Saturday, February 19, 2011

Laugardagur, hinn heilagi nammidagur




Smá fíflaskapur í okkur mæðginum, hressandi á laugardagsmorgni. Ég lofaði að skrifa ekki hér næst fyrr en leiðindapúkinn væri farinn úr mér. Held hann sé farinn í bili. Hér er nammidagurinn haldinn heilagur, ó, já. Sá yngsti á heimilinu sér til þess, mamman er send eftir gotteríi og svo slugsar hann á náttfötunum fram eftir degi og hefur það kósý.

Eitthvað er fólk feimið við commentakerfið hér inni. Þú skrifar commentið þitt og ekki verra að hafa nafn undir. Svo skrifar þú stafaruglið í dálkinn með hjólastólnum fyrir aftan (ég finn ekki út hvernig ég tek þann fídus út). Síðan hakar þú í Anonymus og ýtir á Puplish......

Eigið góðan laugardag.

3 comments:

Anonymous said...

Halltu áfram að skrifa það er svo gaman að lesa þessa pisla frá þér ;) Kveðja Hildur
PS. ekki eiða þessu út ;))

Íris said...

Ég lofa :)

Frú Sigurbjörg said...

Of mikið sælgætisát? Þið eru flott! : D