Sunday, February 13, 2011

Nýtt útlit, dagur 4


Eins og glöggir lesendur taka eftir þá allt í einu er það vinstra augað sem er huggulegt en ekki það hægra. Lífið kemur sífellt á óvart eins og ég hef áður sagt :). Málið er það að heimasætan hafði einhvern tíma notað tölvuna mína sem spegil þ.e vefmyndavélina, og breytti einhverjum stillingum þannig að hún speglaði myndirnar. En nú er búið að laga það og allt snýr rétt.
Bólgan minnkar og minnkar og litadýrðin tekur við. Þetta er allt á réttri leið.

Ég ætla ekki að rita hér meira í þetta skiptið þar sem ég er alveg hræðilega pirruð. Pirruð út í skólan minn og skipulag þar á bæ. ................. Ætla ekki að drepa ykkur með þeim orðum sem mig langar að láta um það falla.

Vona að helgin sé ykkur ljúf.

2 comments:

Heiða Björk said...

þá er bara að setja augnskugga á hitt augað sem passar við litadýrðina :)

Frú Sigurbjörg said...

Fyndið að vera búin að fylgjast með hinu auganu, en svo er það vinstra augað sem skartar litadýrðinni, og hefur gert allan tímann : )
Vonandi ertu búin að henda pirringnum langt aftur fyrir þig.