Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Tuesday, February 15, 2011
Nýtt útlit, dagur 5 og flugmiðar!
Augað er bara allt að koma til, ennþá smá litadýrð og það er nú ekki öll bólga farin enn. En á morgun fær hjúkkusystir mín að taka saumana úr augnlokinu, og það verður ljúft þeir pirra mig frekar mikið.
Nökkvi búinn að bóka flug á mig og börnin í smá heimsókn til Noregs. Páskafríið verður notað í það, verðum vikuna fyrir páska. Ég er reyndar búin að blikka tengdamóður mína og hún ætlar að vera sérleg fylgdarkona barnanna ef ég verð uppfyrir haus í lokaritgerðarvinnu.
Heilsugæsluverknámið leggst vel í mig. Margt að sjá og nóg að gera, það er svo frábært að fá að gera nóg og finna að manni sé treyst til þess, maður lærir mest á því að fá að gera hlutina sjálfur.
Það er ljúft að hafa bóndan hér heima. Hann er búinn að sinna bílskúrsmálum og er tekinn til við húsverk og barnauppeldi. Verst að gleðin er alveg að taka enda, hann fer suður á fimmtudag og út á föstudag. Þá tekur við hið skemmtilega púsl, því meðan ég er á Heilsugæslunni er ég þar 8-16 og þarf svo nokkrar kvöldvaktir á hjúkrunarheimilinu líka, en þetta reddast eins og allt.
Over and out
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
áttir að notfæra þér dýrðina og mála hitt augað í sama lit!
xox stef
Post a Comment