Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Thursday, February 10, 2011
Nýtt útlit
Þurfti í smá augnaðgerð, og er svona hugguleg á eftir. Sé það núna að kannski ég hefði átt að nota tækifærið og láta fjarlægja umfram húð á augnlokum í leiðinni. Annars kom það mér á óvart að ég þurfti að borga fyrir þessa aðgerð 28.000 kr og rúmlega það. Reiknaði alls ekki með því þar sem þetta var nú ekki lýtaaðgerð, heldur var verið að fjarlæga fyrirferð (hnúð) úr augntóftinni, eitthvað sem var ekki vitað hvað var og því talið betra að fjarlægja það. Læknirinn sagði mér að vera ekki að hafa áhyggjur þetta liti vel út og hann reiknaði með að þetta væri ekkert slæmt. Aðskotahluturinn er sendur í ræktun til að vera viss, ég fékk að sjá fyrirbærið og það leit ekki illa út, eins og meðalstór perla bara. Þegar ég leit í spegil eftir aðgerðina sá ég að það hefði verið sterkur leikur að taka með sér sólgleraugu til Reykjavíkur. Nökkva leið hálf kjánalega þegar hann fylgdi mér út í bíl eftir ósköpin, fannst fólk horfa undarlega á sig :)
Ég verð hugguleg á Heilsugæslunni eftir helgi, ætli fólki finnist asnalegt ef hjúkrunarneminn sé með sólgleraugu innandyra. Já ég er byrjuð í verknámi. Og það verknám er í heimabyggð sem er frábært. Verð á Heilsugæslunni í 3 vikur. Búin að vera einn dag og hann lofar virkilega góðu, held að þetta verði rosalega skemmtilegt verknámstímabil.
En akkúrat núna ætla ég að leggjast fyrir með kaldan bakstur á auga, og kannski bara sofna í smástund.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment