Tuesday, February 15, 2011

Nýtt útlit, dagur 6


Jæja, saumarnir fá að fljúga í dag. Ragga hjúkkusystir fær að njóta þess heiðurs að plokka þá úr. Það verður ljúft að losna við þá, endarnir vilja stingast í augnlokið og valda óttalegum kláða en það er bannað að klóra......


Wonder Woman er komin í leitirnar, svo nú hlýtur allt að fara að gerast í verkefnavinnu og lestri. Mér þykir afskaplega vænt um þessa könnu sem var jólagjöf frá bróður mínum og mágkonu. Mér þykir ekki síður vænt um fallega drenginn sem laumaði sér á myndina með Wonder Woman, hann er gullmoli.

No comments: