Ég las nú nýlega pistil eftir unga konu, sem sagði frá því að hún hefði enga löngun til að heimsækja "heimabæinn" sinn. Bæinn sem hún ólst upp í. Hún sagðist ávalt fyllast kvíða þegar hún þyrfti þangað, kvíða fyrir því að hitta jafnaldrana og fleiri. Kvíða vegna þess að henni leið aldrei vel þar, varð fyrir einelti af því að hún passaði ekki inn í ramman. Var ekki í rétta vinahópnum, klæddist ekki réttu fötunum og guð má vita hvað.
Eftir að hafa lesið þennan pistil fór ég að hugsa um hluti sem ég hef svo sem oft hugsað um áður. En ég veit að það eru svo ótrúlega margir, alltof margir, sem upplifa nákvæmlega þetta sem þessi unga kona lýsti. Fólk sem ég þekki persónulega, sumir standa mér nærri, aðrir ekki. Fólk sem ég þekki ekki neitt, en hef haft afspurnir af, lýsir nákvæmlega þessu. Oft er þetta fólk, sem einmitt "fittaði" ekki inn í kassan. Átti ekki réttu vinina, var ekki í náðinni hjá "elítunni", var alltaf "barið" niður. Fékk ekki að njóta sín og virkilega trúði að það væri einskis virði. Margt af þessu fólki, fór ekki að blómstra fyrr en það flutti burt, fékk að vera í friði, fékk að vera sá einstaklingur sem það vildi vera án afskipta og ónota "elítunnar". Þessir einstaklingar sem margir töldu að aldrei yrðu neitt, blómstruðu og náðu langt þegar þeir komust undan niðurbrotinu.
Ég hef velt því fyrir mér hvort að nákvæmlega þetta sé meira viðloðandi við lítil bæjarfélög. Það er að einstaklingar fá ekki að blómstra ef þeir passa ekki inn í kassan, það sé erfiðara að falla í náðina hjá "elítunni". Mér finnst svo margar af þeim sögum sem maður les um einelti einmitt gerast í litlum bæjarfélögum. Ég er samt ekki að lasta lítil bæjarfélög, alls ekki. Mér finnst frábært að hafa alist upp á slíkum stað og vil helst búa á þannig stað, en það er kannski erfiðara að vera "öðruvísi".
Ég hugsa til baka, og því miður veit ég um þó nokkra einstaklinga á mínum aldri, já og á öllum aldursskeiðum, sem hafa upplifað að vera "barðir" niður, ekki fengið að njóta sín. Einstaklinga sem hefur ábyggilega liðið hörmulega sín uppvaxtarár. Einstaklinga sem finnst þeir ekkert hafa að sækja í heimabæinn sinn, fyllast kvíða við að koma þangað. Ég gæti meira að segja nafngreint marga og ég er viss um að það eru margir sem vita um hverja ég er að hugsa. Sem betur fer hafa margir þessara einstaklinga blómstrað þegar þeir fluttust úr heimabænum, og það kemur kannski ekki á óvart að þeir hafa heldur ekkert endilega sést oft á þeim slóðum eftir að þeir hleyptu heimdraganum.
Mér finnst verst að hugsa til þess að ég hef líklega tekið þátt í því að margir þeirra fengu ekki að blómstra. Tekið þátt með því að horfa fram hjá því að þessir einstaklingar fengju ekki að vera með, voru "barðir" niður. Hef jafnvel kannski sagt eitthvað ljótt eða horft í aðra átt þegar ég hefði akkúrat átt að segja eitthvað gott og segja hingað og ekki lengra, manneskjan á rétt á sér þó hún kannski fitti ekki inn í þann ramma sem "elítan" hefur samþykkt. Hvort ég gerði það ómeðvitað eða meðvitað er ég ekki viss um ennþá, en kannski var maður hræddur við viðbrögð "elítunnar", hræddur við að vera hent út úr kassanum heilaga, hrædd við að vera útskúfuð. Ég er eflaust í sömu sporum og margir aðrir sem hugsa ég hefði getað gert eitthvað, hefði getað gert líf þessara einstaklinga betra, bara ef ég hefði valið að gera eitthvað annað en ekki neitt.
Ég vona að ég fái kannski einhvern tíma tækifæri til að biðjast afsökunar þó það sé alltof seint.
Af hverju er til svona mikil illska í mannskepnunni, hvað fáum við út úr því með því að upphefja sjálfan okkur á kostnað annarra? Af hverju þurfa allir að passa í sama kassan?
Ef við værum öll eins og með sömu skoðanir, spáið í það hvað heimurinn og lífið væri litbrigðalaust.
Berum virðingu fyrir hvort öðru.
Góðar stundir.
Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Saturday, December 29, 2012
Tuesday, December 4, 2012
Stolt
Heimasætan skrifaði eftirfarandi status á facebook síðuna sína í dag
"held ég sé algjörlega búin að týna sjálfri mér, eða kannski "gömlu" mér ... þarf nánast aldrei að taka með mér neina heimavinnu úr skólanum, því ég klára verkefnin í skólanum, ég meira að segja býðst til þess að taka með mér einhverja heimavinnu, rúllaði upp stærðfræði verkefni um daginn, hef aldrei nokkurntímann skilið stærðfræði, kennararnir eru farnir að hafa áhyggjur af því að verkefnin séu of létt, því að ég er svo fljót að klára þau og núna er ég víst nemendaráðinu í skólanum ..... finnst ég ekki alveg vera ég sjálf einmitt núna ..."
Þetta fyllti hjarta mitt svo mikilli gleði og tárin spruttu fram. Stelpuskottið er búin að strefa og erfiða í gegnum alla skólagönguna. Ekki látið mikið á sér bera og lítið beðið um hjálp og þess vegna verið hálf ósýnileg kannski. Ég viðurkenni að það var ekki alltaf auðvelt að reyna að hjálpa henni, því hún vildi helst ekkert ræða það hvar hún þyrfti aðstoð. Það er ekki auðvelt að ganga í gegnum skólakerfið og finnast maður ekkert skilja og ekki ná að gera neitt rétt, stundum hefur róðurinn verið þungur.
En það kom að því að hún blómstraði, kannski tekur tíma fyrir hana að venjast þessari nýju sér ;) en ég held að henni líki ágætlega við hana.
Ég er svo stolt af stelpunni minni.
Góðar stundir
"held ég sé algjörlega búin að týna sjálfri mér, eða kannski "gömlu" mér ... þarf nánast aldrei að taka með mér neina heimavinnu úr skólanum, því ég klára verkefnin í skólanum, ég meira að segja býðst til þess að taka með mér einhverja heimavinnu, rúllaði upp stærðfræði verkefni um daginn, hef aldrei nokkurntímann skilið stærðfræði, kennararnir eru farnir að hafa áhyggjur af því að verkefnin séu of létt, því að ég er svo fljót að klára þau og núna er ég víst nemendaráðinu í skólanum ..... finnst ég ekki alveg vera ég sjálf einmitt núna ..."
Þetta fyllti hjarta mitt svo mikilli gleði og tárin spruttu fram. Stelpuskottið er búin að strefa og erfiða í gegnum alla skólagönguna. Ekki látið mikið á sér bera og lítið beðið um hjálp og þess vegna verið hálf ósýnileg kannski. Ég viðurkenni að það var ekki alltaf auðvelt að reyna að hjálpa henni, því hún vildi helst ekkert ræða það hvar hún þyrfti aðstoð. Það er ekki auðvelt að ganga í gegnum skólakerfið og finnast maður ekkert skilja og ekki ná að gera neitt rétt, stundum hefur róðurinn verið þungur.
En það kom að því að hún blómstraði, kannski tekur tíma fyrir hana að venjast þessari nýju sér ;) en ég held að henni líki ágætlega við hana.
Ég er svo stolt af stelpunni minni.
Góðar stundir
Thursday, November 29, 2012
Það er nefnilega það
Mér hefur verið boðið í aðventukaffi til ungrar konu sem býr hér í litla hverfinu mínu. Hún fékk þá hugmynd að bjóða nokkrum konum í kaffi til sín, konum sem búa allar hér í litla hverfinu og eru aðeins málkunnugar. Henni fannst þetta sniðug leið til að kynnast aðeins betur. Ég hlakka til og finnst þetta ansi góð hugmynd hjá henni.
Ég og þessi unga kona vinnum á sama stað og höfum spjallað þó nokkuð í vinnunni. Ég veit að maðurinn hennar er ákaflega mikill áhugamaður um norræna goðafræði, víkinga og Ísland. Hún lærði gammel norsk eins og margir í skóla og þau lærðu m.a að syngja íslenskt lag. Nema hvað, að sjálfsögðu Á Sprengisandi, sem hún kallar ríðum, ríðum eins og margir íslendingar reyndar líka.
Þegar hún bauð í kaffið gerði hún það með því að stofna viðburð á fésbókinni. Þegar ég þáði boðið þá sagði hún í gamni að það væri við hæfi að ég kæmi með eitthvað íslenskt og við gætum sungið ríðum, ríðum. Ég skoðaði yfir hópinn sem boðið hafði verið og sá að þetta eru allt ungar konur, töluvert yngri en ég svo ég sagðist vera farin að hafa verulegar áhyggjur af því að ég væri gamla konan í Síldarvíkinni. Ef einhver spyrði hver er þessi Íris þá væri svarið æ, þessi gamla í Síldarvík.........
Hún sagði mér að hafa engar áhyggjur ég væri ekki þekkt sem gamla konan í Síldarvík heldur væri ég þekkt undir nafninu Ríðum,ríðum Íris..........
Þá fór ég fyrst að hafa áhyggjur..................................
Góðar stundir.
Ég og þessi unga kona vinnum á sama stað og höfum spjallað þó nokkuð í vinnunni. Ég veit að maðurinn hennar er ákaflega mikill áhugamaður um norræna goðafræði, víkinga og Ísland. Hún lærði gammel norsk eins og margir í skóla og þau lærðu m.a að syngja íslenskt lag. Nema hvað, að sjálfsögðu Á Sprengisandi, sem hún kallar ríðum, ríðum eins og margir íslendingar reyndar líka.
Þegar hún bauð í kaffið gerði hún það með því að stofna viðburð á fésbókinni. Þegar ég þáði boðið þá sagði hún í gamni að það væri við hæfi að ég kæmi með eitthvað íslenskt og við gætum sungið ríðum, ríðum. Ég skoðaði yfir hópinn sem boðið hafði verið og sá að þetta eru allt ungar konur, töluvert yngri en ég svo ég sagðist vera farin að hafa verulegar áhyggjur af því að ég væri gamla konan í Síldarvíkinni. Ef einhver spyrði hver er þessi Íris þá væri svarið æ, þessi gamla í Síldarvík.........
Hún sagði mér að hafa engar áhyggjur ég væri ekki þekkt sem gamla konan í Síldarvík heldur væri ég þekkt undir nafninu Ríðum,ríðum Íris..........
Þá fór ég fyrst að hafa áhyggjur..................................
Góðar stundir.
Monday, November 26, 2012
Þegar eggið kennir hænunni
Yngri sonurinn var að fara í afmæli og nennti ekki að skrifa sjálfur á kortið svo hann bað mig um það, sem ég og gerði. Þegar við vorum að keyra honum í veisluna var hann að handfjatla kortið og allt í einu gellur úr aftursætinu
"Mamma þér actually (hann slettir ensku barnið) tókst að skrifa þetta rétt!!"
Það var að sjálfsögðu ekki annað hægt en að springa úr hlátri :)
Hann er einstaklega duglegur og virkilega iðinn við að leiðrétta foreldra sína, þegar þeir skrifa, lesa eða tjá sig á norsku. Stundum er það pínlegt, oftast fyndið en það kemur líka fyrir að það sé pirrandi hehehe.
Pilturinn lærir að mestu svokallað bókmál í skólanum en það kemur fyrir að það slæðist einhver nýnorska með í lesmáli. Við hjónin, tölum að mestu bókmál en líklega þó einhverja blöndu af bókmáli, nýnorsku og stríl (sveitalúða málýska) annars hef ég ekki hugmynd um það ;) en ég hef þó fengið að heyra það öðru hvoru í vinnunni að það sé svo gaman að heyra mig tala nýnorsku, sem eru þá einhverjar setningar sem ég hef gripið á lofti og tileinkað mér.
Um daginn átti drengurinn að lesa heima. Þegar hann var búinn að lesa í smástund fyrir pabba sinn biður pabbi hans hann um að vanda sig og lesa betur, það skiljist nú bara ekki það sem hann sé að segja...það kom smáþögn og gott ef hann ranghvolfdi ekki augunum svo sagði hann "pabbi, þetta er nýnorska"..........................
Það er eiginlega bráðmerkilegt að fylgjast með því hvað tungumál liggja vel fyrir honum. Hann skiptir á milli íslensku, norsku og ensku eins og ekkert sé.
Kærasti heimasætunnar er að hálfu enskur, en fyrst þegar þeir hittust ræddi sá stutti við hann á norsku og það var ákaflega gaman að heyra hann tala áreynslulaust og án þess að þurfa að velta því fyrir sér hvað hann ætlaði að segja eða hvernig. Svo uppgötvaði stráksi að það var möguleiki að tala ensku við hann og þá notar hann tækifærið og talar eingöngu enskuna (með amerískum hreim og það miklum). Það gerir hann líka áreynslulaust og eins og hann hafi haft ensku sem annað tungumál frá fæðingu. Ótrúlegt að fylgjast með þessu.
Góðar stundir
"Mamma þér actually (hann slettir ensku barnið) tókst að skrifa þetta rétt!!"
Það var að sjálfsögðu ekki annað hægt en að springa úr hlátri :)
Hann er einstaklega duglegur og virkilega iðinn við að leiðrétta foreldra sína, þegar þeir skrifa, lesa eða tjá sig á norsku. Stundum er það pínlegt, oftast fyndið en það kemur líka fyrir að það sé pirrandi hehehe.
Pilturinn lærir að mestu svokallað bókmál í skólanum en það kemur fyrir að það slæðist einhver nýnorska með í lesmáli. Við hjónin, tölum að mestu bókmál en líklega þó einhverja blöndu af bókmáli, nýnorsku og stríl (sveitalúða málýska) annars hef ég ekki hugmynd um það ;) en ég hef þó fengið að heyra það öðru hvoru í vinnunni að það sé svo gaman að heyra mig tala nýnorsku, sem eru þá einhverjar setningar sem ég hef gripið á lofti og tileinkað mér.
Um daginn átti drengurinn að lesa heima. Þegar hann var búinn að lesa í smástund fyrir pabba sinn biður pabbi hans hann um að vanda sig og lesa betur, það skiljist nú bara ekki það sem hann sé að segja...það kom smáþögn og gott ef hann ranghvolfdi ekki augunum svo sagði hann "pabbi, þetta er nýnorska"..........................
Það er eiginlega bráðmerkilegt að fylgjast með því hvað tungumál liggja vel fyrir honum. Hann skiptir á milli íslensku, norsku og ensku eins og ekkert sé.
Kærasti heimasætunnar er að hálfu enskur, en fyrst þegar þeir hittust ræddi sá stutti við hann á norsku og það var ákaflega gaman að heyra hann tala áreynslulaust og án þess að þurfa að velta því fyrir sér hvað hann ætlaði að segja eða hvernig. Svo uppgötvaði stráksi að það var möguleiki að tala ensku við hann og þá notar hann tækifærið og talar eingöngu enskuna (með amerískum hreim og það miklum). Það gerir hann líka áreynslulaust og eins og hann hafi haft ensku sem annað tungumál frá fæðingu. Ótrúlegt að fylgjast með þessu.
Góðar stundir
Friday, November 23, 2012
Guð ber ábyrgð á mörgu
Yngri sonurinn sagði í einlægni frá því að hann hefði lent í smá útistöðum við bekkjarbróður í dag.
F: Ég lenti í smá slag við Ole i dag.
Í: Nú, hvað gerðist.
F: Hann skaut boltanum mínum að gamni sínu eitthvað lengst og þá varð ég svo reiður að ég sló hann. Þá kom Benjamín og sagði að ég skildi sko passa mig því að Henrik væri sko sá eini sem hefði getað lamið Ole.
Í: Gerðist eitthvað meira, hvað gerði Ole.
Hann vildi greinilega ekki ræða það nánar.
F: Ég bað hann fyrirgefningar þegar frímínúturnar voru að verða búnar.
Í: Það var gott hjá þér að biðjast fyrirgefninga. En þú veist að maður lagar ekki neitt með því að lemja aðra og slást.
F (frekar hneykslaður): Mamma, hvað get ég að því gert þó að Guð láti mann verða svo reiðan að maður bara lemur. Það er sko Guð sem lætur mann gera svoleiðis.
Eins og oft áður varð móðirin kjaftstopp.
Góðar stundir.
F: Ég lenti í smá slag við Ole i dag.
Í: Nú, hvað gerðist.
F: Hann skaut boltanum mínum að gamni sínu eitthvað lengst og þá varð ég svo reiður að ég sló hann. Þá kom Benjamín og sagði að ég skildi sko passa mig því að Henrik væri sko sá eini sem hefði getað lamið Ole.
Í: Gerðist eitthvað meira, hvað gerði Ole.
Hann vildi greinilega ekki ræða það nánar.
F: Ég bað hann fyrirgefningar þegar frímínúturnar voru að verða búnar.
Í: Það var gott hjá þér að biðjast fyrirgefninga. En þú veist að maður lagar ekki neitt með því að lemja aðra og slást.
F (frekar hneykslaður): Mamma, hvað get ég að því gert þó að Guð láti mann verða svo reiðan að maður bara lemur. Það er sko Guð sem lætur mann gera svoleiðis.
Eins og oft áður varð móðirin kjaftstopp.
Góðar stundir.
Wednesday, October 31, 2012
Allt er þegar þrennt er
Jæja þá er ég búin að fagna fertugasta afmælisdeginum mínum í þriðja sinn, og þá er hægt að fara að einbeita sér að því að ná fimmtugsaldri :)
Það var kökuveisla í vinnunni í dag til þessa að fagna stórafmælum starfsfólks (síðasta hálfa árið). En þetta er gert tvisvar á ári hjá okkur. Kökurnar og kaffið er í boði hússins (stofnunarinnar).
Við vorum leystar út með gjöfum og fallegum orðum. Fékk gjöf frá starfsfólkinu, en líkt og á HSSA þá söfnum við í gjafasjóð til að nota þegar tilefni er til.
Svo fengum við blómvendi frá yfirmönnunum og skrifstofudömunni, með hverjum vendi fylgdi kort og deildarstjórinn las upp úr kortunum okkar þegar hún afhenti vöndinn. Ég varð nú eiginlega bara hrærð yfir fallegum orðum og þykir voða vænt um þau.
Svona hljóðaði kveðjan á norsku:
Ein fin sommardag kom det ein frisk vind fra vest!!
Med det fulgte det godt humør, stor engasjement og kompetanse.
Heldigvis så stoppa vinden på Kvednatunet, der ville den vere.!!
Du deler raust av dine egenskaper til alle!!
Svona hljómar hún nokkurn veginn á íslensku:
Einn fallegan sumardag kom frískur andvari/vindur úr vestri!!
Með honum fylgdi gamansemi/gott geðslag, mikill áhugi og færni.
Sem betur fer stoppaði andvarinn/vindurinn hér við Kvednatunet, og ákvað að vera hér.
Þú deilir ríkulega af eiginleikum þínum til allra (gefur af þér).
Ekki skrítið að maður verði hrærður og felli næstum tár. Það er gott að finna að maður er vel metin sem starfsmaður og vinnufélagi.
Góðar stundir.
Það var kökuveisla í vinnunni í dag til þessa að fagna stórafmælum starfsfólks (síðasta hálfa árið). En þetta er gert tvisvar á ári hjá okkur. Kökurnar og kaffið er í boði hússins (stofnunarinnar).
Við vorum leystar út með gjöfum og fallegum orðum. Fékk gjöf frá starfsfólkinu, en líkt og á HSSA þá söfnum við í gjafasjóð til að nota þegar tilefni er til.
Svo fengum við blómvendi frá yfirmönnunum og skrifstofudömunni, með hverjum vendi fylgdi kort og deildarstjórinn las upp úr kortunum okkar þegar hún afhenti vöndinn. Ég varð nú eiginlega bara hrærð yfir fallegum orðum og þykir voða vænt um þau.
Svona hljóðaði kveðjan á norsku:
Ein fin sommardag kom det ein frisk vind fra vest!!
Med det fulgte det godt humør, stor engasjement og kompetanse.
Heldigvis så stoppa vinden på Kvednatunet, der ville den vere.!!
Du deler raust av dine egenskaper til alle!!
Svona hljómar hún nokkurn veginn á íslensku:
Einn fallegan sumardag kom frískur andvari/vindur úr vestri!!
Með honum fylgdi gamansemi/gott geðslag, mikill áhugi og færni.
Sem betur fer stoppaði andvarinn/vindurinn hér við Kvednatunet, og ákvað að vera hér.
Þú deilir ríkulega af eiginleikum þínum til allra (gefur af þér).
Ekki skrítið að maður verði hrærður og felli næstum tár. Það er gott að finna að maður er vel metin sem starfsmaður og vinnufélagi.
Góðar stundir.
Monday, October 22, 2012
Framhaldsmont
Afsakið allt montið. Ég bara get ekki annað en sagt ykkur framhaldið af sögunni um gott gengi litla barnsins míns (sem er ekki svo lítið lengur).
Ég vissi bara að hann var alltaf með allt rétt í þessum stafsetninga/upplestraræfingum af því að hann kemur með þetta heim og ég kvitta fyrir því að hafa séð það. Í dag vorum við í foreldraviðtali og litli límheilinn okkar er sko að standa sig alveg fáránlega (afsakið orðalagið) vel.
Þegar við komum inn þá byrjaði kennarinn á þvi að segja að við ættum sko alveg ótrúlega kláran strák með mikla áherslu á ótrúlega, hann væri svo snöggur að læra og tileinka sér nýja hluti að hún væri eiginlega bara heilluð.
Ég sagðist nú svo sem alveg vita það að hann væri klár og snöggur að læra. En þegar hún fór að fara yfir námsefnið þá get ég ekki annað sagt en að guttinn kom sannarlega á óvart.
Hún byrjaði á því að segja okkur frá því hvað hann væri að standa sig vel með stafsetninga/upplestraræfingarnar, það væri ekki nóg með að hann væri alltaf með allt rétt heldur væri hann sá EINI í bekknum sem væri það, það var ekki laust við að hakan á foreldrunum hreinlega sigi niður á bringu og hjartað stækkaði aðeins af stolti.
Hún sagðist nú eiginlega líka bara verða að segja okkur frá prófi sem hann tók í vor með bekknum (en hann var aðeins með þeim í vor og þau vildu að hann tæki nokkurs konar samræmt próf með þeim). Þetta var einhverskonar lesskilnings próf (á norsku að sjálfsögðu). Þau höfðu ákveðinn tíma til að leysa hverja blaðsíðu. Þau lásu m.a texta og svöruðu spurningum, áttu að para saman samheiti og deila upp orðum (nokkur orð skrifuð í einu orði t.d slåpåostskap, svo áttu þau að setja strik til að aðskilja orðin). Snillingurinn minn náði nú ekki alveg að klára allt á hverri blaðsíðu en hann var með flest rétt af öllum í bekknum. Þegar hér var komið þá var móðirin nú bara við það að fara að gráta af stolti og monti. Kennarinn sagðist hafa þurft að fara amk 2 sinnum yfir prófið hans því hún hefði nú bara ekki trúað þessu, drengurinn talaði á þessum tíma eingöngu ensku við kennarana og starfsfólk skólans. Þegar hann tók þetta próf var hann búinn að læra norsku í 7 eða 8 mánuði. Hún sagði það væri ótrúlegt að barnið skildi t.d fá svona mikið rétt út úr því að finna samheiti og að deila orðunum upp því hann ætti í raun ekki að hafa heyrt eða séð sum orðin. Þetta á nú eiginlega bara ekki að vera hægt sagði hún, að hann sé flinkari á þessu sviði en börnin sem hafa norsku að móðurmáli.
Hann er að standa sig glimrandi vel í stærðfræði líka, var með allt rétt á prófi, einnig í öðrum fögum. Hann segir sjálfur að sér finnist erfiðast í samfélagsfræði og náttúrufræði, og hún sagði að honum gengi aðeins verr í þeim fögum en öðrum en það væri líka ekkert skrítið þar sem væri mikið af svona sértækum þungum orðum sem hann kannski heyrði ekki dagsdaglega.
Honum gengur rosalega vel félagslega sagði hún og að hann væri bara allt annað barn en í fyrravetur. Hann væri greinilega orðinn öruggur og svo væri kannski líka meiri rútína á honum í vetur þar sem hann væri ekki að flakka á milli tveggja bekkja (innflutningsbekksins og norska bekkjarins). Þannig að hann er svona nokkurn veginn með það á hreinu hvernig dagurinn verður og það hentar honum best.
Eldri börnin eru líka að standa sig frábærlega og gengur vel. Ég er sko ekki síður stolt af þeim.
Vá hvað ég er montin og stolt af stráknum.
Subscribe to:
Posts (Atom)