Saturday, February 12, 2011

Nýtt útlit, dagur 3


Þetta fer skánandi. Bólgan hjaðnar og ég get opnað augað, allavega til hálfs. Það eru íðilfagrir litir farnir að myndast á augnlokinu, þarf ekkert að hafa fyrir því að setja augnskugga á mig, sumir teldu það heppni. En það er alltaf spurning hvort mér tekst að ná fram sömu litasamsetningu á hinu augnlokinu.

Húsbóndinn er byrjaður á tiltekt í bílskúrnum, fannst hann nú samt snúast dálítið í hringi, þegar ég kíkti á hann áðan, eins og hann vissi ekki alveg hvar hann ætti að byrja. Ég öfunda hann ekki, þarna hefur safnast alls kyns góss (eða svo segir hann) síðast liðin 15 og 1/2 ár. Það hefur stundum verið lagst í tiltekt en mér hefur nú sjaldan fundist minnka magnið af dóti þarna inni. Þetta verður fróðlegt.

Hugur minn er þessa dagana sem og marga aðra hjá vinum sem standa í baráttu. Í augnablikinu stendur baráttan um það hvort móðir skuli dvelja með börnin sín í öðru landi á meðan forræðisdeila við fyrrverandi maka fer fram. Mann sem beitti hana ofbeldi, og hún hræðist ekkert meira en að þurfa að vera ein (án nánustu fjölskyldu og vina) í fjarlægu landi á meðan dæmt er í forræðismálinu. Faðirinn hefur farið fram á fullt forræði, þó hann hafi gengið út í bræðiskasti og skilið börnin eftir ásamt móður sinni í 2 vikur peningalaus. Honum var gert það skilt af dómara að greiða meðlag með börnunum sem hann neitar að gera og kemst upp með (mér finnst það ekki lýsa því að hann beri hag barnanna fyrir brjósti). Samt sem áður er dómur kveðinn upp um það að móðirin skuli fara með börnin í hans heimaland meðan forræðisdeilan fer fram. Nú er verið að áfrýja til hæstaréttar og það er hálf ömurlegt að horfa upp á hvernig óttinn getur litað líf fólks.

Lífið er ekki alltaf einfalt og getur tekið á sig margar óvæntar myndir

Vona að lífið fari um ykkur ljúfum höndum, verið góð hvort við annað og elskið náungan, það einfaldar svo margt.

2 comments:

Heiða Björk said...

Vá, ég fékk bara smá áfall þegar ég kom hingað inn og sá nýja útlitið á þér.. gott að það eru læknisfræðilega skýringar á því :)
Glæsilegt nýtt blogg hjá þér annars..

Frú Sigurbjörg said...

Maðurinn minn hefur nýlega lokið tiltekt á u.þ.b. 15 ára gamalli söfnun á drasli, svo ég sé þinn í anda inni í bílskúr. Það getur verið erfitt að byrja en svo mjakast þetta.

Lífinu er misskipt og því má ekki gleyma, ekki frekar en heilræðum þínum um að njóta þess sem við höfum.