Ætli það sé hægt að vera með ofnæmi fyrir hávaða eða hinum ýmsu hljóðum. Ég hef allavega takmarkað þol gagnvart hinum ýmsu hljóðum. Mér finnst t.d afskaplega gott að hlusta á þögnina og geri það mun oftar en að hlusta á útvarp. Samt hef ég mjög gaman af tónlist en get ekki haft hana hátt stilta nema ég sé í alveg sérstöku skapi. Ískur, smelli, bank (síendurtekið) o.fl. getur gert mig alveg bilaða, væri líklega hægt að pína mig til frásagnar um ýmislegt með því að framkvæma slík hljóð í nokkrar sekúndur....
Núna situr betri helmingurinn ásamt börnunum inni í eldhúsi að spila Íslandópólý. Ég var með í upphafi en varð að gefast upp. Eftir annasaman (órólegan) dag í vinnunni höndluðu eyrun ekki talandan í mínum yndislegu börnum, sem virðast hafa erft talandan frá móður sinni ;) Þau eiga það til að tala dálítið mikið og helst öll í einu og það frekar hátt :) (líklega til að yfirgnæfa hvort annað) oftast hef ég lúmskt gaman af því, og hef það í sjálfu sér núna líka, á meðan ég sit í öðru herbergi :) Já ég veit, ég eiginlega skammast mín, en ég reyndi.
Góðar stundir
P.s
Það er bannað að nota þessar upplýsingar gegn mér!
Hjúkrunarfræðingur, þriggja barna móðir,eiginkona,dóttir,systir,frænka,vinkona og síðast en ekki síst meyja.
Saturday, March 17, 2012
Monday, March 12, 2012
Ég féll
Sunday, March 11, 2012
Draumur um hús
Það er ýmislegt sem við fjölskyldan veltum fyrir okkur. Já, við erum dálítið að spá í því hvort við eigum að fjárfesta í eigin húsnæði í stað þess að setja gommu af peningum í leigu. Við erum líka orðin frekar leið á lélegum strætósamgöngum hingað upp á fjallið. Það er yndislegt að búa hér, friðsælt og notalegt en stundum (frekar oft) pirrar þetta samgönguleysi okkur enda vön því að skottast allt á hér um bil 5 mínútum.
Við höfum skoðað ótrúlegt magn af fasteignaauglýsingum og draumarnir farið á háflug. Við höfum rætt fram og tilbaka hvaða kröfur við setjum um staðsetningu og slíkt. Húsmóðirin væri alveg til í að búa aðeins "afsíðis" nema á þriðjudögum og fimmtudögum (þá eru skutldagar á íþróttaæfingar og námskeið). Í sumum hverfum hér er byggt svo þétt að það er hægt að teygja sig út um eldhúsgluggan og hræra í potti á eldavél nágrannans. Slíkt nábýli er ekki ofarlega á óskalista hjá okkur. Unglingana dreymir um betri strætósamgöngur og að það sé ekki mjög langt í mollið eða sjoppu :) Börnin þrjú eru líka sammála um að þau vilja öll stærsta herbergið í húsinu. Foreldrarnir mundu helst vilja finna húsnæði í hverfinu þar sem sá yngsti er í skóla (núna) svo hann þurfi ekki að skipta um skóla (við elskum skólan sem hann er í) en það er eiginlega ógjörningur þar sem það er svo dýrt hverfi.
Það er reyndar ekki úr miklu að moða í sjálfu sér, þar sem að íslensku peningarnir verða að engu hingað komnir þá getum við ekki keypt dýrt, svo möguleikarnir eru ekki miklir. Við gætum keypt stórt flott hús ef við værum tilbúin að búa út í rassgati en ekkert okkar er tilbúið til þess (nema húsmóðirin, alla daga nema þriðjudaga og fimmtudaga). Við erum tilbúin að sætta okkur við lítið pláss, en allir vilja samt hafa möguleika á sér herbergi (við Nökkvi sættum okkur ennþá við að vera í sama herbergi) og lítill garður væri draumur.
Við erum búin að gera tilboð þrisvar sinnum. Tvisvar í íbúð í raðhúsi og einu sinni í lítið einbýlishús. Tvisvar höfum við fengið klárt nei og skilaboð um að ekki sé litið við tilboðum undir ásettu verði (sem var pínu yfir okkar mörkum), og svona ykkur að segja þá hlakkar í mér þegar ég sé að þessar íbúðir eru ekki ennþá seldar.
Þegar við buðum í húsið lentum við í "slag". Í byrjun áttum við hæsta tilboðið og við vorum bjartsýn enda höfðum við möguleika á að fara yfir ásett verð ef það yrði "slagur". Slagurinn lýsir sér þannig að við byrjum á að leggja inn skriflegt tilboð og svo er látið vita með sms-um þegar einhver hækkar tilboð og þau gilda frá c.a 20 mín niður í 10 mín. Þá hringir maður inn og lætur vita hvort maður hækkar sig eða er hættur. Þetta var æsispennandi og næstum því magasársvaldandi, það fór svo að við urðum að draga okkur út úr slagnum. Húsið var selt 255.000 NOK yfir ásettu verði sem var 130.000 NOK yfir því sem við gátum boðið. Við urðum frekar svekkt en höfum nú alveg jafnað okkur :)
Svo við höldum áfram að skoða fasteignaauglýsingar (er eiginlega að verða aðal hobbýið) og láta okkur dreyma. Ég er reyndar búin að sjá eitt (sem þið getið skoðað hér HÉR) sem heillar mig. Það versta er að það er gamalt, sem er kannski ástæðan fyrir því að það heillar, og það þarf að gera rosalega mikið fyrir það. Þakið er m.a orðið þreytt og fleiri "stór" verkefni sem þarf að huga að. Þar sem við hjónin erum ekkert sérlega miklir smiðir, pípulagningamenn eða rafvirkjar þá er þetta kannski ekki mjög gáfulega fjárfesting. Ekki nema væri hægt að koma sér upp viðhöldum með þessa menntun. En það er margt sem heillar samt, staðsetningin, ekki hægt að hræra í potti nágrannans með því að teygja sig út um gluggan, góðar samgöngur, gömlu upprunalegu gólfin og margt fleira. En það er allt í lagi að láta sig dreyma ekki satt.
Þetta er meðal þess sem er efst í huga okkar þessa dagana. Já, eins og þið lesið eflaust á milli línanna í þessum pistli, þá höfum við hugsað okkur að dvelja lengur hér í Noregi. Að flytja heim er ekki plönunum alveg strax, okkur líður vel og höfum það afskaplega gott og langar að prófa að vera hér lengur.
Góðar stundir.
Við höfum skoðað ótrúlegt magn af fasteignaauglýsingum og draumarnir farið á háflug. Við höfum rætt fram og tilbaka hvaða kröfur við setjum um staðsetningu og slíkt. Húsmóðirin væri alveg til í að búa aðeins "afsíðis" nema á þriðjudögum og fimmtudögum (þá eru skutldagar á íþróttaæfingar og námskeið). Í sumum hverfum hér er byggt svo þétt að það er hægt að teygja sig út um eldhúsgluggan og hræra í potti á eldavél nágrannans. Slíkt nábýli er ekki ofarlega á óskalista hjá okkur. Unglingana dreymir um betri strætósamgöngur og að það sé ekki mjög langt í mollið eða sjoppu :) Börnin þrjú eru líka sammála um að þau vilja öll stærsta herbergið í húsinu. Foreldrarnir mundu helst vilja finna húsnæði í hverfinu þar sem sá yngsti er í skóla (núna) svo hann þurfi ekki að skipta um skóla (við elskum skólan sem hann er í) en það er eiginlega ógjörningur þar sem það er svo dýrt hverfi.
Það er reyndar ekki úr miklu að moða í sjálfu sér, þar sem að íslensku peningarnir verða að engu hingað komnir þá getum við ekki keypt dýrt, svo möguleikarnir eru ekki miklir. Við gætum keypt stórt flott hús ef við værum tilbúin að búa út í rassgati en ekkert okkar er tilbúið til þess (nema húsmóðirin, alla daga nema þriðjudaga og fimmtudaga). Við erum tilbúin að sætta okkur við lítið pláss, en allir vilja samt hafa möguleika á sér herbergi (við Nökkvi sættum okkur ennþá við að vera í sama herbergi) og lítill garður væri draumur.
Við erum búin að gera tilboð þrisvar sinnum. Tvisvar í íbúð í raðhúsi og einu sinni í lítið einbýlishús. Tvisvar höfum við fengið klárt nei og skilaboð um að ekki sé litið við tilboðum undir ásettu verði (sem var pínu yfir okkar mörkum), og svona ykkur að segja þá hlakkar í mér þegar ég sé að þessar íbúðir eru ekki ennþá seldar.
Þegar við buðum í húsið lentum við í "slag". Í byrjun áttum við hæsta tilboðið og við vorum bjartsýn enda höfðum við möguleika á að fara yfir ásett verð ef það yrði "slagur". Slagurinn lýsir sér þannig að við byrjum á að leggja inn skriflegt tilboð og svo er látið vita með sms-um þegar einhver hækkar tilboð og þau gilda frá c.a 20 mín niður í 10 mín. Þá hringir maður inn og lætur vita hvort maður hækkar sig eða er hættur. Þetta var æsispennandi og næstum því magasársvaldandi, það fór svo að við urðum að draga okkur út úr slagnum. Húsið var selt 255.000 NOK yfir ásettu verði sem var 130.000 NOK yfir því sem við gátum boðið. Við urðum frekar svekkt en höfum nú alveg jafnað okkur :)
Svo við höldum áfram að skoða fasteignaauglýsingar (er eiginlega að verða aðal hobbýið) og láta okkur dreyma. Ég er reyndar búin að sjá eitt (sem þið getið skoðað hér HÉR) sem heillar mig. Það versta er að það er gamalt, sem er kannski ástæðan fyrir því að það heillar, og það þarf að gera rosalega mikið fyrir það. Þakið er m.a orðið þreytt og fleiri "stór" verkefni sem þarf að huga að. Þar sem við hjónin erum ekkert sérlega miklir smiðir, pípulagningamenn eða rafvirkjar þá er þetta kannski ekki mjög gáfulega fjárfesting. Ekki nema væri hægt að koma sér upp viðhöldum með þessa menntun. En það er margt sem heillar samt, staðsetningin, ekki hægt að hræra í potti nágrannans með því að teygja sig út um gluggan, góðar samgöngur, gömlu upprunalegu gólfin og margt fleira. En það er allt í lagi að láta sig dreyma ekki satt.
Þetta er meðal þess sem er efst í huga okkar þessa dagana. Já, eins og þið lesið eflaust á milli línanna í þessum pistli, þá höfum við hugsað okkur að dvelja lengur hér í Noregi. Að flytja heim er ekki plönunum alveg strax, okkur líður vel og höfum það afskaplega gott og langar að prófa að vera hér lengur.
Góðar stundir.
Friday, March 9, 2012
Kaffi á "hraðbrautinni"
Kannski kominn tími á blogg. Var bent mjög kurteislega á það og þá gerir maður eitthvað í málinu, ekki satt.
Ég fór til tannlæknis í gær, sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Stóð í þeirri meiningu að ég væri bara að fara í smá tékk, svona til að athuga hvort kjafturinn á frúnni væri tilbúinn í það að fá krónu á úr sér genginn jaxl. Svo áður en ég fór inn hjá tannanum, þá sendi ég vinnufélaga smáskilaboð, til að athuga hvort hún vildi gefa mér kaffisopa eftir tékkið.
Það vildi nú ekki betur til en svo að þegar ég gapti fyrir tannlækninn, þá segir hún að nú byrjum við bara undirbúning fyrir krónuna. Ég átti ekki að finna til og fékk þvílíka deyfingu áður en hún hófst handa við að fjarlægja gamla fyllingu og spóla jaxlinn til. Ég er að segja ykkur það að tungan var dofin og öll vinstri hlið andlitsins eins og hún lagði sig, meira að segja eyrað. Fékk bráðabirgðakrónu sem er á stærð við jaxl í hesti (hef svolitlar áhyggjur af ektakrónunni sem er víst framleidd í útlöndum, vona bara að það sé ekki í Búlgaríu).
Þegar ég kom út frá tannsanum biðu skilaboð frá vinnufélaganum um að ég ætti að hringja, sem ég og gerði. Hún var á leiðinni út úr húsi ætlaði til Bergen á útsölumarkað og sagðist kippa mér með. Ég átti frekar erfitt um mál þar sem tungan og hálf neðri vörin voru undir áhrifum deyfilyfja. Svo það var einfaldast að segja bara já, og eins og við vitum þá slær kona ekki hendinni á móti því að komast á útsölumarkað.
Þegar ég var sest inn í bíl, búin að spenna beltið og við lagðar af stað, segir vinkonan ég kom með kaffi handa þér. Mikið rétt, hún var með kaffibrúsan og tvær könnur meðferðis. Á meðan hún kveikti sér í sígó, sagði hún helltu líka í könnu handa mér. Sem betur fer eru ekki slegin nein hraðamet á norskum hraðbrautum. Fannst þetta svoldið glæfralegt á köflum, þar sem hún reykti, drakk kaffi og skipti um gír. Komst að því að það er frekar erfitt að drekka kaffi, með dofna vör og tungu, akandi á norskri hraðbraut, jafnvel þó maður sé farþegi. Þetta var samt vel þess virði, við hlógum að vitleysunni og gerðum góð kaup á útsölumarkaðnum......
Góðar stundir.
Ég fór til tannlæknis í gær, sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Stóð í þeirri meiningu að ég væri bara að fara í smá tékk, svona til að athuga hvort kjafturinn á frúnni væri tilbúinn í það að fá krónu á úr sér genginn jaxl. Svo áður en ég fór inn hjá tannanum, þá sendi ég vinnufélaga smáskilaboð, til að athuga hvort hún vildi gefa mér kaffisopa eftir tékkið.
Það vildi nú ekki betur til en svo að þegar ég gapti fyrir tannlækninn, þá segir hún að nú byrjum við bara undirbúning fyrir krónuna. Ég átti ekki að finna til og fékk þvílíka deyfingu áður en hún hófst handa við að fjarlægja gamla fyllingu og spóla jaxlinn til. Ég er að segja ykkur það að tungan var dofin og öll vinstri hlið andlitsins eins og hún lagði sig, meira að segja eyrað. Fékk bráðabirgðakrónu sem er á stærð við jaxl í hesti (hef svolitlar áhyggjur af ektakrónunni sem er víst framleidd í útlöndum, vona bara að það sé ekki í Búlgaríu).
Þegar ég kom út frá tannsanum biðu skilaboð frá vinnufélaganum um að ég ætti að hringja, sem ég og gerði. Hún var á leiðinni út úr húsi ætlaði til Bergen á útsölumarkað og sagðist kippa mér með. Ég átti frekar erfitt um mál þar sem tungan og hálf neðri vörin voru undir áhrifum deyfilyfja. Svo það var einfaldast að segja bara já, og eins og við vitum þá slær kona ekki hendinni á móti því að komast á útsölumarkað.
Þegar ég var sest inn í bíl, búin að spenna beltið og við lagðar af stað, segir vinkonan ég kom með kaffi handa þér. Mikið rétt, hún var með kaffibrúsan og tvær könnur meðferðis. Á meðan hún kveikti sér í sígó, sagði hún helltu líka í könnu handa mér. Sem betur fer eru ekki slegin nein hraðamet á norskum hraðbrautum. Fannst þetta svoldið glæfralegt á köflum, þar sem hún reykti, drakk kaffi og skipti um gír. Komst að því að það er frekar erfitt að drekka kaffi, með dofna vör og tungu, akandi á norskri hraðbraut, jafnvel þó maður sé farþegi. Þetta var samt vel þess virði, við hlógum að vitleysunni og gerðum góð kaup á útsölumarkaðnum......
Góðar stundir.
Tuesday, February 28, 2012
Barn í vændum
hahahahaha Grípandi titill ekki satt :) Ég á EKKI von á barni!! Á þrjú stykki af svoleiðis. Þrjú stykki sem ég er ákaflega ánægð með og er stolt af að geta sagt að séu mín. Ég hef lagt mitt af mörkum til fjölgunar mannkyns og hef ákveðið að því hlutverki í mínu lífi sé lokið.
Núna bíðum við fjölgunar hjá litlu systur. Hún er gengin þó nokkuð fram yfir settan dag og er eflaust löngu farin að bíða. Ég hef síman nánast við hjartastað svona ef fréttir skildu berast.
Mér finnst skrítið að hafa ekki séð hana (augliti til auglits) með þessa fallegu bumbu. Það er líka svolítið erfitt að kyngja því að barnið verður nánast fullorðið (4. mán) þegar ég kem til með að sjá það í fyrsta sinn. Ég hugsa að ég eigi eftir að missa mig í barnafatakaupum svona til að reyna að fá tilfinninguna fyrir því að þetta barn sé til :) Hlakka ákaflega mikið til að fá að vita hvort ég eigi að missa mig í kaupum á stelpu- eða strákafötum.
Ég veit að hún er orðin ákaflega þreytt (enda tekur það á að framleiða nýjan einstakling) og það hefði nú verið gaman að geta veitt henni gott fótanudd og smá dekur svona á síðustu metrunum. Ég verð bara að treysta því að mágur minn sinni hlutverki stóru systur líka :) Ég reyni að senda henni hríðarstrauma yfir hafið jafnvel þó svo að mínar hríðar hafi yfirleitt verið frekar gagnslausar. En ég hef frétt af konum sem senda nánast ónotaða strauma til hennar svo þetta hlýtur að fara að gerast.
Mér finnst hún ákaflega falleg svona á síðustu metrunum, hún er það reyndar alltaf. Vonandi fáum við fréttir af barni fljótlega.
Núna bíðum við fjölgunar hjá litlu systur. Hún er gengin þó nokkuð fram yfir settan dag og er eflaust löngu farin að bíða. Ég hef síman nánast við hjartastað svona ef fréttir skildu berast.
Mér finnst skrítið að hafa ekki séð hana (augliti til auglits) með þessa fallegu bumbu. Það er líka svolítið erfitt að kyngja því að barnið verður nánast fullorðið (4. mán) þegar ég kem til með að sjá það í fyrsta sinn. Ég hugsa að ég eigi eftir að missa mig í barnafatakaupum svona til að reyna að fá tilfinninguna fyrir því að þetta barn sé til :) Hlakka ákaflega mikið til að fá að vita hvort ég eigi að missa mig í kaupum á stelpu- eða strákafötum.
Ég veit að hún er orðin ákaflega þreytt (enda tekur það á að framleiða nýjan einstakling) og það hefði nú verið gaman að geta veitt henni gott fótanudd og smá dekur svona á síðustu metrunum. Ég verð bara að treysta því að mágur minn sinni hlutverki stóru systur líka :) Ég reyni að senda henni hríðarstrauma yfir hafið jafnvel þó svo að mínar hríðar hafi yfirleitt verið frekar gagnslausar. En ég hef frétt af konum sem senda nánast ónotaða strauma til hennar svo þetta hlýtur að fara að gerast.
![]() |
(myndinni er stolið án samviskubits frá barnsföðurnum) |
Mér finnst hún ákaflega falleg svona á síðustu metrunum, hún er það reyndar alltaf. Vonandi fáum við fréttir af barni fljótlega.
Wednesday, February 22, 2012
Hugleiðing
Eins og ég hef nefnt þá á ég það til að hugsa alltof mikið. Um daginn þegar heilinn var ofvirkur í hér um bil tilgangslausum hugsunum þá fór ég meðal annars að velta því fyrir mér hvað starfið mitt er í raun og veru fjölbreytt og að ég held að fólk sem hefur ekki unnið í heilbrigðisgeiranum eða við umönnun geri sér bara alls ekki grein fyrir því hvað starfið er fjölbreytt. Þó það sé ljótt að segja það þá heyrði ég oft þegar ég var búin með mitt sjúkrliðanám að nú væri ég löggilltur skeinari. Smart ekki satt, ætli þetta sé almenn hugmynd um starf þeirra sem starfa við umönnun aldraðra? Hver er hugmynd fólks um störf hjúkrunarfræðinga? Ég hef grun um að fólks sjái fyrir sér að við séum alltaf með sprautuna á lofti eða pilluglasið, séum að setja plástra hér og þar svona svo eitthvað sé upp talið.
Mitt starf sem hjúkrunarfræðingur á hjúkrunarheimili er ákaflega fjölbreytt vægast sagt. Jú, jú ég á það vissulega til að sprauta fólk. Og ég sé um að taka til lyf og gefa lyf. Mitt aðalstarf er samt að vera talsmaður þjónustuþegans, t.d í samskiptum við lækna og annarra fagstétta í heilbrigðisgeiranum. Það er að halda utan um þá þjónustu sem hann fær og að reyna af öllum mætti að sjá til þess að hann fái þá þjónustu sem hann þarf, þarna kemur m.a inn í að útvega þau hjálpartæki sem viðkomandi þarf á að halda og fái þá umönnun sem hann þarfnast. Einnig sé ég um skráningu allskonar upplýsinga og mat á þróun sjúkdóms og getu þjónustuþega. Að sjálfsögðu er ég líka í umönnunarhlutverki í öðrum skilningi líka. Ég aðstoða þjónustuþega við að viðhalda persónulegu hreinlæti, hvað er nú það spyrja sumir kannski, en í þessu felst m.a aðstoð við böðun, klósettferðir, tannhirðu, klæðnað og fleira. Þjónustuþegin er aðstoðaður við allar athafnir daglegs lífs, þar sem hann þarfnast aðstoðar, t.d aðstoð við að nærast, þvo sér og klæða sig. Einnig er það okkar hlutverk að viðhalda færni þjónustuþegans við athafnir daglegs lífs, leiðbeina þegar þarf (t.d þegar viðkomandi hefur gleymt hvernig á að gera ákveðna hluti) og hvetja, vera tilbúin að aðstoða þar sem þarf. Að vera talsmaður þjónustuþega er ábyrgðarmikið starf og ég held að hjúkrunarfræðingar allstaðar séu alltaf að berjast fyrir því að þjónustuþegi fái þá þjónustu sem honum ber og í því felst meðal annars að vaktirnar séu almenninlega mannaðar. Held að það sé því miður þannig allstaðar í heiminum að það sé ætlast til þess að hver starfsmaður sinni of mörgum sjúklingum, og það er svekkjandi að geta ekki veitt jafn góða þjónustu og maður vildi. En við gerum okkar besta með alltof fátt starfsfólk (því miður).
Sáraskipti og að meta og ákveða meðferð á sárum er stundum partur af starfinu. Það að skipuleggja starf dagsins í samráði við annað starfsfólk ásamt því að skipuleggja hjúkrun og meta hjúkrunarþörf þjónustuþega er líka hluti af starfinu. Að vera til staðar fyrir þjónustuþega og fjölskyldu hans þegar á þarf að halda, að geta hlustað eftir því sem fólk er að segja og að lesa í tilfinningar, hegðun og samskipti er eiginleiki sem hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa. Held að margir átti sig ekki á því að samskipti, stuðningur og kannski í raun hjúkrun aðstandenda er oft stór hluti af starfinu.
Umönnun deyjandi er að óumflýjanlegur þáttur í starfi hjúkrunarfræðings á hjúkrunarheimili. Og mér persónulega finnst það ákaflega gefandi starf. Að bera ábyrgð á því að einstaklingi líði sem best á síðustu dögum, klukkutímum og mínútum þessa lífs er áskorun og þegar vel til tekst er maður ákaflega sáttur. Við þessar aðstæður er maður líka í mjög nánum samskiptum við aðstandendur og hjúkrun/umönnun þeirra er ekki síður mikilvægur þáttur. Að vera tilbúin að hlusta, að geta útskýrt og svarað spurningum, verið stuðningur og veitt styrk og hlýju er nauðsynlegt, og þegar ég sem hjúkrunarfræðingur upplifi að ég hafi verið allt þetta þá er ég svo óendanlega sátt.
Á mínum vinnustað þá þvæ ég líka og brýt saman þvott. Ég elda stundum graut og smyr brauð og baka, vaska upp og þurrka. Ég aðstoða fólk við að borða, veiti félagsskap og aðstoða með samskipti við aðra þjónustuþega (það er mjög gaman þegar tekst að fá sem flesta í samræður um líf og störf þeirra), les, fer í gönguferðir með þjónustuþegum, syng fyrir og með þjónustuþegum og stundum jafnvel dansa ég. Aðstoða við ýmiskonar styrktarþjálfun, nudda o.fl.
Á heilabilunardeild (þar sem er fólk með Alzheimer og heilabilun af öðrum orsökum) þarf maður að vera flinkur að lesa í aðstæður og líkamstjáningu. Maður þarf að gera sér far um að þekkja hvern og einn þjónustuþega ákaflega vel, þar sem að þetta fólk er ekki alltaf fært um að tjá sig eða að segja hverjar þarfir þeirra eru. Það koma oft upp óvæntar og sérstakar aðstæður sem maður þarf að geta tæklað og unnið úr. Stundum getur það verið vægast sagt flókið að fá þjónustuþegan til samvinnu svo maður þarf að eiga ótakmarkað magn af þolinmæði. Þess vegna skiptir upplýsingaflæði á milli vakta ákaflega miklu máli og að skrifa svokallað rapport (skráning upplýsinga) um hvern og einn. Í upphafi vaktar lesum við okkur svo til um atburði hjá hverjum og einum, líðan, næringu, svefn og ef einhverjar breytingar hafa orðið á högum viðkomandi, heilsu eða meðferð.
Hér hef ég líka kynnst alveg nýjum aðstæðum og það er það að einstaklingur endurupplifir atburði og hræðslu frá stríðsárunum. En hér á Sotra var þýski herinn með aðsetur og það voru unnin hér ýmis voðaverk. Að upplifa óttan, kvíðan og skelfinguna í gegnum einn þjónustuþegan var alveg nýtt fyrir mér og svolítið yfirþyrmandi í fyrstu en eins og með annað þá lærir maður hvernig á að bregðast við.
Stundum á kvöldvöktum er ég svokölluð A-vakt. En þá er ég með yfirumsjón í húsinu þ.e að ef eitthvað kemur upp á öðrum deildum þá er leitað til mín. Ef starfsmaður tilkynnir veikindi þá þarf ég að kalla út annað starfsfólk. Sé um að húsinu sé læst á réttum tíma og geng úr skugga um að allar hurðir séu læstar sem eiga að vera læstar og allt sé í lagi í húsinu áður en ég skila af mér vaktinni. Er í samskiptum við læknavakt ef þarf og síðast en ekki síst ber ég ábyrgð á því að rétt sé brugðist við ef það kemur upp bruni.
Ég er ánægð með starfið mitt og finnst mjög gefandi, það er fjölbreytt og mér leiðist aldrei í vinnunni.
Ég er stolt af því að vera hjúkrunarfræðingur.
Mitt starf sem hjúkrunarfræðingur á hjúkrunarheimili er ákaflega fjölbreytt vægast sagt. Jú, jú ég á það vissulega til að sprauta fólk. Og ég sé um að taka til lyf og gefa lyf. Mitt aðalstarf er samt að vera talsmaður þjónustuþegans, t.d í samskiptum við lækna og annarra fagstétta í heilbrigðisgeiranum. Það er að halda utan um þá þjónustu sem hann fær og að reyna af öllum mætti að sjá til þess að hann fái þá þjónustu sem hann þarf, þarna kemur m.a inn í að útvega þau hjálpartæki sem viðkomandi þarf á að halda og fái þá umönnun sem hann þarfnast. Einnig sé ég um skráningu allskonar upplýsinga og mat á þróun sjúkdóms og getu þjónustuþega. Að sjálfsögðu er ég líka í umönnunarhlutverki í öðrum skilningi líka. Ég aðstoða þjónustuþega við að viðhalda persónulegu hreinlæti, hvað er nú það spyrja sumir kannski, en í þessu felst m.a aðstoð við böðun, klósettferðir, tannhirðu, klæðnað og fleira. Þjónustuþegin er aðstoðaður við allar athafnir daglegs lífs, þar sem hann þarfnast aðstoðar, t.d aðstoð við að nærast, þvo sér og klæða sig. Einnig er það okkar hlutverk að viðhalda færni þjónustuþegans við athafnir daglegs lífs, leiðbeina þegar þarf (t.d þegar viðkomandi hefur gleymt hvernig á að gera ákveðna hluti) og hvetja, vera tilbúin að aðstoða þar sem þarf. Að vera talsmaður þjónustuþega er ábyrgðarmikið starf og ég held að hjúkrunarfræðingar allstaðar séu alltaf að berjast fyrir því að þjónustuþegi fái þá þjónustu sem honum ber og í því felst meðal annars að vaktirnar séu almenninlega mannaðar. Held að það sé því miður þannig allstaðar í heiminum að það sé ætlast til þess að hver starfsmaður sinni of mörgum sjúklingum, og það er svekkjandi að geta ekki veitt jafn góða þjónustu og maður vildi. En við gerum okkar besta með alltof fátt starfsfólk (því miður).
Sáraskipti og að meta og ákveða meðferð á sárum er stundum partur af starfinu. Það að skipuleggja starf dagsins í samráði við annað starfsfólk ásamt því að skipuleggja hjúkrun og meta hjúkrunarþörf þjónustuþega er líka hluti af starfinu. Að vera til staðar fyrir þjónustuþega og fjölskyldu hans þegar á þarf að halda, að geta hlustað eftir því sem fólk er að segja og að lesa í tilfinningar, hegðun og samskipti er eiginleiki sem hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa. Held að margir átti sig ekki á því að samskipti, stuðningur og kannski í raun hjúkrun aðstandenda er oft stór hluti af starfinu.
Umönnun deyjandi er að óumflýjanlegur þáttur í starfi hjúkrunarfræðings á hjúkrunarheimili. Og mér persónulega finnst það ákaflega gefandi starf. Að bera ábyrgð á því að einstaklingi líði sem best á síðustu dögum, klukkutímum og mínútum þessa lífs er áskorun og þegar vel til tekst er maður ákaflega sáttur. Við þessar aðstæður er maður líka í mjög nánum samskiptum við aðstandendur og hjúkrun/umönnun þeirra er ekki síður mikilvægur þáttur. Að vera tilbúin að hlusta, að geta útskýrt og svarað spurningum, verið stuðningur og veitt styrk og hlýju er nauðsynlegt, og þegar ég sem hjúkrunarfræðingur upplifi að ég hafi verið allt þetta þá er ég svo óendanlega sátt.
Á mínum vinnustað þá þvæ ég líka og brýt saman þvott. Ég elda stundum graut og smyr brauð og baka, vaska upp og þurrka. Ég aðstoða fólk við að borða, veiti félagsskap og aðstoða með samskipti við aðra þjónustuþega (það er mjög gaman þegar tekst að fá sem flesta í samræður um líf og störf þeirra), les, fer í gönguferðir með þjónustuþegum, syng fyrir og með þjónustuþegum og stundum jafnvel dansa ég. Aðstoða við ýmiskonar styrktarþjálfun, nudda o.fl.
Á heilabilunardeild (þar sem er fólk með Alzheimer og heilabilun af öðrum orsökum) þarf maður að vera flinkur að lesa í aðstæður og líkamstjáningu. Maður þarf að gera sér far um að þekkja hvern og einn þjónustuþega ákaflega vel, þar sem að þetta fólk er ekki alltaf fært um að tjá sig eða að segja hverjar þarfir þeirra eru. Það koma oft upp óvæntar og sérstakar aðstæður sem maður þarf að geta tæklað og unnið úr. Stundum getur það verið vægast sagt flókið að fá þjónustuþegan til samvinnu svo maður þarf að eiga ótakmarkað magn af þolinmæði. Þess vegna skiptir upplýsingaflæði á milli vakta ákaflega miklu máli og að skrifa svokallað rapport (skráning upplýsinga) um hvern og einn. Í upphafi vaktar lesum við okkur svo til um atburði hjá hverjum og einum, líðan, næringu, svefn og ef einhverjar breytingar hafa orðið á högum viðkomandi, heilsu eða meðferð.
Hér hef ég líka kynnst alveg nýjum aðstæðum og það er það að einstaklingur endurupplifir atburði og hræðslu frá stríðsárunum. En hér á Sotra var þýski herinn með aðsetur og það voru unnin hér ýmis voðaverk. Að upplifa óttan, kvíðan og skelfinguna í gegnum einn þjónustuþegan var alveg nýtt fyrir mér og svolítið yfirþyrmandi í fyrstu en eins og með annað þá lærir maður hvernig á að bregðast við.
Stundum á kvöldvöktum er ég svokölluð A-vakt. En þá er ég með yfirumsjón í húsinu þ.e að ef eitthvað kemur upp á öðrum deildum þá er leitað til mín. Ef starfsmaður tilkynnir veikindi þá þarf ég að kalla út annað starfsfólk. Sé um að húsinu sé læst á réttum tíma og geng úr skugga um að allar hurðir séu læstar sem eiga að vera læstar og allt sé í lagi í húsinu áður en ég skila af mér vaktinni. Er í samskiptum við læknavakt ef þarf og síðast en ekki síst ber ég ábyrgð á því að rétt sé brugðist við ef það kemur upp bruni.
Ég er ánægð með starfið mitt og finnst mjög gefandi, það er fjölbreytt og mér leiðist aldrei í vinnunni.
Ég er stolt af því að vera hjúkrunarfræðingur.
Tuesday, February 7, 2012
Peningar og reikningar
Virkilega áhugaverður titill ekki satt? Kannski ekki :)
Þannig er mál með vexti að við heimasætan brugðum okkur í bankann til að borga námskeiðsgjaldið hennar. Við vorum með gíróseðilinn meðferðis og peninga í lausu til þess að borga með.
Ég er að vinna í því að gera "fullorðna" barnið mitt að sjálfstæðum einstakling sem getur bjargað sér (eða er það ekki það sem uppeldi felur í sér) svo hún átti að sjá um bankaviðskiptin og ég var bara með til halds og trausts (svona fluga á vegg, ég veit meira svona risafluga). Við byrjuðum á að taka númer og biðum sallarólegar eftir því að röðin kæmi að okkur. Þurftum nú ekki að bíða lengi í þetta sinn (sem var kærkomið) og heimasætan skellir gíróseðlinum á borðið og segist ætla að borga hann.
Gjaldkerinn handfjatlaði seðilinn og spurði svo hvort heimasætan væri með skilríki, hún var bara með gamalt bankakort frá Íslandi (frekar beyglað og slitið) því hér eru þeir ekki viljugir að láta mann hafa bankakort með mynd fyrr en maður hefur verið í viðskiptum við bankann í einhvern tíma. Gjaldkerinn handfjatlaði gamla bankakortið og var eitthvað vandræðaleg og spurði hvort við værum ekki með neitt betra en þetta t.d vegabréf. Þá ákvað risaflugan (ég) að hætta að dandalast á veggnum og skipta mér af, ég sagði svo ekki vera, við hefðum ekki gert okkur grein fyrir að við þyrftum vegabréfið til að fá að borga reikning, við værum nú helst ekki með vegabréfin á okkur að staðaldri. Gjaldkerinn hélt áfram að vandræðast eitthvað og pikka inn í tölvuna, ég nefndi að vegabréf heimasætunnar hefði jú verið skannað inn hjá þeim þegar hún fékk bankareikning hjá þeim, hvort það væri ekki nóg. Hún þurfti nú að fara og tala við einhvern til þess að athuga það.
Það var nú aðeins farið að síga í mig þegar hér var komið, hvernig gat þetta verið svona mikið mál að fá að borga einn skitinn reikning. Það var ekki eins og þetta væri einhver svimandi upphæð. Mundi allt í einu að ég var með vegabréfið mitt í töskunni, því ég hafði verið í Apótekinu daginn áður að sækja lyf. Svo þegar gjaldkerinn kom til baka sagði ég henni að ég væri með vegabréf ef það auðveldaði málið eitthvað. Hún muldraði eitthvað og byrjaði að pikka inn í tölvuna á ný og sagðist svo taka íslenska bankakortið sem gild skilríki í þetta skiptið, en þegar heimasætan rétti henni svo beinharða peninga fyrir reikningnum þá vandaðist nú málið aftur. Það gekk ekki upp, gjaldkerinn sagði að auðveldast væri að taka þetta beint út af bankareikningi heimasætunnar, ég sagði að það væri ekki nóg inn á honum til þess. Nú vildi gjaldkerinn fá að leggja peninginn inn á bankareikninginn og skuldfæra svo gíróseðilinn út af honum.............................hún fékk jú leyfi til þess blessunin svo okkur tókst nú að borga þetta fyrir rest.
Hverjum hefði grunað að það væri svona mikið mál að fá að borga einn gíróseðil....
Mér skilst að það sé beðið um almenninleg skilríki (ekki gamalt íslenskt bankakort) í bankanum, sama hvað maður er að gera. Þetta eru einhverjar reglur sem eiga að hindra peningaþvætti og fleira svindl, á sem sagt að vera hægt að rekja allar færslur.
Góðar stundir.
Þannig er mál með vexti að við heimasætan brugðum okkur í bankann til að borga námskeiðsgjaldið hennar. Við vorum með gíróseðilinn meðferðis og peninga í lausu til þess að borga með.
Ég er að vinna í því að gera "fullorðna" barnið mitt að sjálfstæðum einstakling sem getur bjargað sér (eða er það ekki það sem uppeldi felur í sér) svo hún átti að sjá um bankaviðskiptin og ég var bara með til halds og trausts (svona fluga á vegg, ég veit meira svona risafluga). Við byrjuðum á að taka númer og biðum sallarólegar eftir því að röðin kæmi að okkur. Þurftum nú ekki að bíða lengi í þetta sinn (sem var kærkomið) og heimasætan skellir gíróseðlinum á borðið og segist ætla að borga hann.
Gjaldkerinn handfjatlaði seðilinn og spurði svo hvort heimasætan væri með skilríki, hún var bara með gamalt bankakort frá Íslandi (frekar beyglað og slitið) því hér eru þeir ekki viljugir að láta mann hafa bankakort með mynd fyrr en maður hefur verið í viðskiptum við bankann í einhvern tíma. Gjaldkerinn handfjatlaði gamla bankakortið og var eitthvað vandræðaleg og spurði hvort við værum ekki með neitt betra en þetta t.d vegabréf. Þá ákvað risaflugan (ég) að hætta að dandalast á veggnum og skipta mér af, ég sagði svo ekki vera, við hefðum ekki gert okkur grein fyrir að við þyrftum vegabréfið til að fá að borga reikning, við værum nú helst ekki með vegabréfin á okkur að staðaldri. Gjaldkerinn hélt áfram að vandræðast eitthvað og pikka inn í tölvuna, ég nefndi að vegabréf heimasætunnar hefði jú verið skannað inn hjá þeim þegar hún fékk bankareikning hjá þeim, hvort það væri ekki nóg. Hún þurfti nú að fara og tala við einhvern til þess að athuga það.
Það var nú aðeins farið að síga í mig þegar hér var komið, hvernig gat þetta verið svona mikið mál að fá að borga einn skitinn reikning. Það var ekki eins og þetta væri einhver svimandi upphæð. Mundi allt í einu að ég var með vegabréfið mitt í töskunni, því ég hafði verið í Apótekinu daginn áður að sækja lyf. Svo þegar gjaldkerinn kom til baka sagði ég henni að ég væri með vegabréf ef það auðveldaði málið eitthvað. Hún muldraði eitthvað og byrjaði að pikka inn í tölvuna á ný og sagðist svo taka íslenska bankakortið sem gild skilríki í þetta skiptið, en þegar heimasætan rétti henni svo beinharða peninga fyrir reikningnum þá vandaðist nú málið aftur. Það gekk ekki upp, gjaldkerinn sagði að auðveldast væri að taka þetta beint út af bankareikningi heimasætunnar, ég sagði að það væri ekki nóg inn á honum til þess. Nú vildi gjaldkerinn fá að leggja peninginn inn á bankareikninginn og skuldfæra svo gíróseðilinn út af honum.............................hún fékk jú leyfi til þess blessunin svo okkur tókst nú að borga þetta fyrir rest.
Hverjum hefði grunað að það væri svona mikið mál að fá að borga einn gíróseðil....
Mér skilst að það sé beðið um almenninleg skilríki (ekki gamalt íslenskt bankakort) í bankanum, sama hvað maður er að gera. Þetta eru einhverjar reglur sem eiga að hindra peningaþvætti og fleira svindl, á sem sagt að vera hægt að rekja allar færslur.
Góðar stundir.
Subscribe to:
Posts (Atom)