Monday, August 6, 2012

Kostir þess að finna Gsm síma

Já það getur komið sér vel að finna gsm síma. Ég tala nú ekki um þegar maður er nýfluttur í hverfið.

Eldri drengurinn fór út að ganga með hund sem við vorum að passa fyrir vinafólk og fann dýran og flottan gsm síma við póstkassana. Við byrjuðum á því að setja auglýsingu á netið sem skilaði engum viðbrögðum. Það má kannski láta það fylgja með að drengurinn var farinn að gæla við þá tilhugsun að kannski yrði síminn hans. Við ákváðum hins vegar í sameiningu að hengja auglýsingu á póstkassa-statífið og áður en dagurinn var liðinn mætti hér maður til að vitja símans sem var í eigu konunnar hans.

Tveimur dögum síðar fóru eiginmaðurinn og yngri sonurinn í gönguferð, þá voru þessi sömu hjón úti á palli við húsið sitt og kölluðu á þá feðga, konan vildi þakka fyrir símafundinn. Sá stutti var feiminn og beið nokkuð álengdar. Það kom upp úr dúrnum að hjónin áttu stráka á sama aldri og Fáfnir og buðu honum formlega að koma í heimsókn :) Í dag skelltu þeir feðgar sér í smá heimsókn til að brjóta ísinn, þetta gekk svo vel að drengurinn varð eftir og lék fram eftir degi og annar strákurinn kom í heimsókn hingað líka :)

Það getur komið sér vel að fara út að ganga með hund og finna gsm síma :)

Góðar stundir

3 comments:

Anonymous said...

Frábær saga, gott að eignast vini í hverfinu. Kveðja Hildur móðursystir

Anonymous said...

Gaman að þessu :)

Frú Sigurbjörg said...

Þetta er nú skemmtileg saga um það hvernig heiðarleiki borgar sig, marg-borgar sig.