Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Thursday, February 17, 2011
Nýtt útlit, dagur 7, grasekkja á ný
Vó ég verð nú bara hrædd við mig, er eitthvað svo grimm á þessari. Glóðuraugað eiginlega að hverfa, en það er ennþá smá bólga í þessu, ekki mikil samt. Skil ekkert í mér að hafa ekki látið snyrta aðeins umframhúð á augnlokunum. Þetta fer að slúta niður á kinn. Hægra augað er eins og það á að sér, en það vinstra fór í títtnefnda aðgerð.
Heimsókn bóndans lauk í dag. Ég var í verknámi á heilsugæslunni frá 8-15:30 (fékk reyndar að losna aðeins fyrr svo ég gæti kysst karlinn bless) fór svo á kvöldvakt 15:30- rúmlega 21 (og er með vaktsíman til morguns). Fékk símtal þegar ég var búin í vinnunni, og látin vita að það stendur til körfuboltaferðalag hjá þeim 7 næstum 8 ára. Bara til Keflavíkur frá 4-6.mars..................................ætla ekki að viðhafa nein orð um það..................
Væri til í að kaupa mér nokkra auka tíma í sólarhringinn (ætli það sé útsala einhvers staðar), væri líka til í að fjárfesta í gæfu,lukku og gleði fyrir fjölskyldu sem berst með kjafti og klóm fyrir sínu. Væri líka til í að á morgun væri útskriftardagur, get svo svarið það.
Mikið djö.... er ég leiðinleg í dag. Sé það núna, ætla að hætta núna svo ég drepi ykkur ekki úr leiðindum.
Lofa að ég verð í góðu skapi næst þegar ég skrifa hér inn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Love you.
Þetta er allt að hafast hjá þér. Manstu þegar þú gast ekki séð fyrir þér að þessu hjúkkunámi lyki nokkurn tíma.
Húsbandið
Post a Comment