum. Mjög skemmtilegt kvöld.
- Fengum heimsókn frá Íslandi sem var yndislegt. Eyddum tímanum í spjall og skoðunarferðir vítt og breitt um svæðið. Vorum óheppin með veður en það kom ekki að sök því félagsskapurinn var góður og við létum veðrið ekki trufla okkur mikið.
- Keyptum okkur splunku, splunkunýjan bíl....jebb ég veit erum klikk. Algjör draumur.
- Hélt upp á afmælið mitt aftur. Vorum 3 sem áttum stórafmæli fyrstu vikuna í sept og fannst ástæða til að fagna því með vinnufélögunum. Borðin svignuðu af kræsingum og boðið var upp á skemmtiatriði frá afmælisbörnunum. Við sungum íslenskt lag. Og svo lékum við drama í einum þætti þar sem gert var góðlátlegt grín af vinnufélögum. Þetta vakti mikla lukku. Svo var skálað og hlegið langt fram á nótt.
- Sönghópurinn er kominn á fullt skrið með æfingar.
- Haustfagnaður hjá Íslendingafélaginu í Bergen. Mikið fjör.
- Eiginmaðurinn var 48 ára
- Heimasætan kynnti okkur fyrir kærastanum
- Fórum í skemmtilegt fimmtugsafmælis-partý hjá söngfélaga
- Skellti mér á æfingu hjá Byggðakór Algrøy. Mjög áhugavert. Blandaður kór svo ég er að spá í að draga karlinn með mér næst.
- Svo er ég búin að fá meiri vinnu. Fer í 70% stöðu frá og með 10.des.
Það er nóg að gera og ekkert hægt að láta sér leiðast. Krakkarnir eru ánægðir í skólunum sínum og blómstra. Heimasætan hefur bara aldrei verið svona ánægð í skóla, er að hluta til með innflutningsbekk, er í ensku með norskum bekk og fær svo að vera með design og handverk bekknum 3x í viku og það er hún að fíla í botn. Eldri drengurinn eyddi helginni með bekkjarfélaga á stóru LANi í Bergen. Skildist að það hefður verið tæplega 1000 þátttakendur. Hann var alsæll eftir helgina en frekar syfjaður ;)
Sem sagt allt gott að frétta af okkur og við sitjum ekki aðgerðarlaus, þvert á móti.
Góðar stundir
5 comments:
so how do you like norway? :D
Úffff ég er bara alveg lafmóð hehe. En yndislegt að heyra að nóg er um að vera og þið njótið ykkar.
Bestu kveðjur frá ömmusystir.
Helga Dís eins og þú sérð er ég að fíla hann í tætlur hehehe.
VávÁVÁ! Alltaf gaman að hafa skemmtilega hluti fyrir stafni, en ertu ekki örugglega líka búin að liggja með tærnar uppí loft?
Persónulega myndi ég frekar hætta á fésbókinni en blogginu. Segir sú sem hefur ekki bloggað í óratíma, en já, bloggið er svona c.a.1015 sinnum skemmtilegra.
Gaman að heyra hvað gengur vel hjá ykkur !
Kv.
Guðrún Sigfinns.
Post a Comment